Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 72

Læknablaðið - 15.03.2005, Qupperneq 72
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Mynd 3. Gröfin sýna fjölda tilvika þar sem sjúklingar með hjarladrep voru lagðir ífyrsta sinn inn á sjúkrahús í Málmey á árunum 1935-1988. Karlar á efri mynd, konur á þeirri neðri, skipt eftir aldursflokkiim. fimm árum síðar í Noregi. í>au höfðu aukið mjög áhuga manna á læknisfræði hjartadreps svo þeir leituðu logandi ljósi að sjúkdómnum en fundu harla fá tilvik. í Málmey gefst einstakt tækifæri til þess að fylgjast með tíðni hjartadreps í afmörkuðu þýði sem nýtur þjónustu sama sjúkrahúss þar sem allar sjúkraskrár hafa verið varðveittar í meira en hálfa öld. Þegar skoðuð eru tilvik þar sem sjúklingar fá hjartadrep í fyrsta sinn kemur í ljós að tíðnin hefur vaxið jafnt og þétt frá 1935 til 1980 þegar hún fór að dala (3) (mynd 3). Ástæður aukningar á bráðu hjartadrepi Á þriðja hundrað svonefndra áhættuþátta hafa verið nefndir til sögu sem ástæður bráðs hjartadreps (Acute myocardial infarct, AMI). Áhættuþáttur gefur til kynna orsakasamhengi milli hans og sjúkdómsins. Betra væri að ræða um áhættustigul eða -merki sem sýnir fylgni eða tengsl án þess að endilega sé um orsakasamhengi að ræða. Algengustu áhættuþættirnir eða -merkin eru: 1. Háþrýstingur (ofstœling). Tengslin á milli lækkaðs háþrýstings og fækkunar slagtilvika eru vel þekkt en lækkun á tíðni hjartadreps er ekki eins augljós afleiðing. I fræðunum er oft eingöngu tilgreindur háþrýstingur. En er þá átt við slagbilsþrýsting eða hlébilsþrýsting eða hvort tveggja? Eða er kannski átt við púlsþrýsting, muninn á milli slagsbils- og hlébilsþrýstings? Öll þessi áhættumerki hafa verið tilgreind sem áhættuþættir. 2. Skortur á líkamlegri hreyfingu. Öruggar vísbendingar eru um að líkamleg hreyfing myndi vörn gegn hjartadrepi. 3. Reykingar. Almennt er mælt með því við sjúk- linga með sjúkdóma sem tengjast æðakölkun að þeir hætti að reykja. Fjölmargar þýðisrann- sóknir sýna fram á að tíðni hjartadreps sé hærri meðal reykingamanna en þeirra sem ekki reykja. Forsendan fyrir því að um orsak- asamhengi sé að ræða er að hóparnir sem bornir eru saman séu sambærilegir að öðru leyti en hvað reykingarnar varðar. Það hefur ekki verið kannað með reglubundnum hætti. Rannsóknir sem byggjast á inngripi þar sem virki hópurinn fær tilmæli um að auka líkam- lega hreyfingu, draga úr reykingum og breyta mataræði sínu í því skyni að draga úr blóðfitu ásamt meðferð við háþrýstingi hafa gefið misvísandi niðurstöður þegar hópurinn er borinn saman við annan hóp sem ekki hefur fengið samskonar ráðgjöf. Eina samanburð- arrannsóknin sem þekkt er var gerð á karl- mönnum á aldrinum 40-59 ára en hún leiddi ekki í Ijós neinn mun á heildardánartíðni hjá þeim sem annars vegar voru hvattir til að hætta að reykja og hinum sem ekki fengu slíka hvatningu. Dánartíðni af völdum krans- æðasjúkdóma var 18% lægri í hópnum sem hætti að reykja en í samanburðarhópnum en sú niðurstaða var ekki tölfræðilega marktæk (4). 4. Hœkkuð blóðfita. Fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að lækkun á blóðfitum dregur úr tíðni kransæðasjúkdóma sem tengjast æðakölkun, þar á meðal á bráðu hjartadrepi. Vissulega á lækkun blóðfitu hlut að máli en lyfin sem notuð voru í þessum rannsóknum hafa hins vegar aðra virkni, aukaverkanir, sem geta haft mikil áhrif í þessu samhengi. Hvað gerðist á þriðja áratugnum? Hver er ástæðan fyrir þeirri samfelldu aukningu á tíðni hjartadreps sem átti sér stað frá upphafi 20. aldar og fram yfir miðja öldina eins og mynd 3 sýnir. Margar skýringar koma til greina. Hér er ein kenningin: Meðgöngutími æðakölkunar er talinn vera um það bil 10 ár. Það er áhugaverð kenning - sem er þess virði að hún sé könnuð þótt það hafi ekki verið gert - að á þriðja áratug 20. aldar hafi notkun harðrar fitu hafist en það hafi valdið aukinni neyslu á transfitusýrum. í náttúrunni fyrirfinnast svo til eingöngu cisfitusýrur. Á síðari árum hafa augu 296 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.