Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2004, Side 39

Læknablaðið - 15.09.2004, Side 39
FRÆÐIGREINAR / BLÓÐSYKURMÆLINGAR / ERLENDAR GREINAR / LEIÐRÉTTING sykra og árangrinum fylgt eftir með reglubundnu eftirliti og mælingum á langtímasykri (HbAlc). • HbAlc gefur upplýsingar um blóðsykurmagn síð- ustu þriggja mánaða. Þetta gildi ætti að mæla tvisv- ar á ári hjá sjúklingum með vægan eða vel með- höndlaðan sjúkdóm og fjórum sinnum á ári hjá þeim sem ekki hafa náð meðferðarmarkmiðum og þar sem meðferð hefur verið breytt (1). • Heimablóðsykurmælingar hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1 eru mjög mikilvægar. Þessir einstaklingar ættu að framkvæma mælingar nrinnst þrisvar sinnum á dag. • Heimablóðsykurmælingar eru einnig æskilegar fyrir insúlínháða sjúklinga með sykursýki af teg- und 2 og hugsanlega þá sem taka sulfonylurea eða meglitinide lyf sem valdið geta sykurföllum. Litlar leiðbeiningar eru til um æskilega tíðni mælinga. • Mikilvægi þess að sjúklingar sem taka töflur við sykursýki af tegund 2 mæli blóðsykur heima er þó enn umdeilt og hefur gengið erfiðlega að færa sönnur á það í slembiröðuðum rannsóknum. Ovíst er hvort tíðar mælingar gagnist þeim einstakling- um sem nota eingöngu metformin eða glitazone lyf sem litlar líkur eru á að muni valda sykurfalli. Það kann að skipta mun meira máli að sjúklingur fái góða fræðslu um sjúkdóminn, mikilvægi hreyf- ingar og góða næringarráðgjöf. • Til greina kemur að lána blóðsykurmæla út tíma- bundið meðan sjúklingar eru að gera nauðsyn- legar lífsstílsbreytingar. Þetta er nú þegar notað hjá konum sem fá meðgöngusykursýki og þannig tekst oftast að halda blóðsykrum innan ákveðinna marka með breytingum á mataræði eingöngu. • Blóðsykurmælingar heima eru ekki meðferð í sjálfu sér og eru gagnslausar ef þær eru ekki not- aðar til breytinga á meðferð. Heimildir 1. Goldstein DE, Little RR, Lorenz RA, Malone JI, Nathan DM, Peter LM, et al. Test of glycemia in diabetes. Diabetes Care 2004; 27: S91-3. 2. American Association of Clinical Endocrinologists. Medical guidelines for the management of diabetes mellitus: the AACE system of intensive diabetes self-management—2002 update. Endocr Pract 2002; 8(Suppl 1): 5-11. 3. The Diabetes Control and Complications Trial Research Group. The effect of intensive treatment of diabetes on the development and progression of longterm complications in insulin-dependent diabetes mellitus. N Engl J Med 1993; 329: 977-86. 4. Bonora E, Calcaterra F, Lombardi S, Bonfante N, Formentini G, Bonadonna RC, et al. Plasma glucose levels throughout the day and HbA(lc) interrelationships in type 2 diabetes: implications for treatment and monitoring of metabolic control. Diabetes Care 2001; 24: 2023-9. 5. Stratton IM, Adler AI, Neil HAW, Matthews DR, Manley SE, Cull CA, et al. Association of glycaemia with marcrovascular and microvascular complications of type 2 diabetes (UKPDS 35): prospective observational study. BMJ 2000; 321:405-12. 6. Coster S, Gulliford MC, Seed PT, Powrie JK, Swaminathan R. Self-monitoring in Type 2 diabetes mellitus: a meta-analysis. Diabetic Medicine 2000; 17: 755-61 7. Faas A, Schellevis FG, Van Eijk JTM. The Efficacy of Self-Mon- itoring of Blood Glucose in NIDDM Subjects. Diabetes Care 1997; 20:1482-6. 8. Gallichan M. Self monitoring of glucose by people with diabetes: evidence based practice. BMJ 1997; 314: 964-72. 9. www.AAFP.org Episodic intensive testing. 10. Reine CH. Self-monitored blood glucose: a common pitfall. Endocrine Practice 2003; 9:137-9. Fræðigrein íslensks læknis í erlendu tímariti Ástráður B. Hreiðarsson er einn fimm norrænna höfunda að grein um sykursýki af tegund 2 sem birtist nýlega í vísindatímaritinu Diabetes res- earch and clinical practice. Titill greinarinnar er: Dose titration of repaglinide in patients with in- adequately controlled type 2 diabetes. Meðhöf- undar eru Klaus Kplendorf, Johan Eriksson, Káre I. Birkeland og Thomas Kjellström - og tilvísun í tímaritið er: Diab Res Clin Pract 2004; 64: 33-40. Leiðrétting í síðasta fylgiriti Læknablaðsins, XVI. þing Fé- lags íslenskra lyflækna á Sauðárkróki 4.-6. júní 2004, urðu mistök við upptalningu höfunda við 21. erindi þingsins, bls. 23. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar. Rétt nteð farið er eftirfar- andi: E 21 - Hvaða breytingar á hjartaritum auka líkur á hjartastoppi? Hjalti Már Björnsson, Gestur Porgeirsson, Guð- mundur Þorgeirsson, Helgi Sigvaldason, Jacq- ueline Witteman Læknablaðið 2004/90 635

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.