Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILSUFAR LÆKNA / T Ó BAKSVAR NI R búsetu í þéttbýli eða dreifbýli. Loks verður eitt verk- efni boðið 3. árs nema í læknisfræði en það snýst um heilsufar, líðan og lífsstíl lækna á íslandi. Stefnt er að því að halda málþing haustið 2005 þar sem fyrstu nið- urstöður rannsóknarinnar verða kynntar. Kröfurnar minnka ekki En hvers vegna þarf að rannsaka heilsu lækna? Eru þeir ekki fullfærir um að passa upp á hana sjálfir? „Erlendar rannsóknir og eldri íslenskar rannsókn- ir hafa sýnt að svo virðist ekki vera. Til dæmis kom fram í einni þeirra að dánartíðni lækna var hærri en annarra starfsstétta hér á landi. Svíar hafa tekið eftir því að fjarvistir kvenkyns lækna hafa aukist verulega á síðustu árum, bæði vegna veikinda og eins vegna þess að þær hætta snemma að vinna og fara á eftir- laun. Menn spyrja sig því hvort vinnuskipulag eigi einhvern þátt í þessu,“ segir Lilja. Þær nefna einnig til sögu breytt viðhorf og sjálfs- mynd lækna þar sem yngra fólk í læknastétt sætti sig ekki við óhóflegan vinnutíma sem hefur viljað ein- kenna læknisstarfið. Þorgerður segir að kröfurnar séu ekki að minnka því uppbygging háskólasjúkrahúsa hafi hert á kröfunum. Það er ekki nóg að standa sig í klínísku starfi heldur þarf líka að sýna lit í rannsókn- um og kennslu. Lilja bendir á að rannsóknin nú sé að hluta hlið- stæð þeirri sem áður var gerð á Landspítalanum en þar hafi mismunur í vinnuálagi iækna á milli deilda verið allnokkur. „Nú verður spennandi að sjá hvort þetta er séríslenskt fyrirbæri eða hvort þetta er ein- kenni á tilteknum tegundum deilda. Af því má eflaust læra sitthvað um skipulag vinnunnar,“ segir hún. Þær eru sammála um að það verði forvitnilegt að bera saman þessi fjögur sjúkrahús. Ólöf nefnir eink- um samanburð við sjúkrahúsið í Þrándheimi sem er af svipaðri stærð og Landspítali. „Það verður líka spennandi að sjá hvaða rnunur er á líðan og starfsum- hverfi lækna á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum hér á landi og milli þeirra sem starfa á landsbyggð- inni, í þéttbýlinu og þeirra sem starfa sjálfstætt á eig- in stofu,“ segir hún. „En það er mjög mikilvægt að hvetja alla lækna til að sýna þessu framtaki áhuga með þátttöku því rannsóknin er háð því að þátttaka sé góð.“ Reykingar eru líka okkar mál! LOFT ráðstefna í Hveragerði 16.-17. september Það er fátt eitt orðið sem ekki kemur á borð okkar læknanna. Nú þegar ljóst er að stærstu heilbrigðis- vandamál okkar tíma snúast meðal annars um nautn- ir eins og tóbaksreykingar og ofát verður okkur fag- fólkinu kannski fátt um svör þegar til okkar er leitað. Okkar annars ágæti læknaskóli hefur undirbúið okk- ur misvel til að takast á við þessa vá. Við höfum áreið- anlega öll komist að því að fyrirlestur og skynsemistal er ekki það sem dugar þegar kemur að þessum vanda. Það gerir skyldur okkar sjálfra meiri til að nálgast menntun, þekkingu og reynslu til að sinna honum. Afleiðingar tóbaksreykinga eru tíundaðar reglu- lega og æ fieiri rannsóknir sýna okkur þann gríðarlega þátt sem þær eiga í orsökum hjartasjúkdóma, krabba- meina, æðasjúkdóma, ótímabærra dauðsfalla og svo framvegis. Á þessu leikur enginn vafi. Tölurnar sem birtar eru virðast stundum fjarstæðukenndar, eins og sáust í BMJ 23. júní 2004: Breskir læknar sem fæddir voru 1900-1930 og reyktu mestan hluta ævinnar, dóu að meðaltali 10 árum yngri en þeir sem aldrei höfðu reykt! Og 5000 karlmönnum sem fylgt var eftir í 20 ár, fengu 50-60% aukningu á kransæðasjúkdómum við óbeinar reykingar! Starfsorka okkar fer oft á tíðum í að sinna afleið- ingum reykinga enda erum við þjálfuð til þess. Reyk- ingavarnir eru hins vegar á öllum stigum, forvarnir, meðferðir, minnka skaðann, sinna afleiðingum. Okk- ar hlutverk sent lækna að sinna ásamt öðrum, for- vörnum og meðferð, er að stækka. Tóbaksreykingar snúast um nikótínfíkn sem gerir það að verkum að meðferð við þeim þarf einnig að beinast að fíkninni. Sérhæfðar meðferðir eru til og sömuleiðis almenn inngrip sem hvoru tveggja sýna árangur. Það gefast tækifæri til fræðast um tóbaksvarn- ir sem vert er að nýta sér enda koma skuggahliðar tóbaksreykinga á borð okkar allra, sama í hvaða sér- grein við störfum. Ótal fletir eru á þessum víðfeðma vanda og enn er langt í land með að finna eina góða lausn á honum. Þangað til er mikilvægt að kynna sér það sem fræðin getur kennt okkur og hlusta á hvað aðrir hafa um þetta að segja og leggja eitthvað til mál- anna sjálfur. Valgerður Rúnarsdóttir Ég skrifa þennan pistil sem stjórnarmeðlimur í Fé- lagi lækna gegn tóbaki til þess að vekja athygli á ráð- stefnu um tóbaksvarnir á Islandi sem haldin verður í Hveragerði 16.-17. september 2004. Þetta er þriðja LOFT ráðstefnan sem haldin hefur verið og er í um- sjón Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Hún er ætl- uð heilbrigðisstarfsfólki sem og áhugamönnum um tóbaksvarnir. Vefslóðin er www.hnlfi.is/loft2004/ Höfundur er sérfræðingur í lyf- lækningum og fíknlækningum og starfar hjá SÁÁ. Læknablaðið 2004/90 651
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.