Læknablaðið - 15.03.2006, Síða 25
FRÆÐIGREINAR / ANDNAUÐ
Brátt andnauðarheilkenni (ARDS) á gjör-
gæsludeildum á íslandi 1988-1997
Kristinn
Sigvaldason'
SVÆFINGA- OG
GJÖRGÆSLULÆKNIR
Katrín Þormar1
SVÆFINGA- OG
GJÖRGÆSLULÆKNIR
Jón Bragi
Bergmann'
SVÆFINGA- OG
GJÖRGÆSLULÆKNIR
Kristbjörn
Reynisson*
SÉRFRÆÐINGUR í MYND-
OG GEISLAGREININGU
Helga
Magnúsdóttir2
SVÆFINGA- OG
GJÖRGÆSLULÆKNIR
Þorsteinn Svörf-
uður Stefánsson1
SVÆFINGA- OG
GJÖRGÆSLULÆKNIR
Steinn Jónsson3
LYF-, LUNGNA- OG
GJÖRGÆSLULÆKNIR
Rannsóknin naut stuðnings
Vísindasjóðs Sjúkrahúss
Reykjavíkur.
‘Svæfinga- og gjörgæsludeild
Landspítaia, 2svæfinga- og
gjörgæsludeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri,
3lyflækningadeild Landspítala,
4röntgendeild Landspítala.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Kristinn Sigvaldason,
gjörgæsludeild Landspítala
Fossvogi.
krisig@landspitali. is
Lykilorð: andnauðarheilkenni,
nýgengi, dánarhlutfall,
öndunarbilun, öndunar-
vélarmeðferð, gjörgœsla.
Ágrip
Tilgangur: Að kanna nýgengi, orsakir, dánarhlut-
fall og öndunarvélarmeðferð sjúklinga með brátt
andnauðarheilkenni (BAH) á gjörgæsludeildum á
íslandi á 10 ára tímabili.
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir allar innlagnir
á gjörgæsludeildir á íslandi 1988-1997 og sjúklingar
með alvarlega öndunarbilun skoðaðir sérstaklega.
Safnað var upplýsingum um aldurs- og kynjadreif-
ingu, orsakir, legutíma, gjörgæslumeðferð og afdrif
þeirra sjúklinga sem féllu undir alþjóðlega skil-
greiningu á BAH, það er bráður sjúkdómur með
dreifðar íferðir í báðum lungum án merkja um
hjartabilun og PaO,/Fi02 hlutfall <200. Borin voru
saman árabilin 1988-1992 og 1993-1997.
Niðurstöður: Alls reyndust 220 sjúklingar vera
með alvarlega öndunarbilun. Af þeim reyndust 155
sjúklingar falla undir alþjóðlegu skilgreininguna á
BAH, 82 konur og 73 karlar, og var meðalaldur
52,3 ár. Nýgengi var 15,5 tilfelli á ári, eða 5,9 til-
felli/100.000 íbúa/ár. Ef rniðað er við mannfjölda
eldri en 15 ára var nýgengi 7,8 tilfelli 100.000/ár.
Alls létust 62 sjúklingar, eða 40%. Meðallegutími
á gjörgæsludeild var 21 dagur en legutími á sjúkra-
húsi 39 dagar. Meðaltími frá áfalli að staðfestum
BAH var 3,2 dagar. Tilfellum á hverja 100.000
íbúa fjölgaði seinni hluta tímabilsins, úr 4,8 tilfell-
um/100.000 íbúa/ár 1988-1992 í 6,9 tilfelli/100.000
íbúa/ár 1993-1997. Dánarhlutfall lækkaði úr 46,9%
í 40,2% en ekki tölfræðilega marktækt. Ef notuð
var þrýstingsstýrð öndunarvélarmeðferð var dán-
arhlutfall 38,7% en var 45,7% ef rúmmálstýrð
meðferð var notuð.
Ályktun: Tilfellum af BAH virðist fara fjölgandi
á gjörgæsludeildum á íslandi. Um er að ræða
fremur ungt fólk og dánarhlutfall er hátt en hefur
lækkað svipað og í nágrannalöndunum og bendir
flest til þess að framfarir í gjörgæslumeðferð svo
sem lungnaverndandi öndunarvélameðferð séu að
skila árangri.
Inngangur
Brátt andnauðarheilkenni (BAH), eða acute
respiratory distress syndrome (ARDS), er með-
al erfiðustu sjúkdónta sem fengist er við á gjör-
gæsludeildum sjúkrahúsa. Heilkennið felur í sér
alvarlega öndunarbilun með dreifðum íferðum í
báðum lungum í kjölfar annars sjúkdóms, slyss eða
skurðaðgerða. Heilkenninu var fyrst gefið þetta
ENGLISH SUMMARY
Sigvaldason K, Pormar K, Bergmann JB, Reynisson
K, Magnúsdóttir H, Stefánsson ÞS, Jónsson S
The incidence and mortality of ARDS in
lcelandic intensive care units 1988-1997
Læknablaðið 2006; 92: 201-7
Objective: A retrospective analysis of the epidemiology
and intensive care treatment of ARDS in lceland during
the 10 year period, 1988-1997 with observation of
trends within the period.
Material and methods: All ICU admissions in lceland
1988-1997 were reviewed according to the American-
European consensus conference criteria on ARDS to
select patients with the diagnosis of ARDS i.e. bilateral
pulmonary infiltrates, Pa.OJF\02 <200 and excluding
patients with signs of heart failure or a pulmonary
capillary wedge pressure (PCWP) >18 mmHg. Data
were collected on age, gender, length of stay, ventilator
treatment and ventilatory modes, causes of ARDS and
mortality.
Results: A total of 220 patients with severe respiratory
failure were found and 155 of them were diagnosed as
having ARDS or an annual incidence of 15.5 cases/year
or 5.9 cases/100.000/year. If reference population >15
years of age is used for calculation the incidence is 7.8
cases/100.000/year. Hospital mortality was 40%, mean
length of ICU stay was 21 days, mean hospital length
of stay 39 days. The incidence of ARDS increased
during the period with a tendency to lower mortality
rates. Mortality was significantly lower when pressure
controlled ventilation was used, compared to volume
controlled ventilation.
Conclusion: The incidence of ARDS in a well defined
population of lceland is lower than recent studies in
USA and Europe have shown or 5.9 cases/100.00/year
but is increasing. The mortality is 40% and shows a
slight downward trend, which may be due to the use of
lung protective ventilation.
Keywords: ARDS, ARDS incidence, ARDS mortality,
respiratory failure, ventilator treatment.
Correspondence: Kristinn Sigvaldason, krisig@landspitali.is
nafn árið 1967 (1) en ætla má að læknar hafi farið
að sjá meira af BAH í tengslum við betri stuðn-
ingsmeðferð sjúklinga sem slösuðust eða urðu
alvarlega veikir. Heilkennið er erfitt viðureignar
og krefst mikils af starfsfólki gjörgæsludeilda þar
sem oft þarf að beita sérhæfðri og kostnaðarsamri
meðferð. Dánarhlutfall hefur verið hátt og sam-
kvæmt niðurstöðum nokkurra rannsókna hefur
það haldist í kringum 40-50% frá því að BAH
Læknablaðið 2006/92 201