Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 14

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 14
FRÆÐIGREINAR / ÞVAGFÆRAAÐGERÐIR Mynd 1. Togfrítt skeiðarband sem fannst við blöðruspeglun innan við blöðruslímhúð. Mynd 2. Bólguhnúður í blöðruþaki sökum óuppleysanlegs þráðar sem gengið hafði gegnum blöðruvegginn. Myndin tekin við blöðruspeglun. Taf la 1. Sjúkdómseirtkenni fyrir enduraögerðir (fjöldi sjúklinga=10). Fjöldi sjúklinga meó ákveóió einkenni Sjúkdómseinkenni* Þvagfærasýking 8 Þvagleki 4 Verkir í grindarholi 5 Verkir yfir blöðrustað 4 Verkir við samfarir 3 Bráðamiga 4 Tíð þvaglát 3 Þvagteppa 2 Bjúgsöfnun á ytri buröarbörmum 1 Blóðmiga (sýnileg) 3 * Sumir sjúklingar meö fleiri en eitt einkenni. hjá öllum sjúklingunum með tilliti til brotthvarfs sjúkdómseinkenna, en einn hefur áfram verið með verki eftir enduraðgerð sem svara vel verkjalyfja- meðferð. Ályktun: Fylgikvillar eftir þvaglekaaðgerðir þar sem óuppleysanlegir þræðir eða gerviefni eru notuð geta verið mjög þrálátir. Misjafnt mjög er hvenær fylgikvillar uppgötvast. Þvagfærasýkingar, nýtilkomin þvaglátaeinkenni og verkir eru algeng- ustu einkennin. Brýnt er að útiloka ótila sem orsök slíkra fylgikvilla þegar afturbati er ekki eðlilegur. Enduraðgerðir geta verið vandasamar, en árangur þó góður yfirleitt. Inngangur Við þvaglekaaðgerðir hjá konum er stundum notaður þráður eða gerviefni er eyðist eigi, sem aftur býður hættunni heim ef slíkt brýtur sér leið innan þvagvega og getur gefið mismunandi þvag- látaeinkenni eins og verki og sýkingar. Það kallast ótili (corpus alienum, aðskotahlutur) þegar þræðir eða gerviefni finnast utan alfaraleiðar á stöðum innan þvagvega eða ef þeir valda einkennum og fylgikvillum sökum staðsetningar sinnar. Tilgangur rannsóknarinnar var að yfirfara árangur endurað- gerða sem framkvæmdar voru af greinarhöfundi. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var aftursæ og náði yfir tíu sjúklinga sem var vísað til greinarhöfundar vegna þvag- látaeinkenna eða verkja eftir þvaglekaaðgerðir framkvæmdar af öðrum læknum og þurftu í fram- haldinu að undirgangast skurðaðgerð vegna stað- festra ótila. Enduraðgerðirnar voru framkvæmdar á Handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á tímabilinu mars 1996 - maí 2004. Öllum sjúklingunum var fylgt eftir aðgerð af höfundi og sjúkraskrár yfirfarnar að nýju fyrir þetta uppgjör. Niðurstöður eru gefnar sem miðtala (median) ásamt hæsta og lægsta tölugildi. Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd FSA. Niðurstöður Tíu sjúklingar með miðtölu aldurs 59,5 ár (28-82) undirgengust enduraðgerð. Fjöldi legudaga var 5,5 (1-13) eftir fyrstu enduraðgerð (níu sjúklingar), en 11 (8-11) eftir aðra enduraðgerð (þrír sjúklingar). Algengustu einkenni fyrir enduraðgerðir eru sýnd í töflu I. Einungis tveir sjúklingar höfðu verið ein- kennalausir eftir hina eiginlegu þvaglekaaðgerð í þrjá og sex mánuði. Níu sjúklingar voru greindir við blöðruspeglun (mynd I, II og III). Hjá tveimur sást einnig kölkun á stað þvagfæra við myndgrein- ingu, sem gaf grun um steinamyndun á aðskotahlut innan þvagvega. Fjórir höfðu áður farið í aðgerð með togfríu skeiðarbandi (TVT, tension-free vaginal tape, Gynecare™ TVT), fjórir aðrir í nál- arupphengingu á þvagrás (needle suspension of urethra) og tveir í ofanklyfta aðgerð þar sem gerð var skeiðar- og þvagrásarupphenging (Burch- og Lapides aðgerðir). Hjá öllum átta sjúklingunum sem fóru í aðgerð með togfríu skeiðarbandi eða nálarupphengingu á þvagrás var gerð blöðruspegl- un í upprunalegu aðgerðinni. Þessar aðgerðir voru gerðar hálfum til 56 mánuðum áður en til endurað- gerða kom, en einn sjúklingur þurfti að fara í aðra enduraðgerð tveimur mánuðum síðar og tveir 14 mánuðum síðar. Tveir sjúklingar fóru í endurað- gerð innan sex mánaða, aðrir tveir innan tólf, 24 Læknablaðið 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.