Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 41

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 41
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA 1,5%. Eftirfylgni var 20,7 ár (19,5-22,8). Tíðni endurkomu var 12,7% (brjósklos á sama liðbili, sömu megin). 13,4% gengust undir aðgerð á mjóbaki á öðru liðbili. Meirihluti fólks, 80,5%, snéri aftur til fyrri vinnu en 20,9% misstu starfsgetu að hluta eða öllu leyti. Langflestir, 91%, voru ánægðir með árangurinn (mjög góður árangur: 68,7% og góður: 22,4%). 5,2% sjúklinga mátu árangurinn lítinn og 3,7% engan. 7,1% kvenna taldi árangurinn lítinn sem engan borið saman við 1,3% karlmanna. Það var ekki marktækur munur á mati árangurs hjá þeim sem fengu endurtek- ið brjósklos eða fóru aftur í aðgerð borið saman við hina. Ályktun: Árangur telst góður þar sem 80% snéru aftur til fyrri starfa og 91% voru ánægðir með batann. Endurtekið brjósklos á sama stað sást hjá 12,7% fólks og kom í flestum tilvikum allt að 10-20 árum eftir upphaflega aðgerð. Endurkoma brjóskloss áratugum síðar hafði lítil áhrif á mat sjúklings á aðgerð. Smá- sjáraðgerðir við brjósklosi í mjóbaki gefa mjög góðan árangur þegar til langs tíma er litið. E 17 Staðdeyfing við ómstýrðar sýnatökur frá hvekk Guðmundur Geirsson, Sólveig Einarsdóttir Læknastöðin Glæsibæ gug@landspitali.is Fjöldi sýnataka frá hvekk hafa farið stöðugt vaxandi hér á landi á síðustu árum. Hingað til hafa slrkar sýnatökur verið gerðar án deyfingar. Sýnt hefur verið fram á að >90% sjúklinga upplifa meðal til slæma verki við aðgerðina (1). Nýlegar erlendar rann- sóknir hafa sýnt að deyfing um endaþarm með lídókaín (2) og búbívakaín (3) hefur gefið góða raun við að minnka eða slá út verki við aðgerðina. Markmið með þessarar rannsóknar var að kanna áhrif búbívakaín deyfingar við sýnatökur frá hvekk. Efniviður og aðferð: Annar hver sjúklingur sem kom í sýnatöku á tímabilinu október 2004 - janúar 2005 fékk staðdeyfingu með 0,25% búbívakaín, þynnt til helminga með saltvatni. Með sjúk- ling í vinstri hliðarlegu var notaður ómhaus um endaþarm til að meta og mæla hvekk. Notuð var 22G og 18 cm löng mænunál (spinal) sem í voru sprautaðir 4 ml af deyfingarblöndu milli hvekks og sáðblöðru sitt hvoru megin. Tekin voru 6-10 ómstýrð sýni frá hvekk. Alls komu 22 sjúklingar og fékk helmingur þeirra deyfingu. Allir voru beðnir um að lýsa verk við ástungurnar miðað við skala frá 0-10 þar sem 0 var „enginn verkur“ og 10 var „versti verkur sem þeir höfðu upplifað". Niðurstöður: Meðalstigagjöf í deyfingarhópnum var 1,9 og 5,2 hjá þeim sem enga deyfingu fengu (p<0,001) (sjá töflu). Hópur N meóalaldur fjöldi sýna/ sjkl. verkja- P* stigun Búbívakaín deyfing 65.4 (36-82) 7.4 (6-10) 1.9 (0-5) 0.001 Engin deyfing ii 65.7 (50-73) 6.8 (6-8) 5.2 (1-8) *Mann-Whitney Rank Sum Test Ályktun: Staðdeyfing með búbívakaín gefur skjóta og marktæka deyfingu hjá sjúklingum sem fara í ómstýrða sýnatöku á hvekk. Hugsanlega mætti auka deyfingarárhrif með að nota sterkari blöndu lyfs. Heimildir 1. Zisman et al. J Urol 2001; 165; 445-54. 2. Leibovici et al. J Urol 2002; 167: 563-5. 3. Rabets et al. BJU Intemational; 93; 1216-7. E 18 Neyðarsímsvörun 112 árið 2004 Gísli E. Haraldsson'. Bergur Stefánsson1, Birgir Finnsson2, Guðmundur Jónsson2, Jón Magnús Kristjánsson1, Kristinn Guðmundsson3-4, Þórhallur Ólafsson4,Brynjólfur Mogensen1 'Slysa- og bráðasvið Landspítala, 2Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, 3Verk- fræðistofan Hnit hf„ 4Neyðarlínan gislihar@landspitaii.is Inngangur: Neyðarlínan tók til starfa 1. janúar 1996 í samræmi við lög um neyðarsímsvörun frá 1995. Þjónustan hefur aukist mikið og ný verkefni bætast stöðugt við, nú síðast tilkynningar um barnaverndarmál. Markmið rannsóknarinnar var að kanna umfang Neyðarlínu árið 2004 með áherslu á fyrstu viðbrögð heilbrigðis- og sjúkraflutningsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr gagnabanka Neyðarlínu fyrir árið 2004. Niðurstöður: Innhringingar í 112 voru samtals 312.775 og með- alsvartími 3,6 sekúndur. Óskað var meðal annars eftir: aðstoð lögreglu 82.664, sjúkraflutningi 21.390, aðstoð slökkviliðs 3719, aðstoð læknis 2704. f>á voru tilkynningar um ýmis slys 4586, slitin símtöl 107.359 og aðrar innhringingar 90.353. Önnur sím- töl skiptust í opinn farsíma 18.854, símaat 5180, 2276 ætluðu að hringja í 118 og björgun á sjó 213. Innhringingar um barnavernd- armál voru 589. Sjúkraflutningar á landinu voru samtals 25.919, þar af voru 20.375 á höfuðborgarsvæðinu og 5044 úti á landi. Á höfuðborg- arsvæðinu var forgangur (F) 1 í 29% tilvika, 8% í F 2,21 % í F 3 og 42% í F 4. í F1 útköllum voru heilbrigðis- og sjúkraflutningsaðilar mættir á staðinn frá því svarað var hjá 112 í 76% tilvika á innan við átta mínútum og í 91% tilvika innan 10 mínútna. í forgangi I á höfuðborgarsvæðinu voru innhringingar í 112, meðal annars vegna hjartavandamála 1016, meðvitundarmissis 433, krampa 372, slysa 359 og öndunarerfiðleika 179. Ályktun: Innhringingar í 112 eru mjög margar og beðið um marg- víslega aðstoð. Neyðarsímsvörun og viðbragð heilbrigðis- og sjúkraflutningsaðila í forgangi 1 er góð á höfuðborgarsvæðinu. Mikið er um slitin símtöl, opna farsíma og símaat. Við teljum að meiri fræðsla og aukið gæðaeftirlit muni gera góða þjónustu ennþá betri. E 19 Samanburður á tveimur aðferðum við að kæla sjúk- linga eftir hjartastopp Steinarr Björnsson. Felix Valsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala steinarr@Iandspitali. is Tilgangur: Erlendar rannsóknir og rannsókn framkvæmd á Landspítala1-2 hafa sýnt að svokölluð ytri kæling (kaldur blástur, ísbakstrar) er mjög seinvirk. Dýratilraunir hafa sýnt fram á að hröð kæling bæti horfur. Því vildum við bera saman nýja aðferð, svokallaða innri kælingu, við hefðbundna ytri kælingu. Læknablaðið 2005/91 265
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.