Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 67

Læknablaðið - 15.03.2005, Síða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / OPIÐ AÐGEN GI um hafa vaknað spurningar um höfundarrétt og kostnað við aðgengi. Höfundar hafa verið hvattir til þess að vera meðvitaðir um höfundarrétt og gæta réttarstöðu sinnar. Umfjöllun og afstaða stjórnvalda í Evrópu og Bandaríkjunum í Evrópu eru rannsóknir að mestu fjármagnaðar með opinberu fé og í Bretlandi 90% af opinberu fé (3). í Bandaríkjunum eru einungis 20% fjármagn- aðar með opinberu fé (4). í Bretlandi var skipuð þingnefnd til að fjalla um OA og OAI og taka afstöðu til þess hvort hið opin- bera ætti að styðja þetta. Nefndarálit sem studdi OA og OAI lá fyrir í byrjun árs 2004 (5). Breska ríkisstjórnin tók afstöðu til skýrslunnar og kvaðst styðja ríkjandi samkeppni í útgáfu. Hún lýsti því yfir að ekki væri skilyrt að rannsóknir væru gefnar út að hætti OA, þrátt fyrir að 90% rannsókna í Bretlandi séu fjármagnaðar með opinberu fé. Líklegt er að það sem hafði áhrif á þessa niður- stöðu sé gífurleg velta útgáfufyrirtækjanna. Það fjármagn er á hlutabréfamarkaði og talið að líf- eyrissjóðir hafi fjárfest í rafrænni útgáfu. Það hefur því áhrif á hagkerfið ef útgáfuiðnaður breytist (6). Slíkt er ekki fyrir hendi hér þar sem lítill gróði er af vísindablöðum útgefnum á íslandi. Breska ríkisstjórnin gaf háskólum frjálsar hend- ur til að gefa út og veita aðgang að vísindagreinum sem starfsmenn þeirra skrifa og varðveita þær sam- kvæmt OAI (7). í Bandaríkjunum studdu stjórnmálamenn þá ákvörðun að þeir sem hljóta styrk frá National Institute of Health (NIH), sem veitir um 20% rannsóknarstyrkja þar, verði að gefa út greinar sínar með OA þannig að allir hafi ókeypis óheftan aðgang að greinum þeirra. Rannsóknarfé NIH er opinbert fé og var þetta þverpólitísk niðurstaða beggja flokka. Vísindaumhverfi í Bandaríkjunum er ólíkt því evrópska, aðeins 20% af rannsóknum eru fjármagn- aðar af opinberu fé en 80% af einkageiranum, ýmist með fjármagni sem er veitt til háskóla eða vísinda- félaga. Þessir aðilar kalla ekki eftir afskiptum hins opinbera um hvernig fjármunum skuli varið. Það er hefð í háskólum Bandaríkjanna að 50% af rann- sóknarfé sé veitt í viðbótarkostnað, meðal annars til bókasafna viðkomandi stofnana, sem verja stór- unt hluta í áskriftir vísindatímarita (4). Verkefni innan ESB um varðveislu þjóðararfs styður opinn aðgang á netinu (8). Innan OECD hafa 35 af lönd gefið út yfirlýsingu sem styður OA og er Island eitt þeirra (9). Samkvæmt upplýsingum á vef forsætisráðu- neytisins er búið að skipa starfshóp til að undirbúa lagasetningu til að auðvelda aðgang almennings og notenda að rannsóknargögnum og niðurstöðum sem kostuð eru af opinberu fé. Byggt er á vinnu OECD og ESB (10). OA tímarit Hefðbundin vísindatímarit eru 24.000 talsins sam- kvæmt Ulrich‘s Serials Analysis System og þar af um 20.000 rit á rafrænu formi (11). Samkvæmt DOAJ, skrá yfir OA tímarit, eru þau 1379 með samtals 61.710 greinar (12). Áhrif OA tímarita, „impact factor“, eru enn ekki sambærileg hefðbundnum tímaritum þar sem þau hafa aðeins komið út í rúm tvö ár. Vísindagreinar sýna ekki veruleg áhrif fyrr en um það bil tveimur árum frá útgáfu. Horfur eru þó góðar og sýna mörg OA tímarit háan „impact fact- or“ nú þegar. Má þar nefna Arthritis Research & Therapy sem samkvæmt ISI er með „impact fact- or“ 5.0 og er annað í röðinni af tímaritum um gigt- arsjúkdóma. Sum tímarit hafa verið gefin út bæði í hefðbundinni útgáfu og með OA og sýnir OA útgáfa þeirra rita hærri „impact factor“ (13). Varðveisla og aðgengi Samhliða OA hefur umræðan beinst að varðveislu rafrænna greina, Open Archives Initiative (OAI) (14). Samkvæmt þessari hugmynd eru háskólar hvattir til að varðveita allt fræðiefni á rafrænu formi og gera það aðgengilegt öllum án áskriftar- gjalds. Talað er um grænu leiðina í útgáfu þar sem höfundar semja við útgefendur um að vísinda- greinar þeirra megi einnig varðveita í rafrænu geymslusafni hjá þeirri stofnun sem þeir starfa hjá. Utgefendur samþykki að þetta efni megi vera aðgengilegt öllum, nú hafa 92% útgefenda sam- þykkt grænu leiðina. Háskólar þurfa að kynna sér hvaða útgefendur þetta eru og hvaða reglur gilda hjá hverjum útgefanda. í sumum tilvikum má ekki veita opinn aðgang að greinum fyrr en sex mánuðir eru liðnir frá því grein er birt. Höfundar eru hvattir til að vera meðvitaðir um þessa leið og áhersla lögð á að þetta sé þeim í hag þar sem stærri lesendahópur muni hafa aðgang að vísindagreinum þeirra. Þannig fái þeir fleiri tilvitn- anir sem eykur virðingu og auðveldar starfsframa og framgang þeirra innan þeirrar stofnunar sem þeir starfa við. Háskólar eru hvattir til að hvetja höfunda sína til að velja þessa leið og ennfremur til að setja á stofn varðveislusafn. Einnig eru vísindastofnanir og háskólar hvött til þess að vera með skriflega yfirlýsingu þar sem fram kemur að horft verði á Læknablaðið 2005/91 291
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.