Læknablaðið - 15.03.2005, Page 19
FRÆÐIGREINAR / AUGNLÆKNINGAR
Aðgerðir við gati í makúlu
(miðgróf) augans
Alfreð Harðarson1
LÆKNIR í FRAMHALDSNÁMI
Einar Stefánsson1,2
SÉRFRÆÐINGUR í
AUGNLÆKNINGUM
Haraldur
Sigurðsson1,2
SÉRFRÆÐINGUR í
AUGNLÆKNINGUM
Ingimundur
Gíslason1,2
SÉRFRÆÐINGUR í
AUGNLÆKNINGUM
'Augnlækningadeild
Landspítala, Eiríksgötu 37,
101 Reykjavík, 2læknadeild
Háskóla íslands.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Ingimundur Gíslason,
Augndeild Landspítala.
ingim ung@landspitali. is
Lykilorð; sjónhimna, rnakúla,
makúlugat, glerhlaupsaðgerð.
Ágrip
Tilgangur: Að meta árangur af makúlugatsaðgerð-
um á íslandi frá þær hófust 1996 til loka árs 2002.
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrá
allra þeirra 25 sjúklinga sem fóru í makúlugats-
aðgerðir á Islandi á áðurnefndu tímabili. Sjón
var mæld fyrir og eftir aðgerð. Skráð var stigun
gats fyrir aðgerð og hve stórt hlutfall þeirra greri
eftir aðgerð og hvort einhver viðbótarmeðferð
var notuð í aðgerðinni. Borinn var saman árangur
þegar mismunandi viðbótarmeðferð var notuð.
Niðurstöður: Anatómískur árangur (gat lokað-
ist) var 72% eftir eina aðgerð og 79% eftir tvær
aðgerðir. Sjón batnaði um tvær línur í 11 augum
af 29 (38%), sjón var sú sama (það er batnaði
eða versnaði minna en >2 li'nur) í 16 augum af
29 (55%) og sjón versnaði um a2 línur í tveimur
augum af 29 (7%). Ekki var marktækur munur á
því hvaða viðbótarmeðferð var notuð.
Ályktun: Anatómískur árangur á makúlugatsað-
gerð hér á landi er sambærilegur við árangur
erlendis. Það varð marktækt betri sjón eftir aðgerð,
en þó var sjónbati hér á landi minni en í erlendum
rannsóknum.
Inngangur
Makúlugat er fullþykktargat í miðgróf sjónhimnu
(foveu eða foveolu) og var fyrst lýst af Knapp
árið 1869 (1) (mynd 1). Ýmsar kenningar hafa
verið um meinmyndun makúlugats en sú kenning
sem hefur fengið hvað mest fylgi er að tog frá
glerhlaupi augans valdi makúlugati, nreð eða án
Mynd 1. Priðja stigs makúlugat.
ENGLISH SUMMARY
Harðarson A, Stefánsson E, Sigurðsson H,
Gíslason I
Results of Macula Hole Surgery in lceland
1996-2002
Læknablaðið 2005; 91: 243-7
Objective: To evaluate retrospectively the results of
macular hole surgery in lceland 1996-2002.
Material and methods: 25 patients underwent macular
hole surgery in this time period. Data was obtained
from hospital records of all those patients. Best cor-
rected vision vas measured before and after surgery.
The staging of the macular hole was evaluated before
surgery and anatomical closure after surgery was
recorded. Any adjuvants used during the operation
were noted, and determined if there were any differ-
ences in outcomes depending on which adjuvants
were used.
Results: After one operation the anatomical success
was 72% and 79% after two surgeries. Visual acuity
improved a2 lines on the Snellen card in 11 of 29 eyes
(38%); vision stayed the same (did not imrove or get
worse of more then >2 lines) in 16 of 29 eyes (55%),
and deteriorated a2 lines in two of 29 eyes (7%). There
were no significant clinical differences in which adju-
vant therapy was used.
Conclusions: Anatomical success of macular hole
surgery in lceland was comparable with results in for-
eign studies. The visual outcome was significally better
after surgery, but those results were not as good as in
foreign studies.
Keywords: retina, macula, macula hole, vitrectomy.
Correspondence: Ingimundur Gislason,
ingimung@landspitall.is
þess að himna sé til staðar á yfirborði sjónhimnu
(epiretinal himna), sem felst í bandvefsþykknun á
innra borði sjónhimnu. Meðferð makúlugats hefur
verið beint að þessum þáttum, það er að minnka
tog frá glerhlaupi og fjarlægja himnu af yfirborði
sjónhimnu, sé hún til staðar (2-4).
Algengi makúlugats er um 3,3 á hverja 1000
íbúa sem eru yfir 55 ára, og er tvisvar til þrisvar
sinnum algengara hjá konum. Flestir eru 50-80 ára
þegar þeir greinast og með eðlilegt sjónlag (5), en
þó getur verið að nærsýni sé áhættuþáttur (6).
Þróunarferli makúlugats er skipt í fjögur stig.
Þessum stigum var fyrst lýst af Gass árið 1988, en
þau eru: (3)
Læknablaðið 2005/91 243