Læknablaðið - 15.03.2006, Side 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SIÐFRÆÐI
Þegar trúnaður víð skjólstæðing og
samfélagsskyldur stangast á
Kristín
Sigurðardóttir
ksp@landspitali. is
Fyrsti pistill af nokkrum
sem liösmenn Siðfræðiráös
LÍ skrifa um trúnað,
þagnarskyldu og ný sjónarmið
samfélagsins gagnvart þeim
málefnum.
í Siðfræðiráði sitja:
Jón G. Snædal formaður
Arna Rún Óskarsdóttir
Ástríður Stefánsdóttir
Benedikt Ó. Sveinsson
Guðlaug Þorsteinsdóttir
Kristín Sigurðardóttir
Sveinn Kjartansson
Höfundur er læknir og
fræðslustjóri á slysa- og
bráðadeild Landspítala
Fossvogi.
Þörf umræða hefur átt sér stað undanfarið um
trúnaðarskyldu lækna. Læknar, heilbrigðisstarfs-
menn og þeir sem við þjónum þurfa að taka þátt í
umræðunni. Við búum við ákveðinn skilgreindan
lagaramma, bæði sem læknar og borgarar þessa
lands, og sem okkur ber að fara eftir.
Ljóst er að við læknar sinnum öllum sem til
okkar leita óháð því hvað þeir kunna að hafa gert.
í mínum huga er trúnaður okkar við skjólstæð-
inga okkar heilagur. Langoftast eru málin einföld
og vandaræðalaus. Hins vegar finnst mér vandinn
koma upp þegar við starfs okkar vegna komumst
að upplýsingum sem geta reynst skjólstæðingum
okkar eða jafnvel öðrum afdrifaríkar ef ekki er
brugðist við. En við erum bundin trúnaði, bæði
samkvæmt læknaeiði og einnig þeim lögum og
reglum sem við störfum eftir. Þá kemur fram í
læknaeiðnum að okkur beri að gæta að almanna-
heill og sem almennum borgurum beri okkur að
fara að landslögum eins og öðrum. Fyrir kemur að
þetta tvennt stangast á og hvað eigum við þá að
taka til bragðs?
Mér hefur fundist óviðunandi að það sé ekki
skýrt hvernig bregðast á við slíkum aðstæðum. Því
var það að fyrir tveimur árum vakti ég athygli á
vandanum og óskaði eftir svörum og skýrari línum
þar sem hægt væri. Ég hélt fræðslufundi á deildinni
þar sem ég starfa til að fá fram umræður um þessi
mál og sendi fyrirspurnir og leitaði álits á ýmsum
snúnum málum til lækna deildarinnar, yfirmanna,
lækningaforstjóra og lögfræðings sjúkrahússins,
landlæknis, Læknafélags íslands, borgarlæknis
og lögreglu þar sem mér fannst álit þessara aðila
og sjónarmið varðandi lagaskyldur okkar vera
mikilvæg. Eftirfarandi eru nokkrar af þessum fyr-
irspurnum.
„Burðardýr“ Hvaða stefnu eigum við að hafa á
sjúkrahúsinu varðandi burðardýr, (þeim sem hafa
gleypt umtalsvert magn af fíkniefnum í umbúðum
og eru enn með þau innvortis)? Fyrir nokkrum
árum algjörlega óþekkt vandamál en því miður
staðreynd í dag.
Skiptar skoðanir voru á því hvað gera skyldi við
burðardýrin sem komu á deildina. Flestir komu í
fylgd lögreglu og ef viðkomandi voru veikir var málið
einfalt, þeir fengu meðferð og síðan innlögn með
lögreglufylgd og lögreglan fékk þau efni sem skiluðu
sér. Hins vegar var óljóst hvað gilti um þá sem voru
í lögreglufylgd en voru ekki veikir. Sumir töldu rétt
að vísa þeim aftur í fangageymslur sem gekk gegn
því sem ég hafði lært í sérfræðinámi erlendis. Því
til stuðnings sendi ég fyrrgreindum aðilum grein úr
New England Journal of Medicine (2003; 349: 2519-
26.) þar sem mælt er með úthreinsun með „golightly“
og innlögn til eftirlits fyrir þennan hóp.
Hins vegar kemur fyrir að fólk leitar sjálft til
okkar án vitneskju lögreglu. Þá spurði ég annars
vegar hvað við ættum að gera við eiturefnin eftir
úthreinsun, hvort okkur bæri að tilkynna málið til
lögreglu eða ekki, og hins vegar hvað við ættum
að gera ef viðkomandi væri ekki í bráðri lífshættu
í augnablikinu, afþakkaði meðferð, en vildi fara
frá okkur með efnin innvortis. Þá væri viðkomandi
sjálfur í hættu svo og aðrir einstaklingar í þjóð-
félaginu vegna eiturefnanna sem færu sennilega í
umferð. Þarna hefði ég viljað bregðast við eins og
ef ölvaður einstaklingur ætlaði að aka eftir að hafa
verið á deildinni. Þar tel ég trúnaði mínum aflétt
og segi honum að lögregla verði látin vita að hann
setji sig og aðra í hættu og brjóti landslög.
Eftir umræðu fékkst sú niðurstaða að við
gætum afhent lögreglu efnin en virtum trúnað við
skjólstæðinga okkar.
Umræða um þátt burðardýra hefur aukist und-
anfarið, sérstaklega um trúnað, og sjónarmið lög-
reglu og heilbrigðisráðherra eru þau að tilkynna
eigi glæpinn. Þetta er nýtt sjónarhorn fyrir mörg
okkar og gífurlegt „Pandora’s Box“ sem opn-
aðist ef þetta yrði ofan á. Sú hætta gæti skapast
að burðardýr þyrðu ekki að leita til okkar eftir
hjálp ef koma þeirra yrði tilkynnt til lögreglu.
Slíkt gæti hugsanlega dregið einhverja til dauða.
Fíkniefnaheimurinn er harður og hrottafenginn.
Tryggja þyrfti öryggi og vernd þeirra starfsmanna
heilbrigðisstofnana sem kæmust yfir vitneskju og
tilkynntu lögreglu.
Ökumcnn Við Hjalti Már Björnsson læknir höfum
vakið athygli á ábyrgð okkar gagnvart þeim sem
eru ekki hæfir til að aka bifreið vegna sjúkleika
og kunna að vera hættulegir sjálfum sér og öðrum
í umferðinni. Mjög erfitt er við það að fást en
fyrir kemur að við greinum fólki frá því að það
eigi ekki að keyra en viðkomandi lætur orð okkar
sem vind um eyru þjóta. Hvað ber okkur að gera?
Hætt er við að ef læknir sjúklings yrði að tilkynna
til lögreglu, myndi viðkomandi jafnvel ekki leita
með sinn vanda til læknisins, ekki fá þá greiningu
og meðferð sem nauðsynleg er. Þá gæti skapast
224 Læknablaðið 2006/92