Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2005, Side 37

Læknablaðið - 15.03.2005, Side 37
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA E 06 Lifrarskurðaðgerðir á Landakoti 1977-1992 Bergþór Björnsson, Sigurgeir Kjartansson Skurðsvið Landspítala bergthor@landspitali. is Inngangur: Aðgerðum vegna lifraræxla hefur farið fjölgandi, bæði hérlendis og erlendis, á síðastliðnum áratugum. Komið hafa fram ný tæki sem eiga að auðvelda aðgerðir af þessu tagi og árangur þeirra hefur batnað. Tilgangur þessarar rannsóknar var að taka saman ábendingar og árangur lifrarskurðaðgerða á Landakoti á árabilinu 1977-1992. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga sem gengust undir aðgerðir á lifur á Landakoti á árunum 1977 til 1992. Sérstaklega var skoðað hve mikið blæddi í aðgerð, hvaða hlutar lifrar voru fjarlægðir, vefja- greining og lifun. Niðurstöður: Gerðar voru 26 aðgerðir á tímabilinu. Niðurstöður ná til 23 aðgerða. Karlar voru 11 en konur 12. Meðalaldur við aðgerð var 55,5 ár. í 17 aðgerðum var heilt lifrarblað fjarlægt. Meðalblæðing var tæplega 4,2 lítrar og meðalblóðgjöf var 7,5 einingar. í 17 tilfellum var um að ræða frumkomin lifraræxli en í sex tilfellum voru aðgerðir gerðar vegna meinvarpa. Af frum- komnum lifraræxlum voru 11 illkynja. Meinvörp voru kirtilæxli í fimm tilfellum, þrjú frá ristli, eitt frá nýrnahettu og eitt frá nýra. Eitt meinvarp var „carcinoid“ og var það frá maga. Af sjúk- lingum með lifrarfrumuæxli eru fimm á lífi að meðaltali tæplega 19,5 árum eftir aðgerð. Meðallifun þeirra sem eru látnir eftir aðgerð vegna lifrarfrumuæxla var 2,6 ár. Einn sjúklingur er á lífi eftir lifraraðgerð vegna meinvarps, 11,7 árum eftir aðgerð, það meinvarp var frá nýra. Meðallifun annarra sjúklinga sem undir- gengust aðgerð vegna meinvarpa var 0,7 ár, í þeim hópi var einn sjúklingur sem lést innan 30 daga frá aðgerð. Ályktanir: 1) Frumkomin lifraræxli voru hlutfallslega algengari en vænta mátti. 2) Aðgerðir vegna frumkominna lifraræxla gáfu góðan árangur. 3) Aðgerðir vegna meinvarpa voru ekki eins árangursríkar. 4) Blæðing í aðgerðum var meiri heldur en ásætt- anlegt þætti nú á dögum. E 07 Sigrumst á sýklasótt - The surviving sepsis campaign Gísli H. Sigurðsson Svæfinga og gjörgæsludeild, Landspítali og læknadeild Háskóla Islands gislihs@landspitali. is Inngangur: Sepsis, eða sýklasótt á íslensku, er flókið sjúkdóms- ástand sem erfitt er að skilgreina, greina og meðhöndla. Þetta kallast ekki sjúkdómur heldur klínískt ástand (syndrome) sem getur tekið á sig ótal myndir og er orsakað af ónæmissvari lík- amans við alvarlegri sýkingu. Ef ástandið þróast yfir í alvarlega sýklasótt (severe sepsis) eða sýklasóttarlost (septic shock) fer að bera á truflunum á einu eða fleiri líffærakerfum (fjöllíffærabil- un), sem leiðir oftast til dauða ef ekkert er að gert. Klínísk mynd getur verið fjölbreytt og mismunandi eftir sjúklingum og erfitt að sjá fyrir þróun ástandsins í hverju tilfelli. Algengi sýklasóttar og dánartölur: Klínískur gangur sýklasóttar