Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNABLAÐIÐ 90 ÁRA Við vitum ekki hvað við vitum ekki Tölvutæknin hefur breytt fleiru í umhverfi lækna, til dæmis hvað snertir upplýsingastreymi til lækna og um læknisfræði. Hvaða áhrif hefur þetta haft á blaðið? Birna: Þegar netútgáfur læknablaðanna byrjuðu var því spáð að nú yrði pappírsútgáfan fljótlega úr sögunni en manneskjan er í eðli sínu dálítið íhalds- söm og þótt læknar hafi verið fljótir að tileinka sér tölvutæknina þá hafa þeir líka rekið sig á að það eru ekki allar lindir opnar. Það eru settar peninga- legar hömlur á upplýsingastreymið og menn verða oft að borga fyrir meira en þeir hafa þörf fyrir. Védís: Breytingarnar hafa orðið gífurlegar á undanförnum árum og þær ná til allra kynslóða, ekki bara þeirra yngri. Ég fór á fund hjá eldri lækn- um um daginn og var mætt þar klukkan fjögur. Þá höfðu læknarnir verið í tölvunum og vissu allir af því að Læknablaðið var komið á netið en ég hafði sent út tilkynningu um það klukkan kortér yfir þrjú. En ég er sammála því að pappírsútgáfan mun halda velli við hliðina á netútgáfunni. Eflaust sækir þetta í sama far og hjá mörgum fjölmiðlum að menn þurfi að kaupa sig inn í hluta blaðsins. Það er þó engin efnahagsleg nauðsyn fyrir Læknablaðið því kostnaður við að koma efninu á netið er ótrú- lega lítill, miklu minni en við dreifingu pappírsút- gáfunnar. Þarna hafa líka skapast dásamleg leitar- skilyrði sem aldrei hafa verið til áður. Örn: Það er óskaplega mikilvægt því einsog Archibald Cochrane, upphafsmaður þess sem kall- að er sannreynd vísindi, sagði þá er stærsti vandinn sá að við vitum ekki hvað við vitum ekki. Þeirra spurninga þarf að spyrja og þá er gott að hafa öflugt tæki til að leita svara. Vilhjálmur: Aðgangurinn að upplýsingum hefur margfaldast og vandinn er ekki lengur sá að afla upplýsinga heldur að fá þær metnar. Þar koma lækna- blöðin til skjalanna, hvort sem þau eru gefin út á pappír eða á netinu, því þar er búið að leggja mat á upplýsingar og setja þær fram á aðgengilegan hátt. Fallegt blað á framtíðarvegi Einsog áður hefur komið fram ber Læknablaðið aldurinn vel en hvernig líst mönnum á stöðuna og framtíðina? Sigurjón: Blaðið er fallega umbrotið og allt geð- ugt í kringum það svo ég vil endilega sjá pappírsút- gáfuna sem lengst. Birna: Örn nefndi það þegar hann fékk Sigurjón til að koma lagi á blaðið að það hefði verið nauð- synlegt að fá fagmann til að annast það. Þetta viss- um við þegar við ákváðum að breyta útliti blaðsins. Þá leituðum við til þess fagmanns sem við töldum standa fremstan, Guðjóns Sveinbjörnssonar, vegna Örn Bjarnason sem á stóran þátt i velgengni Lœknablaðsins og Jóhannes Björnsson sem setið hefur í ritstjórn frá 2002. Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Tómas R. Einarsson og Jóhanna V. Þórhallsdóttir tóku nokkur fjörug lög. þess að það verður að standa að slíkum breyting- um af fullri reisn. Það skiptir máli hvernig hlutirnir líta út, það setur menningarbrag á útgáfuna. Jóhannes: Örn hafði það mikla innsýn í útlit og framsetningu að hann vissi hvað hann vildi og það skipti miklu máli fyrir þróun blaðsins. Védís: Eðli blaðsins er að það er lifandi og útlitið breytist smátt og smátt. En þó þetta sé í fyrsta sinn sem útlit blaðsins er hannað frá grunni þá hefur það augsýnilega verið unnið af fagmennsku alla tíð. Birna: Ég sé ekki annað fyrir mér en bjarta og gæfuríka framtíð. Það hefur borið gæfu til að hafa frábæra ritstjóra sem búa yfir víðsýni og vitund um hin siðferðislegu mörk. Jóhannes: Blaðið hefur þróast hægt og rólega og fylgst með þróuninni. Þess vegna hafa menn haft tækifæri til hugsa málin og spá í möguleikana sem framundan eru. Ef það kemur upp einhver ný tækni í framtíðinni þá er ég viss um að blaðið mun takast á við hana. Vilhjálmur: Það er nú erfitt að spá en ég held að meðan til er íslensk læknisfræði þá verði til íslenskt læknablað. Þetta þóttu öllum prýðileg lokaorð svo hér var umræðum hætt. Ábyrgðarmaður Lœkna- blaðsins, Vilhjálmur Rafnsson. Læknablaðið 2005/91 285
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.