Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 11
RITSTJÚRNARGREINAR Læknar sem nutu svona gestrisni voru líklegri til þess að nota lyf fyrirtækjanna, ólíklegri til að ávísa samheitalyfi og líklegri til þess að óska eftir því að lyf fyrirtækisins færu á lyfjalista sjúkrahúss síns. Þessi lyfjanotkun var oft metin þannig að hún væri kostnaðarsöm og ekki alltaf skynsamleg á þann veg að nýja lyfið hefði neitt fram að færa umfram eldri lyf. Ahugavert var að í nokkrum rannsókn- anna kom í ljós að því fleiri gjafir sem læknirinn fékk þeim mun líklegri var hann til þess að telja að gjafirnar hefðu ekki áhrif á ávísanavenjur sínar. Engar skráðar upplýsingar eru til um þessi áhrif hérlendis, en ólíklegt er að greindarvísitala og sið- ferðisstyrkur okkar íslenskra lækna sé frábrugðinn því sem gerist og gengur meðal kollega okkar í nálægum löndum. Þetta sýnir ef til vill betur en margt annað að Milton Friedman hafði rétt fyrir sér, „there is no such thing as a free lunch Hér skal tekið undir með formanni Læknafé- lagsins í nýlegum pistli í Læknablaðinu að mál er að linni (6). Margt j ák vætt hefur verið gert í þessum efnum hérlendis, samningur er milli Læknafélags Islands og lyfjafyrirtækja um samskiptin (7), Land- spítalinn hefur sett reglur um þetta efni (8). Að þessum atriðum er einnig vikið í sáttmála lækna sem er afrakstur verkefnisins Fagmennska í lækn- isfræði (The Medical Professionalism Project) og var unnið af samtökum lyflækna í Bandaríkjunum og Evrópu (9). Jafnframt gaf GlaxoSmithKline ehf. út reglur um starfsvenjur (10) þar sem skýrar reglur eru settar fram um samskipti lyfjakynna og lækna. I vöxt fer að yfirmenn stofnana áskilji sér rétt til að stjórna samskiptunum og hafa meðal annars um það að segja hverjir fari í ferðir á vegum lyfjafyrirtækja og á hvaða forsendum. Allt er þetta mjög af hinu góða og sýnir þroska þeirra sem að þessum málum standa. Eigi að síður eru engin viðurlög við brotum á ofangreindum samningum og reglum og helst vildum við vera laus við slíkt. Mestu máli skiptir hér hvað læknum sjálfum finnst, þeir einir geta í reynd komið þessum samskiptum á þann veg að þoli dagsljós. Þau þurfa að vera trú- verðug og traustvekjandi, að öðrum kosti munu þau rýra samskipti lækna og sjúklinga og þá er vissulega verr af stað farið en heima setið. Sú litla menntun sem fæst af þessum samskiptum fer þá fljótlega fyrir bí. Ennfremur væri áhugavert að fá fram hvað læknanemum hér á landi finnst um þessi mál. Bandarísku læknanemasamtökin hafa hrundið af stokkunum átaki sem þeir nefna „PharmFree" þar sem þess er krafist að gjöfum, ókeypis málsverð- um, menntun greiddri af lyfjafyrirtækjum og fyrir- lestrum verði hætt. Ef til vill mun hin nýja kynslóð skipta hér sköpum, en einhvern veginn læðist að manni sá grunur að góður ásetningur þeirra dugi ekki til þó bragð sé að þá barnið finnur. Vegurinn til heljar er nefnilega varðaður góðum áformum. Læknar einir geta á þessu tekið. Við eigum ekki að taka við gjöfum, þiggja risnu, þjónustu eða annað frá lyfjaiðnaðinum ef það gæti orðið til þess að draga úr fagmennsku okkar eða svo gæti virst sem úr fagmennsku okkar sé dregið. Við þurfum að spyrja okkur nokkurra spurninga þegar við stöndum frammi fyrir þessu: 1) Hvað myndi sjúk- lingum mínum finnast um þessi samskipti, hvað finnst almenningi? Hvernig myndi mér líða ef þessi tengsl kæmu fram í fjölmiðlum? 2) Hver er tilgang- ur lyfjafyrirtækisins með þessu boði? 3) Hvað ætli kollegum mínum þyki um þetta? Hvað myndi ég sjálf/sjálfur halda ef minn eiginn læknir þæði þetta boð? Þessi sjónarmið hafa komið fram í afstöðu American College of Physicians til þessara mála (11). Þau má einnig finna í leiðbeiningum um góða starfsháttu lækna sem Landlæknisembættið er í þann mund að láta frá sér fara (12). Þessum samskiptum væri til mikils framdráttar ef lyfjafyrirtækin tækju sjálf þá ákvörðun að setja þá fjármuni (eða eitthvað af þeim) sem í þessa risnu fara í sameiginlegan sjóð sem unnt væri að nota til þess að styrkja lækna til símenntunar, endurmenntunar, ferðalaga á læknaþing og svo framvegis. Gjafir ættu aldrei að vera nema hóf- legar og smávægilegar og tengjast starfi lækna á einhvern hátt. í nálægum löndum hefur stundum verið miðað við að gjafir ættu ekki að nema hærra verðgildi en um það bil þúsund krónum. Greiðlega þarf að ganga að afla upplýsinga um samskiptin, þau mega ekki vera leyndarmál, leyndarmál eru oftast tortryggileg. Boltinn í þessum leik er því á vallarhelmingi okkar lækna. Við getum með skýr- ari siðferðilegri sýn tekið á þessu máli. Að öðrum kosti er líklegt að löggjafinn sjái um það. Heimildir 1. Blumenthal D. Doctors and Drug Companies. N Engl J Med 2004; 351:1885-90. 2. Morgunblaðið 2005; 10. febrúar: 11. 3. Moynihan R. Who pays for the pizza? Redefining the relation- ships between doctors and drug companies. 1: entanglement. BMJ2003; 326:1189-92. 4. Brett AS, Burr W, Moloo J. Are gifts from pharmaceutical companies ethically problematic? A survey of physicians. Arch Intern Med 2003; 163:2213-8. 5. Wazana A. Physicians and the Pharmaceutical Industry. Is a Gift ever Just a Gift? JAMA 2000; 283:373-80. 6. Sveinsson S. Mál er að linni. Læknablaðið 2004; 90: 293. 7. Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja. Samningur milli Lækna- félags Islands og Samtaka verslunarinnar. Læknablaðið 2000; 86: 794. 8. Reglur um kynningar á tækjum, lyfjum, rekstrarvörum og þjón- ustu á LSH og samskipti kynna og starfsmanna spítalans. www.landspitali.is 9. Sáttmáli lækna. Læknablaðið 2004:90:162-5. 10. GlaxoSmithKline ehf. Reglur um starfsvenjur, janúar 2005. 11. Coyle SL. Physcian-Industry Relations. Part 1: Individual Physicians. Ann Intern Med 2002; 136: 396-402. 12. Góðir starfshættir lækna. Landlæknisembættið, mars 2005. www.landlaeknir.is Læknablaðið 2005/91 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.