Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 43

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 43
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA aðir vegna rofs á maga og skeifugörn á Landspítala á þessu tíma- bili voru skoðaðar með afturvirkum hætti. Upplýsingum var safn- að um sjúklingaþætti, þætti tengda aðgerð, legu og eftirfylgd. Niðurstöður: X sjúklingar voru meðhöndlaðir á tímabilinu, 42/100 karlar og 58/100 konur. Meðalaldur var Y ár. Hjá þeim sem gengust undir aðgerð var tímalengd frá upphafi einkenna og þar til aðgerð hófst var að meðaltali 14 klukkustundir. 44/100 aðgerðanna var gerð með opnum hætti en 56/100 með kviðar- holsjártækni. Meðallegutími var 10,3 dagar. Meðallegutími sjúk- linga sem fóru í aðgerð með kviðarholsjártækni var 7,9 dagar, þeirra sem fóru í opna aðgerð 11,5 dagar. Ályktanir: Kviðarholsjártækni hefur náð góðri fótfestu við bráða- skurðaðgerðir vegna rofs á maga og skeifugörn. E 22 Skráning vegna erfiðra barkaþræðinga í svæfingu Mikael S. Mikaelsson, Gísli Vigfússon, Hjörtur Sigurðsson, Jón Sigurðsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut mikaelsm@landspitali.is Inngangur: Óvænt erfið barkaþræðing er martröð hvers svæf- ingalæknis. Það er því mikilvægt að reyna að greina fyrirfram alla þá sjúklinga sem erfitt er að barkaþræða. Ýmsar leiðir eru til að meta þetta vandamál. Fyrri saga um erfiða barkaþræðingu og greining á líffærafræðilegum annmörkum í munni, munnholi eða hálsi koma að miklu gagni við þetta mat. Við líffærafræðilegt mat er aðferð kennd við Mallanpati (MP) mest notuð, en þá er gert mat á munnopnun (4 stig). Á mörgum svæfingadeildum er getið á forlyfjablaði um þessa stigun og eru þá gerðar viðhlítandi ráðstafanir sé sjúklingur metinn í MP 3-4. Þrátt fyrir MP-stigun getur ónákvæm saga, óupplýstur sjúklingur um fyrri erfiðleika við svæfingar svo og óaðgengileiki að eldri gögnum sjúklings- ins sett hann í ónauðsynlega lífshættu við innleiðslu svæfingar. Til að lágmarka þessa áhættu hefur verið komið upp sérstöku skráningarkerfi á svæfingadeild Landspítala Hringbraut. Efniviður og niðurstaða: Á fyrri hluta árs 2003 kom sjúklingur á miðjum aldri til aðgerðar vegna vandamála frá kvið. Fram kom í sögu sjúklings að nokkrum vikum áður hefði hann verið svæfður á öðru sjúkrahúsi og hefðu þá engin vandamál komið upp við svæfinguna. Eldri sjúkraskýrslur voru óaðgengilegar í skjalasafni spítalans. Sjúklingur var metinn MP 2-3 en vegna sögu hans um nýlega vandræðalausa svæfingu var hann svæfð- ur á hefðbundinn hátt. Barkaþræðing reyndist ómöguleg með hefðbundinni aðferð og var hann því barkaþræddur með hjálp kokmaska og berkjuspeglunartækis og gekk það vandræðalaust. í ljós kom nokkrum dögum síðar að veruleg vandamál höfðu komið upp við barkaþræðingu við fyrri svæfingu. í Ijósi vand- kvæða við öflun eldri sjúkraskýrsla utan hefðbundins vinnutíma var í framhaldi af þessu ákveðið að upplýsa sjúklinga skriflega og munnlega um vandamál við barkaþræðingar til þess að lág- marka óvæntar uppákomur við seinni svæfingar. Frá miðju ári 2003 hafa í 16 tilfellum komið upp óvænt vanda- mál við barkaþræðingu á svæfingadeild