Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 10

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 10
RITSTJÓRIUARBREIMAR Læknar og lyfjafyrirtæki Sigurður Guðmundsson Höfundur er landlæknir. í samskiptum lækna og lyfjafyrirtækja endurspegl- ast tengsl og jafnframt átök milli fjölmennrar og öflugrar fagstéttar og fulltrúa eins af stærstu við- skiptaöflum veraldar. Þarna má líka greina helstu styrkleika og veikleika læknastéttarinnar, háleit markmið hennar til að láta gott af sér leiða, van- hæfni hennar til að ná öllum þeim markmiðum og sú ófrávíkjanlega staðreynd að læknar eru menn. Að undanförnu hafa þessi samskipti mjög verið til umræðu hér í ljósi þeirra upplýsinga að tæplega 500 læknar (mjög varlega áætlað) fari úr Iandi á vegum lyfjafyrirtækja á ári hverju. Þetta samsvarar því að helmingur starfandi lækna á íslandi fari í slíkar ferðir árlega. Þetta er að sjálfsögðu ekki sér- íslenskt fyrirbæri heldur alþjóðlegt (1). Af hverju er þetta ekki allt í lagi? Eru utan- landsferðir í boði lyfjafyrirtækja ekki ætíð ferðir á þing barmafull af nýjungum og fróðleik, þar sem kynntar eru niðurstöður bestu rannsókna á lyfjameðferð sjúkdóma á hlutlausan og óvilhallan hátt? Samkvæmt upplýsingum frá lyfjahópi Félags íslenskra stórkaupmanna (2) hafa um 50% þessara ferða verið á almenn læknaþing, um 10% ferð- anna vegna rannsókna og fyrirlestra sem íslenskir læknar halda erlendis og 40% eru ferðir á fundi og þing sem haldnir eru af lyfjafyrirtækjunum sjálfum. Enginn vafi er á að gagn íslenskra lækna af því að sækja stór alþjóðleg þing er verulegt og hluti af endurmenntun okkar. Mikil nauðsyn er líka á því að rannsóknarsamstarf sé eflt og menn kynni rannsóknir sínar á erlendum vettvangi. í þessu efni hefur hlutur lyfjafyrirtækja verið jákvæður og tengist sjaldan einhverri sérstakri markaðs- starfsemi af þeirra hálfu að öðru leyti um efnið. Meginþungi umræðu um þingfarir felst hins vegar í umfjöllun um samkomur þar sem mikill hluti erinda snýr að einu lyfi og afburðastöðu þess gagn- vart lyfjum keppinautanna. Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja eru ekki bundin við þetta eitt. Gríðarlegir fjármunir eru í markaðssókn á þeirra vegum, til dæmis mun Novartis hafa sett 36% af aflafé sínu í markaðs- kynningu eingöngu árið 2001 (1). Lyfjaiðnaðurinn mun setja frá 12-15 milljörðum dala í markaðsmál á ári hverju í Bandaríkjunum sem samsvarar um 8-15 þúsund dölum á hvern starfandi lækni þar í Iandi. Þetta samsvarar um 500 þúsund til 1 milljón íslenskra króna á lækni á ári. Með þessu er ekki haldið fram að slíkar upphæðir séu reiddar fram af fyrirtækjum hér á landi en þær eru vafalítið ekki lágar þó þær hafi aldrei komið fram. Ennfremur er mikill mannafli á ferð á vegum lyfjafyrirtækja í markaðskynningu, upplýsingar frá Bandaríkjunum benda til að einn lyfjakynnir sé starfandi fyrir hverja 4,7 lækna á stofu þar í landi. Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja geta verið margvísleg og nýlega skráði Moynihan (3) þessi samskipti, sem voru allt frá tiltölulega saklausum smágjöfum á borð við penna og gula límmiða með lyfjanafni yfir í samskipti sem eru allsendis óviðun- andi siðferðilega. Þar má nefna ritun greina í nafni læknanna (ghostwriting), há laun fyrir fyrirlestra og ráðgjöf til leiðtoga í læknastétt lækna fyrir að tíunda ágæti lyfjafyrirtækis, lúxusferðir á fjarlæga ferðamannastaði og uppihald með glæsiveislum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig slíku hef- ur verið háttað hér á landi. Af hverju eru samskipti af þessu tagi ekki í lagi? Augljóst er að þau bjóða upp á verulega hagsmuna- árekstra, svo mikla að þau þola illa dagsins ljós, og það sem kannski skiptir mestu máli, sjúklingar okkar gætu ekki sætt sig við þá. Eitt af því síðasta sem við læknar almennt viljum tengja okkur við er athæfi sent gæti kastað rýrð á samskipti við sjúk- linga okkar, miklu máli skiptir að það traust hald- ist. Telji sjúklingurinn að þekking og álit læknis á lyfi sem hann ávísar sé til komið vegna óeðlilegra samskipta við framleiðandann er líklegt að trún- aðartraustið bili. Hvað finnst læknum sjálfum um þetta? Engar rannsóknir eru til um það hér á landi, en tilfinning margra er sú að þeim læknum hérlendis fari fjölg- andi sem finnist samskiptin vera komin út fyrir allt velsæmi. í könnun sem gerð var (4) á nokkrum fjölda lækna við læknaskóla í Bandaríkjunum kom hins vegar í ljós að flestum fannst samskipti lækna og lyfjafyrirtækja vera í samræmi við sið- ferðiskennd þeirra. Dæmi um gjafir og risnu voru pennar, 30-40 þúsund króna bækur, ókeypis hádeg- is- og kvöldverðir og ferðir á næsta bar með lyfja- kynni að lokinni vinnu á föstudagseftirmiðdögum. í yfirgripsmikilli samantekt (5) á áhrifum þessara samskipta voru dregnar saman niðurstöður úr 16 rannsóknum. Um var að ræða ýmis konar sam- skipti, fundi, gjafir, ókeypis lyfjasýnishorn, ókeypis málsverði, ferðalög og gistingu á ráðstefnum, fyrir- lestrahald í boði lyfjafyrirtækja. Þessi samskipti höfðu mjög mælanleg áhrif á lyfjanotkun lækna. 234 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.