Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 62

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 62
UMRÆÐA & FRETTIR / MALEFNI LÆKNA Sagan og 55 ára læknar á vakt Valur Þór Marteinsson Höfundur er sérfræðingur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Tvennt telur undirritaður ástæðu til að nefna á síðum Læknablaðsins sem um þessar mundir er 90 ára gamalt. Pótt efnið flokkist eigi undir fræði- legan hluta getur það haft talsverð áhrif á starfs- skilyrði okkar lækna næstu árin og áratugina og þar með fræðin. 1. 55 ára reglan Við síðustu kjarasamninga var endanlega lögfestur sá ágæti siður að undanskilja þá lækna frá vakt- skyldu er náð hafa 55 ára aldri og það kjósa sjálfir. Orðrétt segir í fjórða kafla samningsins: 4.1.3 Yfirvinnu- og vaktaskylda. Læknum skal skylt að vinna yfirvinnu og taka vaktir þar sem þess er þörf. Læknir er þó undanþeginn vaktaskyldu frá 55 ára aldri. 4.4.4 Fráviksheimildir. Heimilt skal að haga vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greinir (kafla 4), með skriflegu samkomulagi starfsmanna og for- ráðamanna stofnunar. Einnig er heimilt að semja við einstaka lækna um rýmkun á dagvinnutímabili og ákveðið frjálsræði um hvenær vinnuskyldu er gegnt. Sjálfsagt hafa margir fagnað þessu, en hugsan- lega er þetta skammgóður vermir fyrir ýmsa aðra er vaktir þurfa að taka. Hér er ekki átt við lækna þá sem af einhverjum ástæðum vilja haga vinnu sinni þannig að vaktbyrði er mikil og í staðinn eru þeir leystir út með lengri fríum á milli. Hér er átt við lækna sem yngri eru en 55 ára og vilja eigi fjölga vöktum þeim sem fyrir eru og á þetta víða við. Á sjúkrahúsi því sem undirritaður starfar við eru æði margir læknar annaðhvort orðnir 55 ára eða nálgast þann aldur. Réttur þeirra sem vilja vera undanþegnir vaktskyldu er skýr, en hvað með hina sem eftir eru og vilja ekki fjölga vöktum? Ekki verður hjá því komist að ræða þetta og leysa í kom- andi samningum og er eitt af stóru málunum að mati undirritaðs, bæði fyrir lækna sem og atvinnu- rekendur (ríkið). Ljóst er að fjármagn er af skorn- um skammti sem og vaktakvóti margra lækna, en réttlætismál mikið að vaktabyrði verði ekki aukin óeðlilega, ef margir læknar velja að nýta sér þessa reglu. Sjálfsagt þýðir þetta að læknar verða að draga úr stöðuhlutföllum sínum og fleiri læknar verði ráðnir í kjölfarið. Líklegt verður að teljast að æ fleiri læknar nýti sér rétt þennan þegar frá líður og þeim læknum fer væntanlega fækkandi sem eiga sitt eina athvarf á vinnustaðnum og hvergi annars staðar vilja halda til eða dyngju hafa. Vissulega eru á öllum reglum einhverjar undantekningar, en almennt talað má áætla að þessi regla geti komið all nokkurri óreglu á starf margra, nema tíman- lega sé á henni tekið. Sjálfsagt telja margir að sá er þetta ritar nálgist það að vera orðinn elliær, en hitt má þó nefna að hann minnist enn með litlu stolti þeirra tíma þegar hann tók 10-20 vaktir á mánuði á sjúkrahúsum. 2. Rafræn sjúkraskrárkerfi Annað mál sem nefna skal er tengt notkun og gerð rafrænna sjúkraskrárkerfa á íslandi. Allt það mál verður að teljast undarlegt með afbrigðum. Allir þekkja vakninguna sem varð í tengslum við meint- an gagnagrunn á heilbrigðissviði og í framhaldinu átti að leysa flest ef ekki öll vandamál íslenska heil- brigðiskerfisins; menn komust síðan smám saman að því að hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Oft ganga spár manna ekki eftir og nefna má í þessu samhengi að um miðja síðustu öld var því spáð að tölvur framtíðar yrðu á annað tonn og á svipuðum tíma var ekki talin nokkur ástæða til þess að hinn frjálsi maður hefði tölvu heima hjá sér. Um nokkurt skeið hefur verið notast við Sögu-kerfið hérlendis og þá bæði á sjúkrahúsum (minni og stærri) jafnt sem heilsugæslustöðvum. Undirritaður hefur reynt að afla sér upplýsinga eftir hefðbundnum leiðum varðandi forsendur þess að þetta kerfi er komið inn fyrir dyr ýmissa stofnana en engin svör fengið, nema ef vera skyldi að ekkert annað nothæft kerfi sé á markaðnum eða álíka. Sömuleiðis að aðrir noti þetta og við verðum einnig að gera slíkt. Lengi lifi samræming- in í einokuninni á tímum hámarkslýðræðis. Öllum læknum er vel kunnugt um sögulegar forsendur kerfisins. Raunsannar upplýsingar liggja að minn- sta kosti ekki ljósar fyrir fremur en ýmislegt annað í kerfinu. Ekki er heldur séð að formlegt útboð hafi farið fram á slíkum kerfum og ef það er rétt er væntanlega um einhvers konar lögbrot að ræða. Næst verst í þessu öllu er hitt að undirrituðum er ekki kunnugt um að læknar hafi almennt verið spurðir að því hvaða kerfi þeir vilji nota ellegar hvernig slíkt kerfi ætti að vera. Enn verra er það ef þeir ætla að sætta sig við Sögu-kerfið þegjandi og hljóðalaust. Gamla svarið um það að læknar 286 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.