Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR / MEÐFÆDD VÉLINDALOKUN ustu tegund). Eitt barn var flutt til Danmerkur til aðgerðar vegna sumarleyfa barnaskurðlækna (1979, Rigshospitalet í Kaupmannahöfn). Aðgerðir voru því gerðar á 33 börnum hérlendis sem voru notuð við mat á árangri á íslandi. Aðgerðin var gerð á sambærilegan hátt allt tímabilið með brjóstholskurði hægra megin í fjórða millirifjabili. Hjá tveimur börnum var gerð aðgerð með lokun á fistli eingöngu, voru þau tveggja daga og fimm mánaða gömul við aðgerð. Hjá einu barni var einungis gerð magaraufun (gastrostomy) og síðar ristilraufun (colostomy) vegna endaþarmslok- unar. Barnið lést skömmu eftir aðgerð. Eitt barn var með vélindalokun án fistils þar sem mjög langt bil var milli nær- og fjærenda vélinda og ekki sást í fjærenda frá brjóstholi og þurfti því að nálgast hann frá kviðar- holi og var ristill fluttur upp í brjósthol á æðastilk til að brúa það bil (colon interposition). Það barn lést á fyrsta sólarhring eftir aðgerð. Hjá 29 börnum var gerð ein aðgerð með lokun á fistli og sammynningu (anast- omosis) á nær- og fjærenda vélinda. Börnin gengust undir aðgerð 0-4 dögum eftir fæðingu. Sammynning var í 28 tilvikum gerð að hætti Haight með því að sauma í tveimur lögum. Ein sammynning var gerð að hætti Gross með einu skáuðu lagi. Aðgerðirnar voru gerðar af fimm skurðlæknum þar sem einn þeirra framkvæmdi 70% þeirra (23 að- gerðir). Af þeim sem gengust undir aðgerð létust níu (27%) þeirra innan 60 daga frá aðgerð. Af þeim voru þrjú í Waterston flokki A. Þau fæddust öll á tímabili I. Eitt barn var í flokki B og fimm í flokki C. Einn sjúklingur lést 13 mánuðum síðar eftir hjartaaðgerð vegna meðfædds hjartagalla. Algengasta dánarorsök var lungnabólga sem greindist hjá sjö börnum (78%). Einn sjúklingur fékk blæðingu í lungu, einn sjúkling- ur dó úr hjartabilun en það barn hafði einnig með- fæddan hjartagalla. Eftirlit eftir aðgerð var mismunandi langt og náði eingöngu til þeirra sem voru í eftirliti á Landspítala og var allt frá einum mánuði til 22,5 ár á rannsókn- artímabilinu. Níu sjúklingar (27%) voru einkenna- lausir og án einkenna um þrengingu á vélinda. Einn sjúklingur fór í enduraðgerð strax eftir þrjá mánuði þar sem sammynningin hafði rofnað. Gerð var ný sammynning á vélindaendum. Sami sjúklingur hafði endurteknar öndunarfærasýkingar og blámaköst og gekkst undir aðgerð að nýju sex árum síðar þar sem gerð var upphenging á barka vegna vanþroska í barka (tracheopexy vegna tracheomalaciu). Einn sjúklingur greindist með fistil að nýju 20 árum síðar. Hjá þeim sjúklingi hafði orðið rof á aðalberkju í aðgerð sem var lokað. Hjá níu sjúklingum (27%) er getið um þrengsli (stenosis) í vélinda sem þurfti að víkka við magaspeglun allt að tíu sinnum og/eða kyngingar- örðugleika vegna þrengsla eða starfrænnar truflunar í vélinda (dysmotility). Níu sjúklingar (27%) höfðu endurteknar öndunarfærasýkingar. Viss skörun var hjá þessum tveimur hópum. Hjá einum sjúklingi var gerð aðgerð sjö árum síðar vegna sarps á barka trac- heal diverticula. Einungis var getið sérstaklega um vélindabakflæði hjá tveimur sjúklingum (6%). Umræða Breyting á nýgengi meðfæddrar vélindalokunar milli tímabila náði ekki tölfræðilegri marktækni en erfitt er að fá fram marktækni milli hópa þegar um svo fáa einstaklinga er að ræða. Nýgengi lækkaði þó í 1/10639 síðasta áratug úr 1/3737 á fyrsta tímabilinu (mynd 2) sem gæti gefið til kynna ákveðna þróun til lækkunar nýgengis. Það þýðir fyrir okkur hér á íslandi fækkun úr einu barni á ári til eitt barn á tveggja til þriggja ára fresti með sjúkdóminn. Þetta eru lægstu tölur sem okkur er kunnugt um en fleiri hafa þó birt tölur sem sýna lækkun á nýgengi fæðingargallans hin síðari ár (1-3). Hugsanleg skýring á þessu er bætt meðgöngu- eftirlit með betri greiningu á meðfæddum göllum snemma á meðgöngu og þá sérstaklega meðfæddum hjartagöllum og litningagöllum. Sjaldgæft er að sjálf vélindalokunin greinist á meðgöngu en vegna hárrar tíðni annarra meðfæddra galla (70%) (2) er hætt við að meðganga sé látin enda vegna annarra galla. Þessu til styrktar má benda á að á síðasta tímabilinu var ekkert barnanna með alvarlegan hjartagalla eða litn- ingagalla. Þetta er þó aðeins hluti af skýringunni og er hugsanlegt að aðrir ytri þættir enn óþekktir skipti máli. Stúlkur voru heldur fleiri (62%) í okkar rannsókn- arhóp en í stærri samantektum virðist vélindalokun algengari hjá drengjum (2). Þrjátíuogfjögur (92%) barnanna höfðu meðfædda vélindalokun af tegund C samkvæmt Gross flokkun með blindan nærenda vélinda og fistil milli fjærenda og barka. Þetta er í góðu samræmi við erlendar nið- urstöður um skiptingu gallans í flokka þar sem um 86-88% barnanna reynast hafa þessa tegund gallans (1). Sjúklingar með „H“-fistil án vélindalokunar (teg- und E) greinast að jafnaði seinna en hin börnin og þá oftast vegna endurtekinna öndunarfærasýkina og/eða kyngingarerfiðleika. I okkar rannsóknarhópi greind- ust tvö börn með „H“-fistil, annars vegar við tveggja daga aldur vegna blámakasta við brjóstagjafir og hins vegar við fimm mánaða aldur vegna endurtekinnar lungnabólgu. Bæði börnin gengust undir aðgerð en eldra barnið reyndist einnig hafa alvarlegan hjarta- galla og lést ári síðar eftir hjartaaðgerð erlendis. Fæðingarþyngd fór lækkandi á rannsóknartímabil- inu, úr 2858 grömm á fyrstu tíu árunum í 2105 grömm á síðasta tímabilinu (tafla II). Þetta helst í hendur við að 71% barnanna voru léttburar og/eða fyrirburar á síðustu tuttugu árunum á móti aðeins 17% léttbura og 21 % fyrirbura á fyrstu tuttugu árunum (tafla I). 632 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.