Landspítala Hringbraut og þar sem þurft hefur að grípa til berkjuspeglunartækis. Allir þeir sjúklingar voru upplýstir eftir aðgerð og fengu í hendur staðlað bréf um vandamálið. Ályktun: Mikilvægt er að upplýsa sjúklinga skriflega um óvænt- ar erfiðar barkaþræðingar. Stefnt er að því að aðrar sjúkrastofn- anir sem veita svæfingaþjónustu taki upp svipað kerfi. E 23 Fjölskyldutengsl sem áhættuþáttur krabbameins í ristli eða endaþarmi meðal íslendinga. Eru mismunandi orsakir fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi? Tryggvi B. Stefúnsson'. Páll H. Möller', Friöbjörn Sigurösson2, Eiríkur Stein- grímsson3-4, Bjarki Jónsson Eldon3 ‘Skurðlækningadeild, 2krabbameinslækningadeild Landspítala, 3Uröur Verð- andi Skuld, 4Læknadeild Háskóla íslands tryggvis@landspitali. is Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tengsl fjöl- skyldusögu og áhættu á því að fá krabbamein í ristil eða enda- þarm á meðal Islendinga. Aðferðir: Staðlað nýgengihlutfall (Standardized incidence ratio: SIR) var notað til að ákvarða áhættu meðal ættingja sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi sem voru greindir á 46 ára tímabili (1955-2000). Öll gögn til rannsóknarinnar voru fengin úr skrám sem náðu til allra íslendinga (Krabbameinsskrá og skrá Erfðafræðinefndar Háskóla íslands). Niðurstöður: Alls 2770 sjúklingar áttu 23.272 fyrsta stigs ætt- ingja. Meðal fyrsta stigs ættingja var aukin áhætta á að fá krabba- mein í ristil (SIR 1,47, 95% öryggisbil (confidence interval [CI]) 1,34-1,62) og í endaþarm (SIR 1,24, 95% CI 1,04-1,47). Meðal 17.119 fyrstu stigs ættingja þeirra sem fengu krabbamein í ristil var aukin áhætta meðal systkina að fá bæði krabbamein í ristil (SIR 2,03, 95% CI 1,76-2,33) og í endaþarm (SIR 1,56, 95% CI 1,19-2,02). Áhættan á að fá krabbamein í ristil eða í endaþarm var ekki aukin meðal foreldra og barna. Ekki fannst munur á áhættu hjá konum og körlum. Meðal 6767 fyrsta stigs ættingja sjúklinga með krabbamein í endaþarmi var aukin áhætta hjá systkinum að fá krabbamein í ristil (SIR 1,61, 95% CI 1,23- 2,06) og endaþarm (SIR 1,75, 95% CI 1,13-2,58). Áhættan að fá krabbamein í ristil var aukin hjá bræðrum (SIR 1,79, 95% CI 1,22-2,53) og systrum (SIR 1,45, 95% CI 0,98-2,07) sjúklinga með krabbamein í endaþarmi, en áhættan að fá krabbamein í endaþarm var eingöngu hækkuð hjá bræðrum þeirra sem höfðu fengið krabbamein í endaþarm (SIR 2,46, 95% CI 1,46-3,89) en ekki hjá systrum (SIR 1,0 95% CI 0,40-2,06). Ályktun: Fjölskyldusaga um krabbamein í ristli er áhættuþáttur fyrir því að fá krabbamein í ristil eða endaþarm. Krabbamein í ristli og krabbamein í endaþarmi eru þó háð fjölskyldusögunni á mismunandi hátt sem bendir til að mismunandi orsakir séu fyrir krabbameini í ristli annars vegar og endaþarmi hins vegar. E 24 Holsjárhylkisrannsókn (capsule endoscopy) á mjó- girni. Er hún einhvers virði? Hanncs Jón Lárusson1, Ásgeir Theodórs2 'HandlækningadeildLandspítala,2Meltingarsjúkdómadeild,St.Jósefsspítala, Hafnarfirði hannesl@landspitali.is Inngangur: Blæðing í meltingarvegi er algengur kvilli en ekki Læknablaðið 2005/91 267

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.