Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 70

Læknablaðið - 15.03.2005, Page 70
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Sagan stendur hjartanu næst Kransæðasjúkdómar í sögunnar rás BengtW. Johansson Greinin sem hér birtist er að mestu samhljóma fyrirlestri sem höfundur hélt hér á landi í boði Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar 30. október 2004. Greinin er skrifuð á sænsku en þýdd af Þresti Haraldssyni. Ljósmynd af höfundi Mbl. Ömar Óskarsson. Höfundur er læknir og starfaði lengi sem yfirlæknir og aðstoðarprófessor við hjartadeild háskólasjúkra- hússins í Málmey, Svíþjóð. Saga læknisfræðinnar er tíðum lítils virt fræði- grein. Það er að ósekju. Finnski heimspekingurinn G.H. von Wright segir svo í bók sinni Vísindin og skynsemin: „Tilraunir mínar til að finna mér stað í nútíðinni og setja stefnuna á framtíðina hafa alltaf sótt sér efnivið í fortíðina." Sú sýn einskorðast ekki við heimspekina. Churchill hélt því fram að forsenda fyrir því að skilja samtíð sína og sjá fyrir um framtíðina væri þekking á framvindu sögunnar. Þessi aðferð er í fullu gildi í læknavísindum, ekki síst í hjartalækningum. Til hvers þarf að rannsaka sögu læknisfræð- innar? Saga læknisfræðinnar er í sjálfu sér áhugaverð, meðal annars vegna þess að hún sýnir að sá sem tiltekin meðferð eða sjúkdómseinkenni dregur nafn sitt af er ekki alltaf sá sem fyrstur lýsti því. Á nýafstöðnu alþjóðaþingi um sögu læknisfræðinnar sem haldin var í Metaponto á Italíu var greint frá dæmi um slíkt þar sem í hlut átti samgötun slagæðar og kransæðar, CABG, en sú aðferð hefur verið eignuð bandarísku læknunum Bailey og Green. Árið 1964, fjórum árum áður en þeir félagar gerðu sína uppgötvun, framkvæmdi V.J. Kolesov læknir í Leníngrað - eins og St. Pétursborg hét þá - fyrstu samgötunina milli slagæðar mammaria interna og vinstri kransslagæðar. Tólf árum áður, árið 1952, hafði rússneski læknirinn V.P. Demikhov gert fyrstu samgötunina á milli vinstri mammaria interna og vinstri kransslagæðar í hundi. Annað dæmi er svonefnt WPW-heilkenni en því var lýst löngu áður en grein Wolf-Parkinson-White var birt. Nú á dögum er allt umreiknað til fjár. Saga læknisfræðinnar er líka arðbær á þann mælikvarða. Hægt væri að spara mikið fé sem rennur til rann- sókna með því að fara skipulega í gegnum allar fræðigreinar, ekki einungis þær sem birst hafa á síðustu fimm árum heldur einnig eldri greinar. Mörgum „nýjum“ aðferðum hefur nefnilega þegar verið lýst. Að sjálfsögðu gerir tækniþróunin þá kröfu að þessar aðferðir séu snurfusaðar og færðar að nútímanum en þekking á eldri uppgötvunum getur líka stýrt tækniþróuninni inn á réttar brautir. Með því móti er hægt að nálgast takmarkið fyrr og við það sparast rannsóknarfé. Mynd 1. Vel varðveitt lík konu, að minnsta kosti 2200 ára gamalt, en hún er talin hafa verið af kákasískum þjóð- flokki sem voru fyrstu íbúar Tarim árdalsins í vesturhluta Kína. í samfélagi nútímans verða nýjungar fljótt að hátísku. Það gildir einnig um læknavísindin. Vissulega verðum við að lifa í nútíðinni, en saga læknisfræðinnar opnar augu okkar fyrir því að það sem er talið óyggjandi sannindi í dag getur þurft að víkja fyrir öðrum óhrekjanlegum sannleik strax á morgun. Með þessu er ég ekki að boða forstokkaða íhaldssemi. Þvert á móti: „Hæfileikinn til að hugsa öðruvísi í dag en í gær greinir þann vitra frá hinum 294 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.