Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 27

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 27
FRÆÐIGREINAR / KRÍLFISKIEITRUN Krílfiskieitrun á íslenskum veitingastað Guðrún Sig- mundsdóttir SÉRFRÆÐINGUR í SMITSJÚKDÓMUM OG SÝKLAFRÆÐI Sigmundur Magnússon BLÓÐMEINAFRÆÐINGUR, SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG BLÓÐSJÚKDÓMUM Rögnvaldur Ingólfsson DÝRALÆKNIR Ingibjörg Rósa Þorvaldsdóttir MATVÆLAFRÆÐINGUR Vilhelmína Haraldsdóttir SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG BLÓÐSJÚKDÓMUM Davíð Gíslason SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG OFNÆMISSJÚKDÓMUM Fyrirspumir og bréfaskipti: Guðrún Sigmundsdóttir, Sóttvarnasviði landlæknis- embættisins, Austurströnd 5, 170 Seltjarnarnesi. gudnin@landlaeknir.is Sími 510 1900, fax 510 1020. Lykilorð: histamíneitrun, túnfiskur. Ágrip Greint er frá fjórum tilfellum af krflfiskieitrun. Þrír karlmenn sátu hádegisverðarfund á veitinga- húsi í Reykjavík og borðuðu allir sama rétt, sam- loku með hráum túnfiski. Allir þrír fengu svipuð einkenni sem voru misslæm með hita og roða í andliti og á höndum. Einkennin komu fljótt fram, hjá þeim fyrsta áður en neyslu matarins var lokið og hjá þeim síðasta tveimur tímum seinna. Önnur einkenni sem þeir lýstu voru ákafur sviti, þorstatil- finning og púlserandi hjartsláttur. Einkennin hurfu án meðferðar eftir nokkra klukkutíma en tveir mannanna fundu fyrir þreytu í nokkra daga á eftir. Sýni voru tekin úr túnfiskinum og mældist histamínmagn nægilegt til að valda einkennum við neyslu fisksins. Einnig er greint frá tilfelli með svipuðum einkennum eftir neyslu á niðursoðnum túnfiski í blönduðu salati. Krflfiskieitrun getur orðið eftir neyslu fiskteg- unda með dökkt hold og hátt innihald af histidíni en decarboxýlasi frá Gram-neikvæðum bakteríum (til dæmis E. coli og Klebsíellá) breytir histidíni í histamín. Algengasta fisktegundin er túnfiskur. Mikilvægt er að greina frá eitrunareinkennum sem þessum og bæta þannig greiningu tilfella. Auk þess er unnt að koma í veg fyrir önnur tilfelli með bættum geymsluaðferðum fisksins. Inngangur Síðastliðna áratugi má í auknum mæli sjá áhrif fjöl- þjóðamenningar á íslenskt samfélag og koma þau áhrif ekki síst fram í aukinni fjölbreytni í matarræði. Hefð er fyrir neyslu hrás sjávarfangs hérlendis, en hún hefur þó einna helst takmarkast við hákarl, sfldarrétti, kaldreyktan og grafinn lax. Dæmi um nýja rétti á borðum landsmanna í heimahúsum og á veitingastöðum eru meðal annars sushi, ostrur og hrár túnfiskur. Með neyslu nýrra rétta skapast áður óþekktir áhættuþættir hérlendis sem eru þó vel þekktir í öðrum löndum þar sem neysla þessara rétta á sér lengri hefð. Orsakirnar geta verið eitran- ir eða sýkingar sem mikilvægt er að læknar þekki og geti greint þótt þær séu ekki mjög algengar. Við viljum í þessari grein vekja athygli á eitur- áhrifum sem geta komið fyrir við neyslu fisks með dökku holdi (scombroid poisoning) (1). Þekktustu tegundir hér á landi af þessu tagi eru fiskar af mak- rflsætt (Scombridae), svo sem makrfll og túnfiskur. Þaðan er nafn þessarar eitrunar komið en hún hefur fengið heitið krflfiskieitrun á íslensku (2). Þótt ENGLISH SUMMARY Sigmundsdóttir G, Magnússon S, Ingólfsson R, Þorvaldsdóttir IR, Haraldsdóttir V, Gíslason D Scombroid Poisoning at an lcelandic Restaurant Læknablaðið 2005; 91:251-3 We report four cases of scombroid poisoning. During a lunch meeting three males had the same dish: a club sandwich with raw tuna. All developed erythema over the face and neck within two hours of eating the tuna. The severity of symptoms varied. Other symptoms were profuse sweating, a feeling of intense thirst and palpitations. The symptoms disappeared after few hours. Samples obtained from the tuna revealed histamine levels above the recommended FDA levels. We also report a case with similar symptoms after eating canned tuna in a mixed salad. Scombroid poisoning has been associated with the consumption of dark-fleshed fish with high levels of histidine, which can be converted to histamine by decarboxylase from Gram-negative bacteria in the fish. The fish most often implicated is tuna. It is of great importance to increase the awareness of this type of poisoning for correct diagnosis and to prevent other cases by improving storage. Key words: scombroid poisoning, tuna. Correspondence: Guðrún Sigmundsdóttir, gudrun@iandtaeknir.is makrfll og túnfiskur séu helst nefndir í sambandi við þessa eitrun geta fiskar af öðrum ættum með dökkt hold, svo sem sfld, ansjósa, sardína og jafnvel lax valdið eitrun (3). Sameiginlegt þessum fiskteg- undum er að í vöðvum þeirra er mikið af histidíni (4). Bakteríur sem innihalda decarboxýlasa geta umbreytt histidíni í histamín ef geymsluaðferðir eru ófullnægjandi. Helstu bakteríur sem að þessu stuðla eru E. coli, Proteus og Klebsíella en fleiri bakteríur koma einnig til greina (5). Efnahvörfin gerast hratt og getur töluvert af histamíni myndast á þremur til fimm klukkustundum ef fiskurinn er geymdur við hitastig yfir 4°C (3) eða í tvo til þrjá tíma við 20°C (5). Talið er að histamínið valdi eitr- unareinkennunum þótt ekki sé útilokað að önnur eiturefni myndist við rotnun í fiskinum (putrecine, cadaverine). í þessari grein er greint frá fjórum til- fellum histamíneitrunar sem upp komu eftir neyslu túnfisks á veitingahúsum í Reykjavík. Sjúkratilfelli 1 Föstudag einn í febrúar 2004 sátu þrír menn á Læknablaðið 2005/91 251

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.