Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2006, Side 5

Læknablaðið - 15.07.2006, Side 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS II M R Æ Ð A 0 G F R É T T I R 542 Af sjónarhóli stjórnar. Mikill er máttur orðsins Birna Jónsdóttir 543 Aðalfundur LÍ 1.-2. september á Egilsstöðum 544 Lækningar í Ágústínusarklaustrinu á Skriðu Niðurstöður fornleifarannsóknar Steinunn Kristjánsdóttir 548 Hlutverk lækna er að sinna sjúklingum Viðtal við Siv Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra Hávar Sigurjónsson 552 Hugsunin er kóróna sköpunarverksins Viðtal við Ólaf Árna Sveinsson lækni og heimspeking Hávar Sigurjónsson 554 Læknar á hlaupum Rætt við fjóra lækna sem allir hlaupa af lífi og sál Hávar Sigurjónsson Góð aðferð til að losa um streitu - Hildur Harðardóttir Allt bilar sem ekki er notað - Trausti Valdimarsson Líkaminn gerður til að hlaupa - Eyjólfur Guðmundsson „Af því ég get það“ - Jórunn Viðar Valgarðsdóttir 562 Boð fyrir 39 kandídata úr læknadeild LÍ bauð nýja lækna velkomna í hópinn Védís Skarphéðinsdóttir 563 Vísindadagskrá í tilefni afmælis Guðmundar Þorgeirssonar Védís Skarphéðinsdóttir 564 Hvenær rumskar Læknafélagið aftur? Tómas Helgason F A S T I R P I S T L A R 567 íðorð 189. Orðalistar Jóhann Heiðar Jóhannsson 568 Lausar stöður 571 Einingaverð 572 Sérlyfjatextar 578 Eins og bjart sólskin í hendi. Sumarhugvekja handa læknum Jón Kalman Stefánsson 579 Ráðstefnur og fundir „Gingham, Cadmium Red Medium", 2005. Hör, akrýlmálning, ofið. 91,5x91,5x2,5 cm Málverkið hefur gengið í gegn um langt skeið tilrauna og rannsókna þar sem listamenn láta reyna á mörk þess. Sem kunnugt er var það lengst af notað til að miðla myndum af einhverju sérstöku, sögulegum viðburðum, mannfólki eða hlutum, svo algeng dæmi séu tekin sem enn eru við lýði. Fyrsta verulega breytingin í sögu þess má segja að hafi verið tilkoma abstraktmálverksins snemma á 20. öld og seinní hluta aldarinnar eru stílar og stefnur í kringum miðilinn óteljandi. Að halda því fram i dag að málverk samanstandi af olíu- eða akríllit á striga sem strekktur er á blindramma er þannig hálfgerð timaskekkja. Þótt fróðir aðilar væru spurðir fengjust likast til verulega ólík svör við spurningunni um skilgreiningu málverks nú um stundir. Hildur Bjarnadóttir glímir við málverk i nýrri seríu verka sem dæmi má sjá um á forsíðu Læknablaðsins að þessu sinni. Verk hennar, Gingham, Cadmium Red Medium, frá árinu 2005, er skemmtileg nálgun að viðfangsefninu sem gengur út frá tækni listamannsins, en hún vinnur iðulega með textíl. Hildur er kunn af verkum sem byggja á handverki, vefnaði, útsaum, hekli eða þviumliku. I heimi textils er Gingham ákveðin gerð vefnaðar, indónesískur að uppruna, sem byggir á tveimur litum ofnum i köflur. Þetta mynstur er algengt í borðdúkum, viskustykkjum og allskyns hversdagsvefnaði. Hildur notar hör sem hún litar með akríllit, síðan vefur hún saman náttúrulegum þræði og í þessu tilviki rauðum svo úr verður Gingham. Þetta strekkir hún síðan á blindramma og útkoman er það sem samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu mætti kalla málverk. Þá er bara spurningin málverk af hverju? Hildur vísar i fjölda liststefna f þessu verki þar sem hún blandar saman hefðum textíls og málverks. Sem dæmi mætti nefna minimalisma ef við skoðum formfast mynstrið, konseptlist ef við skoðum hugmyndafræðina að baki verkinu, popplist ef við skoðum þetta sem mynd af borðdúk og svona mætti áfram telja. Verkið kann við fyrstu sýn að virðast ólíkt mörgum hennar fyrri verkum sem visa í fallegar hannyrðir, blúndur og skraut, en í raun er það ómissandi í samhengi við þær hugmyndir sem hún sækir í linskápinn, því Gingham er sígilt efni. Markús Andrésson Læknablaðið 2006/92 513

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.