Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 46

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 46
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Efniviður og aðferðir: Athuguð var verkjameðferð hjá sjúkling- um á bæklunardeild FSA á tímabilinu sem fóru í gerviliðaað- gerðir á hné. Aðgerðir voru gerðar í mænuvökvadeyfingu. Eftir aðgerð var sjúklingur fluttur á gjörgæsludeild. Aður en sjúk- lingur byrjaði að kvarta um verki var lögð lærtaugadeyfing með legg auk aftari lærtaugadeyfingar með einum skammti. Notað var taugaörvunartæki við deyfingarnar. í deyfingarlegg var gefin blanda með búbívakaín 0,1% og klónidín lgg/ml. PCA-dæla var notuð og stillt á sídreypi 6-8 ml á klukkustund með möguleika á 10 ml bólusum með klukkustundar sperru. Hægt var að auka sídreypið eftir þörfum upp í mest 12 ml/klukkustund. Verkjamat með VAS-skala í hvíld og við hreyfingu var skráð af hjúkrunar- fræðingi á 3-4 tíma fresti. Allir fengu parasetamól, kódein, bólgu- eyðandi og ketógan í æð eftir þörfum. Fylgikvillar og vandamála við deyfingar voru skráð. Niðurstöður: Gerðar voru 104 gerviliðaaðgerðir hné á FSA á tímabilinu Alls voru 104 sjúklingar, 40 karlar og 64 konur. Meðal- aldur var 70,1 ár. Meðaltími verkjameðferðar með deyfingu var 52 klukkustundir. Meðalverkir í hvíld og við hreyfingu eru sýnd- ir á myndriti. Notkun annarra verkjalyfja var skoðuð. Alyktun: Úttaugadeyfingar hafa reynst vel sem verkjameðferð eftir gerviliðaaðgerðir á hné. Þær eru einfaldar að framkvæma og lítið um alvarlega fylgikvilla. E 30 Pulmonary Sequestration and its Range of Symptoms. A Review of 8 Surgically Treated Cases Andrcas Pikwer, Erik Gyllstedt, Ramon Lillo-Gil, Per Jönsson, Tómas Guðbjartsson The Department of General Thoracic Surgery & the Faculty of Medicine, Lund University Hospital, Lund University pikwer@holmail. com Objective: Pulmonary sequestration (PS) is an uncontmon con- genitial lungmalformation where non-functioning lung-tissue is separated from the bronchial tree and vascularised with an aberrant systematic artery. The aim of this study was to study all patients that were treated for PS at Lund University Hospital for the last 15 years, with special emphasis on clinical presenta- tion of the disease and results of surgical treatment. Material and mcthods: This is a retrospective clinical study including all patients diagnosed with PS between the lst of January 1986 and 31sl of July 2004. A total of 7 cases were found, 1 male and 7 females with a mean age of 7.3 years (range 25 days -17 yrs.) at the time of diagnosis. Relevant clinical and histologi- cal information was obtained from hospital charts. Rcsults: Out of 8 patients, 7 presented with different kinds of respiratory symptoms, most commonly symptoms secondary to pneumonia. Additionally, two patients presented with conges- tive heart failure, one primarly due to shunting through the PS, and the other due to concomitant tetralogy of Fallot. Four other patients were diagnosed with concomitant congenitial malformations; including 3 cases of scimitar syndrome, persis- tent ductus arteriosus, atrial septal defect and congenitial cystic adenomatoid malformation of the lung. The diagnosis of PS was confirmed with angiography in 7 patients and in one with an MRI-angiography. The aberrant artery originated from the tho- racic or abdominal aorta in all cases. All the patients underwent lobectomy without rnajor complications. Conclusion: PS may present itself clinically in numerous ways. This can lead to diagnostic problems, especially in children and young adults with concomitant congenital heart disease. Therefore PS should be considered as a differential diagnosis in patients with unexplained respiratory symptoms or with signs of congestive heart failure. E 31 Aðgerðir vegna ristilkrabbameins á Landspítala 1994- 1998 Hrafnhildur Stefánsdóttir':, Páll Helgi Möller* 1-2, Tryggvi B. Stefánsson2, Friðbjörn Sigurðsson’ ■Læknadeild Háskóla Islands, 2skurðlækningadeild, ’krabbameinslækninga- deild Landspítala Hringbraut pallm@lsh.is Inngangur: Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbamein á íslandi. Fyrsta nteðferð er skurðaðgerð og lyfjameðferð hafi sjúklingur eitlameinvörp. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur meðferðar á kirtilfrumkrabbameini í ristli á Landspítala árin 1994-1998. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn var gerð á sjúk- lingum sem komu til meðferðar á Landspítala með greininguna kirtilfrumukrabbamein í ristli á tímabilinu 1.1.1994 til 31.12. 1998. Tölvukerfi spítalans var notað til að finna sjúklinga með ofangreinda greiningu. Sjúklingar með krabbamein í botn- langatotu voru ekki hafðir með. Upplýsingar um sjúklinga voru fengnar úr sjúkraskrám. Alls fundust 239 sjúklingar, 131 karl og 108 konur. Meðalaldur var 70,2 ár (31-94). Niðurstöður: 97,5% sjúklinga fóru í úrnám á ristli. Læknandi aðgerðir voru 75,3% og tíðni bráðaaðgerða var 16%. Einn eða fleiri fylgikvilla aðgerðar fengu 35% sjúklinga. Fylgikvillar eftir val- og bráðaaðgerð voru 33% og 47%. Algengustu fylgikvillar voru þvagfærasýking (15,2%), sárasýking (12,6%) og lungna- bólga (9,1%). Skurðdauði var 6,0% eftir valaðgerð en 10,5% eftir bráðaaðgerð. Legudagar voru níu eftir valaðgerð og 14 eftir bráðaaðgerð. Samkvæmt Dukes-flokkun voru 11,7% sjúk- linganna í A, 35,6% í B, 29,7% í C og 23,0% sjúklinganna í D. Lyfjameðferð fengu 59 sjúklingar, 46% með Dukes-C og 37% með Dukes-D. Af Dukes-C sjúklingum yngri en 75 ára fengu 73% lyfjameðferð. Fimm ára lifun var 53% fyrir allan hópinn, 88% fyrir Dukes-A, 72% fyrir B, 51% fyrir C og 3% fyrir D. Ályktanir: Árangur skurðaðgerða hér á landi hvað varðar fylgikvilla og skurðdauða var sambærilegur við önnur lönd. Legudagar voru marktækt fleiri hjá sjúklingum eftir bráðaað- gerð en valaðgerð, en ekki var marktækur rnunur hvað varðar skurðdauða og fylgikvilla. Lífshorfur sjúklinga eru sambærilegar við önnur lönd. 270 Læknablaðið 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.