Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 63

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLEFNI LÆKNA geti aldrei komið sér saman um nokkurn skapað- an hlut á ekki lengur við. Fjölmargir læknar hafa einmitt brennandi áhuga á slíkum málum og má þar til dæmis nefna lækni einn á FSA sem hefur árum saman hannað kerfi fyrir ákveðna starfsemi sjúkradeildar sem virkað hefur með ágætum; sennilega eina þvíumlíka kerfið sem virkað hefur á FSA. Undirritaður getur einnig nefnt að í tæp tvö ár hefur hann notast við annað kerfi á eigin læknastofu frá sama lækni og hefur kerfið starfað án nokkurra vandamála og aldrei þurft að endur- ræsa sökum hruns! Þetta er kannski ómerkilegt og hlutdrægt dæmi segja sumir, en jafn skrítið að slíkir einstaklingar séu ekki virkjaðir til góðra verka þegar þeir hafa bæði áhuga, færni og þekkingu sem tekur fram mörgu af því sem undirritaður hefur séð. Á öllum kerfum finnast þó einhverjir gallar, en aðalatriðið er hins vegar það að kerfið sé not- endavænt, hraðvirkt, öruggt og einfalt í þróun, sem ekki verður séð að vel gangi með Sögu-kerfið sem er orðin hálfgerð Sjúkra-Saga. Mér er spurn hvort þetta mál snúist um einhver annarleg sjónarmið? Vart er það notendavænleiki Sögu-kerfisins sem heillar marga og enn á ég eftir að hitta lækni sem að fyrra bragði hefur hrósað kerfinu sem daglegu vinnutæki. Undirritaður hefur hins vegar verið hálfsvefnlaus lengi yfir þessum málum og ekki verður séð hvernig læknar geti staðið við hliðarlín- una aðgerðarlausir nema haldnir séu verkstoli. Kannski er aðeins um að ræða endalausa óheppni hins opinbera í fjárfestingum innan heilbrigðiskerf- isins. Skorað er á Læknafélag íslands og hinn ein- staka félagsmann að taka mál þessi föstum tökum, því fátt kemur til með að breyta meira starfs- og vinnuskilyrðum lækna en hin rafrænu kerfi sem notast verður við í framtíðinni. Veit þó vel að margir fundir og ráðstefnur hafa verið haldnir um efnið, en hefi eigi orðið var við nokkra breytingu af þeirra völdum. Látum framtíðina líkjast óskum okkar og tökum afstöðu til þess hvernig búið verð- ur að rafrænum sjúkraskrárkerfum framtíðarinnar. Sjálfstæði lækna er í veði að mörgu leyti í þessum efnum. Rétt er næst síðast að minna á eina vísu úr Gestaþætti Hávamála í þessu samhengi: Bú er betra, þótt lítið sé. Halur er heima hver. Þótt tvœr geitur eigi og taugreftan sal, það er þó betra en bœn. Síðast er rétt að nefna að undirritaður á hvorki hlutabréf í fyrirtækjum á þessum „lokaða“ mark- aði né nokkurra hagsmuna að gæta nema fyrir sjálfan sig í starfi sem læknir. Eru tímaritin á biðstofunni smitvaldar? Eflaust hafa margir, bæði læknar og sjúklingar, velt því fyrir sér hversu heilsu- samlegt það sé að fletta blöðunum sem liggja frammi á læknabiðstofum. Þau eiga það til að verða æði langlíf og hafa þá velkst í höndum fjölmargra. Þessu veltu læknar við læknadeild Oslóarhá- skóla einnig fyrir sér og gerðu að lokum á því vísindalega rannsókn. Niðurstöður hennar birtust í blaði breskra heimilis- lækna, BJGP, í janúar síðastliðnum (1). Kveikjan að þessari rannsókn voru fyrri rannsóknir sem gerðar voru á bakt- eríuflóru leikfanga sem einnig er að finna á biðstofum lækna. Þær höfðu leitt í ljós að sum þeirra höfðu að geyma sjúkdóms- valdandi bakteríur á borð við kólígerla, clostridium perfringens og staphylococcus aureus. í fjórum rannsóknum reyndust mjúku leikföngin innihalda fleiri bakteríur en þau hörðu (2-5) en í þeirri fimmtu (6) var þessu öfugt farið. Höfundur greinarinnar segir frá því að tekin hafi verið 15 tímarit á 11 biðstofum lækna og tekin bakteríustrok af forsíð- unum. Tekin voru þau tímarit sem lágu efst í bunkanum á hverri stofu en aldur þeirra var frá tveimur upp í níu mánuði. Beitt var viðurkenndum aðferðum til að finna ákveðnar tegundir baktería og það kom engum á óvart að bakteríur fundust á öllum forsíðunum. Hins vegar fundust ekki nema tvö tilvik um sjúkdómsvald- andi bakteríur (staphylococcus aureus). Hugsanlegt er að bakteríurnar hafi ekki lifað af tímann sem leið frá því strokin voru tekin þar til þau voru rannsökuð (6- 12 klukkustundir). Það segir höfundur að geti bent til þess að forsíður tímarita bjóði ekki upp á þau lífsskilyrði sem slík- ar bakteríur þurfa. Höfundurinn dregur þá ályktun af rannsókn sinni að engin ástæða sé til að fjarlægja tímarit af biðstofum lækna. Hins vegar bendir hann á þann ann- marka á rannsókninni að hún hafi ein- göngu beinst að bakteríum. Eftir sé að kanna hvort á tímaritunum kunni að þrífast sjúkdómsvaldandi veirur... Heimildir 1. Chamock C. Swabbing of waiting room magazines reveals only low levels of bacterial contamination. Br J Gen Pract 2005; 55: 37-9. 2. Davies MW, Mehr S, Garland ST, Morley CJ. Bacterial colonisation of toys in neonatal inten- sive care cots. Pediatrics 2000; 106: el8. 3. Hughes WT, Williams B, Williams B, Pearson T. The nosocomial colonisation of T. Bear. Infect Control 1986; 7:495-500. 4. McKay I, Gillespie T. Bacterial contamination of children’s toys used in a general practitioner’s surgery. Scott Med J 2000; 45:12-3. 5. Merriman E, Corwin P, Ikram R. Toys are a potential source of cross-infection in general prac- titioner’s waiting rooms. Br J Gen Pract 2002; 52: 138-40. 6. Suviste J. Infection control. The toy trap uncov- ered. Nurs Times 1996; 92: 56-60. -ÞH endursagði Læknablaðið 2005/91 287
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.