getur verið hraður, einkennin fjölbreytileg og ástandið leitt til dauða á skömmum tíma. Sjúklingar með alvarlega sýklasótt eða sýklasóttarlost deyja í um 30% tilvika innan mánaðar frá grein- ingu og um helmingur innan sex mánaða. Það deyja fleiri vegna alvarlegrar sýklasóttar en vegna krabbameins í lungum, brjósti og ristli samanlagt. Þetta er því ein algengasta dánarorsök sjúklinga á gjörgæsludeildum í dag. Tilfellum með alvarlega sýklasótt hefur fjölgað á undanförnum árum og talið að þeim eigi eftir að fjölga um 1,5% á ári, að minnsta kosti næstu 20 árin. Þetta mun leiða til einnar millj- ónar tilfella á ári í viðbót í Bandaríkjunum árið 2020. Þetta mun ekki eingöngu auka fjölda þeirra sem látast í alvarlegri sýklasótt, heldur einnig leggja gífurlegar fjárhagslegar álögur á heilbrigðiskerfið. Fjölgun tilfella á sér margar skýringar: aukið sýklalyfjaónæmi, aukin notkun á ífarandi aðferðum við greiningu og meðferð sjúkdóma, aukinn fjöldi einstaklinga sem lifa lengi með lang- varandi sjúkdóma sem hafa hamlandi áhrif á ónæmiskerfið, mikil aukning á fjölda aldraðra í samfélaginu. Aldraðir eru í aukinni hættu þar sem þeir eru veikari fyrir sýkingum almennt vegna aldurs. Þeir eru auk þess oft með langvarandi sjúkdóma, eru oftar útsettir fyrir ífarandi aðgerðum og vandamálum sem tengjast því að þeir vistast á stofnunum. Átak um meðferð við sýklasótt: Á síðastliðnu ári tóku ellefu alþjóðleg samtök lækna, með evrópsku og amerísku gjörgæslu- læknasamtökin í broddi fylkingar, sig saman um að stofna til átaks um bætta meðferð við sýklasótt. Þau settu sér það mark- mið að lækka dánartíðni sýklasóttar um fjórðung á næstu fimm árum. Samtökin halda því fram að þetta sé mögulegt ef sú þekk- ing er nýtt sem þegar liggur fyrir í dag. Hluti af þessu átaki var að gefa út leiðbeiningar um meðferð á sýklasótt sem hafa nýlega verið staðfærðar og gefnar út á íslensku (Læknablaðið 2004; 90: 855-60). Þessar leiðbeiningar sem voru unnar af fjölda sér- fræðinga eru byggðar á gagnrýndri læknisfræði eins og kostur er. Lögð var áhersla á eftirfarandi þætti: (1) Heilbrigðisstarfsmenn þurfa að vera vakandi gagnvart fyrstu einkennum sýklasóttar og hraða greiningu eins og mögulegt er - þar með talið töku sýna til sýklaræktana. (2) Gefa sýklalyf jafnskjótt og ræktunarsýni hafa verið tekin. (3) Halda uppi fullnægjandi blóðþrýstingi og hjarta- útfalli með hraðri vökvagjöf og lyfjum ef með þarf. (4) Vöktun á súrefnismettun miðbláæðablóðs. (5) Fjarlægja eða draga úr sýkingarorsök til dæmis tæma kýli eða draga út sýktan æðalegg þegar það á við. Annar mikilvægur þáttur í átakinu er að kynna mikilvægi sýklasóttar fyrir heilbrigðisstarfsmönnum þannig að þeir séu betur í stakk búnir til að þekkja snemmbúin einkenni og bregðast rétt við. Einnig er lögð áhersla á að kynna vandamálið almenn- ingi og stjórnmálamönnum þannig að aukin áhersla verði lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir og rannsóknir á komandi árum. Læknablaðið 2005/91 261

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.