Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2006, Síða 43

Læknablaðið - 15.03.2006, Síða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISPÓLITÍK Hvaðan á samúðin að koma? Sigurbjörg var spurð um það eftir fyrirlesturinn í Öskju hvernig hún mæti undirbúninginn að bygg- ingu hátæknisjúkrahúss í ljósi reynslunnar af sameiningu sjúkrahúsanna. Hún sagðist hafa les- ið skýrslu nefndar sem átti að búa kerfið undir ákvarðanatöku (kennd við Ingibjörgu Pálmadóttur formann) en sá ekki betur en að ákvörðunin um að byggja einn spítala hefði verið tekin áður en skýrslan var skrifuð, hún líktist frekar forsögn fyrir arkitekta. Hún sagði það líka hafa vakið athygli sína að ekkert skuli vera fjallað um tengsl þessa sjúkrahúss við afganginn af heilbrigðiskerfinu. „Já, reyndar vakti það ekki síður athygli mína þegar ég sá hverjir sátu í nefndinni sem samdi skýrsluna og að þar var engan lækni að finna. Þar hefði ég viljað sjá röntgenlækni en þeir gegna að mínu viti lykilhlutverki í nútíma bráðasjúkrahús- um. Þeir hafa púlsinn á tækninni og vita hvað er handan við hornið í þeim efnum, ekki bara að því er varðar rannsóknartæknina sjálfa heldur einnig hvaða möguleikar eru að verða til í samskipta- tækninni sem gerir þeim kleift að að halda uppi beinum samskiptum við aðra sérfræðinga innan sjúkrahúss sem utan, jafnvel í öðrum landshlutum, sem bíða eftir niðurstöðum myndgreininga. Niðurstaða nefndarinnar hallar sér óþarflega mikið utan í háskólann. Grunnnám lækna felst meðal annars í uppeldis- og mótunarhlutverki þar sem verið er að kynna læknum þær sérgreinar sem þeim standa til boða. Skortur á tengslum við afganginn af heilbrigðiskerfinu getur haft afar óheppileg áhrif á þróun læknisþjónustunnar þegar til framtíðar er litið. Þá er eðlilegt að spurt sé hvað fólk sér fyrir sér í samstarfi spítalans við alla þessa færu sérfræðinga sem eru með stofur úti í bæ. Hvað um tengslin við heilsugæsluna, heimilislæknana og notendasamtökin? Hvað um skipulag meðferðar á langvinnum sjúkdómum og fráflæði frá spít- alanum? Hvernig ætlar stofnun með svona múra að afla sér samúðar annarra stofnana heilbrigð- iskerfisins? Vandinn er sá að svona stór sjúkrahús hafa til- hneigingu til þess að sitja uppi með vandamál sem þau eiga ekki að leysa. Þegar þetta stóra sjúkrahús er risið með tilheyrandi kostnaði verður kannski ekki mikið afgangs fyrir aðra hluta kerfisins. Ekki eykur það á samúðina. Hvað þá það að fólk fær ekki að taka þátt í ákvörðuninni, eiga einhverja hlutdeild í mótun á starfsemi sem ætlað er að gegna svo rniklu lykilhlutverki í heilbrigðisþjón- ustu landsmanna. Hér virðist hins vegar ríkja það viðhorf að þegar menn eru að móta stefnu fyrir rekstur sjúkrahúss séu þeir að móta stefnu fyrir allt heilbrigðiskerfið. Starfsemi utan sjúkrahúsa verður að afgangsstærð sem mótast af aðgerðum sem beinast að sjúkrahúsum. Þá er von að spurt sé: hvar og hver er kallinn í brúnni og hvað hefst hann að? Ráðherra á eftir að klára heimavinnuna sína, fyrr getur hann ekki ætlast til þess að allir leggist á árar og rói á bæði borð. Það vantar inn í myndina sjónarmið óháðra aðila sem geta skoðað kerfið utan frá og hafa ekki beinna hagsmuna að gæta við framkvæmd þjónustunnar.“ Umræðunni er ekki lokið Sigurbjörg segir að stefnan í heilbrigðismálum sé ekki mörkuð heldur „gerist“ hún. „Það er alltaf verið að taka skyndiákvarðanir og leysa vandamál og uppnám sem verður einhvers staðar í kerfinu. Þessar skyndiákvarðanir verða svo stefnumarkandi. Nýja frumvarpið til laga um heilbrigðisþjónustu er gott dæmi um það hvernig stefna gerist. Þar er í rauninni verið að uppfæra kerfið í ljósi þess sem þegar hefur gerst, en það er ekki að finna þar framtíðarsýn fyrir íslenska heil- brigðiskerfið. Akvörðunin um sameiningu sjúkrahúsanna var ein þessara ákvarðana sem tekin var án umræðu. Svo er ráðherrann sem tók hana gerð að formanni í nefnd sem á að fylgja ákvörðuninni eftir og það gerist í þeim anda að af því við sögðum A verðum við að segja B. Og nú er gengið út frá því sem gefnu að spítalinn skuli vera á einum stað, það hafi verið fólgið í ákvörðuninni um sameiningu. Kannski var einhverjum lofað því bak við tjöldin en aðrir kostir voru aldrei ræddir af neinni alvöru. Þetta þýðir að við erum föst í fjötrum fortíðar og vantar alla framtíðarsýn. Þetta er mjög lamandi fyrir umræðu um heilbrigðismál sem er mjög bagalegt, ekki síst vegna þess að í íslenskri heilbrigðisþjónustu eru að störfum ákaflega hæfir sérfræðingar með afar víðtæka menntun og reynslu. Hættan er auðvitað sú að fagfólk yfirgefi svona bát ef það fær ekki að vera með í ráðum. Fréttablaðið gerði nýlega könnun á því hvort menn teldu að sjúkrahúsið ætti að rísa í Vatns- mýrinni og þar kom fram að þeir sem svöruðu skiptust nokkurn veginn í jafnstóra hópa með og á móti. Þetta segir mér að það sé töluvert eftir af umræðunni. Eigum við ekki að taka hana?“ spyr Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur að lokunt. Þess má geta að doktorsritgerð Sigurbjargar er komin út hjá Háskólaútgáfunni og nefnist Health Policy and Hospital Mergers. Hún fæst í Bóksölu stúdenta og öllum bókaverslunum. Bókarkápa doktors- ritgerðar Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur. Læknablaðið 2006/92 219

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.