Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 8

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 8
RITSTJÓRNARGREINAR það lendi í þeirri stöðu þegar umgengnisreglur bjóða upp á það. Flest reykingafólk virðir reglur enda margir meðvitaðir um hættuna sem reyking- um fylgja og margir eiga í alvarlegri glímu við sína fíkn. Þegar reykingar voru bannaðar í íslenskum kvikmyndahúsum var það gert með samkomulagi kvikmyndahúsanna, reyndar með stuðningi þáver- andi tóbaksvarnarnefndar, en án hgasetningar. Reynslan af framkvæmdinni var sú að kvikmynda- húsgestir fögnuðu, reykingafólk fór fúslega eftir reglunum og kvikmyndahúsin blómstruðu sem aldrei fyrr. Á bak við þá lagasetningu sem nú liggur fyrir alþingi eru alvarleg og vel rökstudd vinnuvernd- arsjónarmið þótt ávinningur gesta, ekki síst reyk- ingafólks, verði einnig mikill. Vinnuverndarlögin kveða á um að starfsfólk almennt sé verndað gegn heilsuspillandi starfsumhverfi. Það er því óþolandi misrétti að starfsfólki veitingastaða og bara sé gert að vinna við hættulegar aðstæður. Að sjálfsögðu er forsjárhyggja á bak við alla vinnuverndarlöggjöf. Þar á sér stað málamiðlun milli einstaklingsfrelsis og samfélagsreglna sem einkennir öll siðuð samfé- lög. Þau rök að starfsmenn veitingastaða viti um hættuna og geti fengið sér vinnu annars staðar gæti gilt um alla vinnustaði þar sem settar hafa verið íþyngjandi reglur til að draga úr hættum í vinnuum- hverfi. Spurningin hlýtur því að snúast um hversu mikil hættan sé af óbeinum reykingum. Ekki hvort réttlætanlegt sé að eitthvert sérstakt vinnuvernd- arsiðferði gildi um starfsfólk veitingastaða. Nú liggja fyrir niðurstöður úr viðamiklum rann- sókum um hættuna af óbeinum reykingum og eru skilmerkilega dregnar saman í greinargerð með frumvarpinu. Áhrifin eru víðtæk: 40-60% aukin hætta á asma meðal þeirra sem vinna í reykmett- uðu umhverfi,20-30% aukin hætta á lungnakrabba- meini, 25-30% aukin hætta á hjartaáföllum, allt upp í 50% aukin hætta á heilablóðföllum. Áhrif á heilsufar barna eru sérstaklega sláandi. I Bretlandi hefur til dæmis verið áætlað að 17.000 börn undir fimm ára aldri séu lögð inn á sjúkrahús á ári hverju vegna sjúkdóma sem rekja megi til óbeinna reyk- inga (lungnabólga, berkjubólga, asmi, eyrnabólga og svo framvegis). Heilsufar barna er að sjálfsögðu ekki miðlægt í rökræðu um vinnuvernd á veit- ingastöðum en undirstrikar á afgerandi hátt hve tóbaksreykur í andrúmslofti er mikill skaðvaldur. Árangur af reykingabanni á veitingastöðum hefur verið rannsakaður og í ljós hefur komið að slík aðgerð skilar mikilli heilsubót fyrir starfsfólk bæði í bráð og lengd. Hér er því ekki verið að fjalla um eitthvað óljóst og óskilgreint. Tóbaksreykur í andrúmslofti veitingastaða vegur þyngra sem heilsu- spillir viðkomandi starfsfólks en flest það sem vinnu- eftirlitsstofnanir beina sjónum sínum að og vegur þyngst allra krabbameinsvalda í vinnuumhverfi. Enda hefur löggjöf svipuð þeirri sem hér er til umræðu víða verið lögleidd eða er í undirbúningi og margir spá því að innan fárra ára verði reyklaust andrúmsloft á veitingastöðum og börum talið eins sjálfsagt og í flugvélum og kvikmyndahúsum. Grundvallaratriðið er að sjálfsögðu réttur þeirra sem vinna á þessum stöðum til eins öruggra og heilsusamlegra vinnuaðstæðna og kostur er. Ástandið eins og það er núna er hins vegar full- komlega óverjandi og styðst ekki við nein haldbær rök eða raunverulega hagsmuni. Alþingi íslend- inga legði því þungt lóð á vogarskálarnar fyrir bættri heilsu landsmanna og réttlátri vinnuvernd með því að samþykkja það lagafrumvarp sem nú liggur fyrir þinginu um tóbaksvarnir. 232 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.