Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 58

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNABLAÐIÐ 90 ÁRA Karl Andersen í ritstjórn blaðsins frá 2000, Einar Stefánsson í ritstjórn 1991-1996, Sigurður Guð- mundsson í ritstjórn 1987- 1995, Árni Kristinsson, Guðmundur Þorgeirsson í ritstjórn 1983-1990 og Gunnar Sigurðsson í ritstjórn 1995-2000. Örn Bjarnason lék á als oddi. gagn á Læknaþingi sem haldið var það ár. Þar birtust siðareglur dönsku, bresku og bandarísku læknasamtakanna, auk Helsinki-yfirlýsingarinnar og fleiri alþjóðlegra yfirlýsinga um siðamál lækna. Fyrirmyndin að þessum fylgiritum var reyndar fengin frá Læknanemanum en þetta varð kærkominn vettvangur fyrir ýmislegt sem nauð- synlegt var að birta þótt það væri ekki í formi fræðigreina, til dæmis ágrip af læknaráðstefnum og efni frá læknaþingum. Jóhannes: Svo voru gefin út ýmis sérrit um ein- staka menn. Birna: Já og um stofnanir, til dæmis Borgar- spítalann og Landakot. Jóhannes: Mörg þessara fylgirita voru mitt á milli þess að vera fræðigreinar og almennar blaða- greinar. Málgagn og/eða fræðirit? Hvert var hlutverk blaðsins á þessum tíma? Örn: Læknablaðið var og er fyrst og fremst málgagn læknasamtakanna. Eigendur þess eru LÍ og LR og forystumenn þeirra skrifa oft leiðara blaðsins. Stjórnir félaganna vissu að ritstjórnin þurfti að búa við fullkomið frelsi. Á okkur hvíldi hins vegar sú skylda að gera ekkert sem gæti skað- að félögin. Blaðið er opið fyrir gagnrýni, svo fremi hún sé málefnaleg. Það er líka vettvangur fyrir lækna til að birta efni fyrir íslenska lækna. Vilhjálmur: Mér finnst gaman að heyra að þegar þið komuð að blaðinu hafi hlaðist upp efni sem þurfti að koma út. Þetta var fræðilegt efni og það hefur verið aðall blaðsins að birta slíkt efni þótt það hafi einnig verið málgagn félaganna. Þetta birtist í skiptingu blaðsins. Ég held þó að ástæðan fyrir langlífi blaðsins sé þetta fræðilega efni sem læknar fundu hjá sér hvöt til að tjá sig um og birta í blaðinu. Það er rauði þráðurinn í útgáfusögunni og samnefnari stéttarinnar hvað sem líður kjara- átökum og skærum milli manna og hópa. Birna: Mér finnst tvennt vera mikilvægustu stoðir Læknablaðsins. Önnur er sú að halda uppi læknisfræðilegri umræðu á íslensku. Ef það er ekki gert þá verður engin læknisfræði hér á landi því hún verður að eiga sér stoð í slíkri umræðu. Hin stoðin er uppeldishlutverk blaðsins, bæði gagnvart læknum og læknanemum sem þurfa að fylgjast með umræðu um læknisfræði á íslensku og læra að tjá sig um þau vísindi sem þeir eru að tileinka sér á því máli sem þeir þekkja best. Jóhannes: Ég held að á fyrstu áratugum blaðsins hafi það verið býsna þýðingarmikið málgagn innan læknahópsins. Menn skrifuðust á bæði félagslega og fræðilega. Nú er þetta líka mikilvægt málgagn því þar setja menn fram ýmsar hugmyndir og skoðanir sem aðrir fjölmiðlar vitna óspart í. Það á ekki síst við um heilbrigðispólitíska umræðu sem er í blaðinu. Vilhjálmur: í upphafi hefur hlutverk blaðsins verið að miðla þekkingu milli lækna. Sú mynd hef- ur náttúrlega breyst mikið því læknar eru mennt- aðir í útlöndum, þeir tileinka sér fræðin á öðrum tungumálum og lesa erlend læknablöð. Lækna- blaðið á því í samkeppni við önnur blöð og hún hefur harðnað ansi mikið. Samt gengur blaðið vel. Ritrýni er ekki ritskoðun Hvernig hafa samskiptin við eigendurna gengið? Var oft andað niður í hálsmálið á þér Örn? Örn: Nei. Við gættum þess að vera réttlát gagn- vart öllum höfundum. Reglurnar voru Ijósar og menn fóru eftir þeim. Blaðið var hlutlaust gagn- vart félögunum og þau gagnvart okkur vegna þess að þau vissu að ritstjórnin var í okkar höndum en ekki þeirra. Vilhjálmur: Blaðið var og er vettvangur skoð- anaskipta og tekur ekki afstöðu í málum. Allt efni er birt undir nafni og hver og einn tekur sína afstöðu. Og þótt ýmislegt gerist bæði innan félag- anna og utan þeirra þá er mjög mikilvægt að blaðið standi öllum læknum opið. Jóhannes: Var ekki helst kvartað yfir blaðinu ef 282 Læknablaðið 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.