Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2004, Side 57

Læknablaðið - 15.09.2004, Side 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STOFNFRUMUR OG PÓLITÍK Vefjaverkfræði Astæðan fyrir því að umræðan urn stofnfrumurann- sóknir hefur blandast saman við umræðuna um ein- ræktun er sú að vísindamenn hafa þróað aðferð til að framleiða stofnfrumur sem eru þær sömu og beitt var við að búa til kindina Dolly á sínum tíma. Þá er frjóvg- að egg tekið, kjarninn fjarlægður og í stað hans komið fyrir kjarna úr annarri frumu, svo sem húðfrumu úr sjúklingi með sykursýki. Eggið er svo ræktað áfram þar til það kemst á kímblöðrustigið en þá er hægt að einangra úr því stofnfrumur sem innihalda sama erfða- efni og er í sjúklingnum. Sérhæfingu stofnfrumnanna er stýrt til að framleiða insúlín og þær síðan græddar aftur í sjúklinginn. Með þessu móti er hægt að kom- ast framhjá þeim stóra vanda sem læknavísindin eiga oft við að etja, sem sé að líkaminn hafni frumum sem komið er fyrir í honum. Vísindamennirnir í Newcastle sem áður voru nefndir fengu grænt ljós á svona rannsóknir og þeir telja sig eiga eftir svo sem fimm ára starf á rannsókn- arstofunni þar til þeir geta hafið klínískar tilraunir á mönnum. Sá tími gæti þó styst ef þeir fá meira fé til rannsókna og geta fjölgað í rannsóknarhópnum (3). Að sjálfsögðu er rétt að taka svona yfirlýsingum með fyrirvara en þarna er vissulega um spennandi svið að ræða. Pórarinn Guðjónsson frumulíffræðingur hjá Krabbameinsfélaginu segir að það sé að verða til ný vísindagrein innan lífvísindanna sem nefna megi vefja- verkfræði. Standi þessar rannsóknir undir þeim vænt- ingum sem til þeirra eru gerðar sé í raun enginn endir á því til hvers megi nota stofnfrumur. Par á hann bæði við viðgerðir á vefjum og uppbyggingu heilla líffæra en þar við bætist að stofnfrumur gætu nýst afar vel til þess að prófa á þeim virkni lyfja. Með því móti sé hægt að stytta tímann sem nú fer í lyfjaprófanir á mönnum og draga verulega úr kostnaði við lyfjaþróun. Engin umræða hér á landi Pórarinn kvartar undan því að lítil umræða fari fram um stofnfrumurannsóknir hér á landi. Það á bæði við um fagfólk, stjórnmálamenn og almenning. „Þjóð- þing flestra nágrannalanda okkar hafa haft þessi mál til untræðu og víða hefur afstaða verið tekin en Al- þingi Islendinga hefur aldrei rætt stofnfrumurann- sóknir úr fósturvísum. Þær eru leyfðar í mörgum löndum, að sjálfsögðu með ströngum skilyrðum sem varða siðferðileg álitamál, persónuvernd og margt fleira," segir hann. Björn Guðbjörnsson formaður Vísindasiðanefnd- ar segir að nefndin hafi aldrei fengið umsókn um leyfi til rannsókna á stofnfrumum úr fósturvísum. Hins vegar hafi nefndin kannað lagalegt umhverfi slíkra rannsókna fyrir rúmu ári. Niðurstaðan úr því var sú að svona rannsóknir stæðust ekki íslensk lög. Þær falla undir bann við einræktun sem sett var í lög um tæknifrjóvgun árið 1996. Þórarinn samsinnir þessu en bendir á að þau lög séu eldri en fyrirbærið sem þau banna. Eins og áður segir hófust rannsóknir á stofn- frumum úr fósturvísum manna ekki að ráði fyrr en árið 1998, eða tveimur árum eftir íslensku lagasetn- inguna. Eins og fram hefur komið eru það einkum trúar- legir hópar sem hafa beitt sér gegn notkun fóstur- vísa við stofnfrumurannsóknir. Svonefndir „pro-life“ hópar hafa löngum verið háværir í Bandaríkjunum og Bretlandi og meðal annars fengist við að sprengja upp heilsugæslustöðvar þar sem fóstureyðingar eru gerð- ar og ofsækja og myrða starfsfólk slíkra stofnana. Þórarinn bendir á að hér á landi hafi slíkir hóp- ar fengið lítinn hljómgrunn. „íslendingar eru afar já- kvæðir í garð rannsókna í lífvísindum og ég tel ekki miklar líkur á að hörð andstaða yrði við stofnfrumu- rannsóknir hér á Iandi,“ segir hann. Máli sínu til stuðnings vitnar Þórarinn til íslenskrar rannsóknar sem gerð var á viðhorfum þriggja starfsstétta, lækna, presta og lögfræðinga, til notkunar stofnfrumna úr fósturvísum til lækninga en niðurstöður hennar voru birtar í Læknablaðinu (4). Þar kom fram að einungis 8% þátttakenda lýstu sig algerlega mótfallna slíkum lækningum og að mikill meirihluti áleit slíkar lækn- ingar réttlætanlegar. Þórarinn segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum gætu átt sér stað hér á landi ef þær verða leyfðar. Hann veit af íslenskum vísindamönnum sem taka þátt í þeim í öðrum löndum. Þetta strandar hins vegar á lagasetn- ingunni og þess vegna er hægt að spyrja: Verða stofn- frumurannsóknir kosningamál hér á landi á næstu árum eins og þær eru nú í Bandaríkjunum? Heimildir 1. Guðjónsson P, Steingrímsson E. Eiginleikar stofnfrumna: frumu- sérhæfing og ný meðferðarúrræði? Læknablaðið 2003; 89:43-8. 2. Daley GQ. Missed Opportunities in Embryonic Stem-Cell Res- earch. N Engl J Med 2004; 351: 627-8. 3. Pincock S. Newcastle centre gains license for therapeutic clon- ing. BMJ 2004; 329:417. 4. Óskarsson T, Guðmundsson F, Sigurðsson JÁ, Getz L, Árnason V. Notkun stofnfrumna úr fósturvísum til lækninga: viðhorfs- könnun meðal íslenskra lækna. lögfræðinga og presta. Lækna- blaðið 2003; 89:499-504. Auk þess er stuðst við greinaskrif í The New York Times, The Guardian og fleiri blöðum. Pórarinn Guðjónsson frumulíffrœðingur saknar umræðu um rannsóknir ú stofnfrumum úr fósturvís- um hér ú landi. Læknablaðið 2004/90 653

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.