Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 35

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 35
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Ágrip erinda E 01 Smáæðablóðflæði í slímhúð smáþarma skoðað með orthogonal polarization spectral imaging (OPS) tækni Gísli H. Sigurðsson', Luzius Hiltebrand2, Vladimir Krejci3 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2Svæfingadeild, Washington University, St Louis, USA. 3Svæfinga- og gjörgæsludeild, Inselspital í Bern, Sviss gislihs@landspitali.is Inngangur: Það hefur verið sýnt fram á með laser Doppler (LDF) mælingum að blóðflæði í sumum smáæðum líkamans sveiflast reglulega frá lágflæði til háflæðis á 10-30 sekúndna fresti (flow motion, FM). Hreyfingar í æðavegg sem framkalla breytingar í flæði eru kallaðar vasomotion. Það hefur þó ekki verið óyggj- andi sýnt fram á að þessar reglulegu hreyfingar í æðavegg valdi breytingum á blóðflæði. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort þessar sveiflur í smáæðablóðflæði sem hafa mælst með LDF endurspegli raunverulegar sveiflur á flæði. Efniviður og aðferðir: Smáæðablóðflæði var mælt með fjöl- nema-LDF mæli og orthogonal polarization spectral imaging (OPS) tækni. Það síðarnefnda er einskonar smásjármyndbands- upptaka af blóðflæði í smáæðum/háræðum (microcirculatory blood flow). OPS mælingin er gerð án þess að koma við vefinn, án þess að lýsa hann upp eða lýsa í gegnum hann (virtual back- lightning). Þannig er lítil hætta á að mælingin sjálf valdi truflun á starfsemi frumnanna í vefnum sem verið er að rannsaka öfugt við aðrar aðferðir, svo sem intravital smásjárskoðun sem truflar lífeðlisfræði frumna og vefja. Átta svín voru svæfð og lögð í önd- unarvél. Smáæðablóðflæði var mælt bæði í slímhúð og vöðva- lagi smágirnis, með þremur LDF nemum hvort. Mælingar voru gerðar á útslagi (amplitude) og tíðni sveiflna í smáæðablóðflæði (FM) sem voru sýnilegar á LDF. Jafnframt var stöðug mæling gerð með OPS tækni í smágirnisslímhúð. Helstu niðurstöður: Sýnt var fram á tilvist FM (meðal tíðni 5,5 bpm) í smágirnisslímhúð allra dýranna sem rannsökuð voru með LDF, að minnsta kosli í einum nema (í flestum lilvikum í öllum þrem). Aftur á móti sást engin FM í vöðvalagi smáþarm- anna. OPS mælingin staðfesti á óyggjandi hátt að flæði minnkar reglulega (sama tíðni og LDF mælingin) í smáæðum slímhúðar þarma og stöðvast alveg í nokkrar sekúndur í senn áður en það smáeykst aftur upp í ákveðið hámark áður það lækkaði enn á ný. Það var einnig sýnt fram á að FM var ekki í takt í aðliggjandi æðum sem bendir til að staðbundnir þættir stjórni þessum hreyf- ingum. Enn fremur sýndi OPS tæknin að FM á sér stað í smá- girnistotunum (villi). Ályktanir: Mælingar með orthogonal polarization spectral imaging (OPS) tækni taka af allan vafa um að reglulegar sveiflur í smáæðablóðflæði sem mælast með LDF tækni eru raunveru- legar sveiflur í smáæðablóðflæði (flow motion). Flæðið getur sveiflast frá hámarksflæði niður í nánast ekkert flæði á 6-10 sek- úndum. OPS tæknin sýndi ennfremur að þessar sveiflur eiga sér einnig stað í smágirnistotunum (villi). E 02 Bráðaflokkun í slysum, hryðjuverkum, stríði og ham- förum Brynjólfur Mogensen', Siguröur Guðmundsson2 'Landspítali, 2Landlæknisembættið, L2Háskóli Islands brynjolf@landspitali.is Inngangur: I slysum, hryðjuverkum, stríði og hamförum eru skjót og markviss viðbrögð samfélagsins nauðsynleg þegar margir slasast. Það verður meðal annars að bráðaflokka hina slösuðu og gera nánara áverkamat ef nauðsyn krefur. Líflæknir Napóleons innleiddi bráðaflokkun sem hefur síðan verið í stöð- ugri þróun. Flokkunarkerfi fyrir slasaða verður að vera heildstætt, einfalt, fljótlegt og áreiðanlegt. Sérmerkingar eru nauðsynlegar fyrir eiturefni, sýklavá og geislun meðal annars til að fyrirbyggja smitun, auðvelda hreinsun og bæta meðferð. Efniviður og aðferðir: Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að taka í notkun einfalt en áreiðanlegt bráðaflokkunarkerfi fyrir slasaða á Islandi sem heilbrigðisstarfsmenn og aðrir vel þjálfaðir geta notað þegar á reynir. Á vettvangi eru viðmiðin í bráðaflokkun: Meðvitund, göngu- geta, öndun og púls. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraflutn- ingsaðilar og lögregla geta sinnt bráðaflokkun. Á söfnunarsvæði slasaðra er áverkamatið nákvæmara og byggir meðal annars á Glasgow coma scale, öndun og blóðþrýstingi ásamt nákvæmri líkamsskoðun. Læknar og hjúkrunarfræðingar gera yfirleitt áverkamat. Sérmerkingar fyrir eiturefni, lífrænt eitur eða sýklavá og geislun eru hluti af bráðaflokkun en eru eingöngu notaðar ef grunur er um slíka vá. Heilbrigðisstarfsmenn og sjúkra- flutningsaðilar leysa þetta starf af hendi að öllu jöfnu best. Ályktun: í endurskipulagningu á viðbrögðum vegna slysa, hryðju- verka, stríðs og hamfara er verið að taka í notkun nýja bráða- flokkun, áverkamat og sérmerkingar vegna eiturefna, sýklavá og geislun. Mat á hinum slösuðu og þjónustan verður betri og áreiðanlegri. Bráðaflokkun er líka hægt að nota dagsdaglega þótt um einstakt slys sé að ræða. E 03 Strómaæxli í daus Halla Viðarsdóttir'-2, Páll Helgi Möller'2, Sigurgeir Kjartansson2, Geir Tryggvason2, Jón Gunnlaugur Jónasson1-3-4 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Skurðlækningadeild Landspítala Hringbraut, 'Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 4Krabbameinsskrá Krabbameins- félags íslands pallm@lsh.is Strómaæxli (Gastrolntestinal Stromal Tumour, GIST) eru algengustu bandvefskímsæxli (mesenchymal tumour) í melt- ingarvegi en talið er að um 15 einstaklingar greinist árlega með sjúkdóminn á hverja 1.000.000 íbúa. GIST geta komið fyrir hvar sem er í meltingarvegi. GIST koma fyrir í 50-60% tilfella í maga, Læknablaðið 2005/91 259

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.