Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 66

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 66
UMRÆÐA & FRETTIR / OPIÐ AÐGENGI Opið aðgengi og rafræn vísindagreina Sólveig Þorsteinsdóttir „Research is hastened when people share results freely. “ Sir John Sulston, nóbelsverðlaunahafi Opið aðgengi (Open Access, OA) er nýtt útgáfu- form. Grundvallarhugmynd OA-útgáfu er sú að allir hafi aðgang að vísindaniðurstöðum kostuðum af opinberu fé og er tilgangurinn að hraða fram- þróun í vísindum. Open Archives Initiative (OAI) eru opin rafræn geymslusöfn. Opið aðgengi að vísindagreinum er svar vísinda- samfélagsins og bókasafna við þeim gífurlega kostnaði sem bókasöfn og fræðimenn hafa þurft að leggja af mörkum til að fá aðgang að tímaritum. Hugmyndin um OA og OAI var skjalfest árið 2001 í Búdapest og samþykkt var yfirlýsing um að hrinda henni í framkvæmd (1). Útgáfuumhverfið Utgefnar greinar eru vettvangur þróunar í vísind- um. Utgáfuumhverfi sem veitir opinn aðgang að vísindagreinum styrkir vísindaþróun. Tilvísanir auk- ast í réttu hlutfalli við stærri lesendahóp. Höfundar sækjast eftir að fá vísindaniðurstöður birtar þar sem framgangur og laun byggist á fjölda tilvísana. Því er mikilvægt að birta hjá öflugum útgefanda þar sem greinar eru aðgengilegar stórum hópi lesenda. Tíðkast hefur að höfundar framselji útgáfurétt skriflega til útgefenda sem ekki hafa greitt fyrir greinarnar. Með tilkomu nets og háþróaðrar tækni í útgáfu hefur aðgangur að vísindagreinum orðið auðveld- ari. Tæknin hefur laðað til sín nýja útgefendur og í augum þeirra eru vísindagreinar verslunarvara. Þeir hafa breytt umhverfinu með fákeppni og einokun. Samruni útgáfufyrirtækja hefur orðið á markaði og nú eru helstu útgáfufyrirtæki í lækn- isfræði, Kluwer/Springer, Wiley, Taylor & Francis, Elsevier og Thomson, byggð á samruna 68 útgáfu- fyrirtækja. Ágóði af útgáfunni er talinn vera milli 3000-5000 milljónir Bandaríkjadala á ári. Gróði af útgáfu tímarita á sviði tækni og heilbrigðisfræða er 34-40% af heildargróða fyrirtækjanna (2, 3). Höfundur er sviðsstjóri bóka- safns- og upplýsingasviðs Landspítala. Þversögn Bókasöfn, vísindamenn og háskólar töldu að raf- ræn útgáfa og dreifing myndi lækka verð tímarita. Þessar væntingar hafa brugðist. geymslusöfn Áskrift tímarita hefur hækkað langt umfram verðbólgu. Meðalverð tímarita hækkaði um 227% frá 1986-2002. Á sama tíma hafa bækur hækkað um 65%. Samhliða hefur útgáfukostnaður á hverja prentaða síðu lækkað, heildarútgáfukostnaður á vísindamann lækkað og kostnaður við aðgengi lækkað (1). Skýring á þessari þversögn er að hluta til sjálf- skapaður útgáfukostnaður útgefenda, útgáfutengd þjónusta, vinna og þróun við rafræna útgáfu og aðgengi, leitarvélar, vefsetur og rafrænan heildar- texta greina. Þjónustan útheimtir dýra sérþekk- ingu sem hefur gríðarleg áhrif á verðið. Einnig reiknuðu bókasöfn með því að rafræn útgáfa sparaði dreifingarkostnað útgefenda en samkvæmt upplýsingum þeirra er sá kostnaður aðeins brot af heildarútgáfukostnaði prentaðra tímarita. Tímaritsgreinum hefur fjölgað síðastliðin 20 ár og greinar lengst. Fjölgun síðna hefur valdið verð- hækkunum þótt framleiðslukostnaður á hverja síðu hafi lækkað. Verðbólga og aukin útgáfa skýrir 50% af hækkuninni. Samhliða útgáfa prentaðra og rafrænna tímarita hefur aukið útgáfukostnað og um leið áskriftarverð. Rafrænn aðgangur að greinum hefur fækkað áskriftum um 50% á 20 árum. Þetta tap á áskrift- argjöldum hefur leitt til hækkunar áskriftargjalda bókasafna. Vísindamenn nálgast rafrænt efni á vef bókasafna og réttlæta útgefendur þar með yfir- færslu kostnaðar. Vísindamenn lesa nú þrisvar sinnum meira efni frá bókasöfnum meðalstórra vísindastofnana en þeir gerðu árið 1977 og lesa sjö sinnum meira hjá stórum vísindastofnunum en þeir gerðu árið 1977 (2). Bókasöfn greiða þar með fyrir aðgengi að vísindaritum. Vísindamenn kosta ekki rannsóknir heldur stofnanir sem þeir vinna hjá, vísindafélög eða sjóðir sem veita styrki til rannsókna. Útgefendur greiða hvorki fjárveitendum né höfundum fyrir handrit. Þegar höfundar framselja höfundarrétt til útgef- enda hafa þeir ekkert um aðgengi að vísindagrein- um sínum að segja. Háskólar eða vísindastofnanir sem hafa fjármagnað rannsóknir þurfa að greiða fyrir aðgengi að greinum, rafrænum eða á prenti. Þetta fyrirkomulag hefur viðgengist árum saman en þar sem útgefendur verðleggja rafræn tímarit hátt og takmarka notkun með ströngum samning- 290 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.