Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 25
FRÆÐIGREINAR / RISTRUFLANIR !■ Áhættuþættir og algengi ristruflana meðal íslenskra karlmanna á aldrinum 45-75 ára Guðmundur Geirsson1 ÞVAGFÆ RASKURÐLÆ KNIR Gestur Þorgeirsson2 HJARTALÆKNIR Óttar Guðmundsson3 GEÐLÆKNIR Guðmundur Vikar Einarsson1 ÞVAGFÆRASKURÐLÆKNIR Höfundar nutu fjárhags- stuðnings Pfizer við rannsóknina. 'Þvagfæraskurðdeild Landspítala Hringbraut, 2Hjartadeild Landspítala Hringbraut ’Geðdeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Guðmundur Geirsson gug@landspitali.is Lykilorð: ristruflanir, algengi, áhœttuþœttir, faraldsfrœði. Ágrip Inngangur: Erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni ristruflana er há meðal karlmanna og að þær aukast með aldrinum. Einnig hefur komið fram sterk fylgni við ýmsa sjúkdóma eins og sykursýki og æðasjúkdóma. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni og orsakir ristruflana meðal íslenskra karlmanna á aldrinum 45-75 ára. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 4000 karlmenn á aldrinum 45-75 ára sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Þeir fengu sendan spurningalista með 27 spurningum; þar af voru fimm sértækar spurningar til að meta stig ristruflana samkvæmt alþjóðlegum stöðluðum kvarða (International Index of Erectile Function, IIEF-5). Að auki var spurt um ólíka þætti varðandi sjúkdóma, lyf og kynlífsheilsu. Niðurstöður: Svarhlutfall var 40,8%. í ljós kom að algengi ristruflana meðal þátttakanda var hátt, eða 35,5%. Marktækur munur kom fram meðal yngstu og elstu þátttakendanna: 21,6% karlmanna í yngsta hópnum fá einhvers konar ristruflanir og 62,3% karlmanna í elsta hópnum. Marktækir áhættuþættir fyrir ristruflunum auk aldurs reyndust vera daglegar reykingar, sykursýki, hátt kólesteról, kvíði og þunglyndi. Kynlífsáhugi og kynlífsvirkni karlmanna í öllum aldurshópum er há. Læknar spyrja karlmenn sjaldan út í kynlífsvanda og einungis um 24% þeirra sem hafa ristruflanir hafa fengið meðferð. Ályktun: Há tíðni ristruflana hér á landi er sam- bærileg við tíðnina í öðrum löndum. Marktækir áhættuþættir eru þeir sömu og fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og gilda því sömu leiðbeiningar til forvarna fyrir ristruflanir og fyrir hjarta- og æða- sjúkdóma. Inngangur Ristruflanir hafa verið skilgreindar sem vangeta til að fá eða viðhalda nægilegri stinningu sem nauðsynleg er til fullnægjandi samfara (1). Með tilkomu nýrra lyfja við stinningarvanda karla hefur aukin athygli beinst að ristruflunum. Um allan heim hafa verið gerðar athuganir á tíðni ristruflana sem hafa leitt í ljós að vandamálið er mjög algengt og fer vaxandi með hækkandi með- ENGLISH SUMMARY Geirsson G, Þorgeirsson G, Guðmundsson Ó, Einarsson GV Risk factors and prevalence of erectile dysfunction amongst icelandic men aged 45-75 Læknablaðið 2006; 92: 531-7 Objective: Many population studies worldwide have shown high prevalence of erect ile dysfunction, a condition that increases dramatically with age. Other risk factors are also well known such as diabetes and arteriosclerosis. The aim was to study the prevalence and risk factors of erectile dysfunction among lcelandic men. Material and methods: The participants were 4000 men age 45-75 year old randomly chosen from the lcelandic National Registry. They received a 27 item questionnaire to access the degree of erectile dysfunction using the 5 question International Index of Erectile Function (IEEF), and also other aspects of sexual health, medication and concomitant diseases. Results: The response rate was 40.8%. The overall prevalence of erectile dysfunction was 35.5%. The condition was significantly more prevalent in the older age group (65-75 yo) compared to the yonger group (45- 55 yo), 21.6% vs 62.3% respectively. Other significant risk factors were smoking, diabetes, high cholesterol, hypertension, depression and anxiety disorder. Sexual activity and interest is high in all age groups. Physicians rarely take the initiative of asking men about sexual dysfunction. Only about 24% of males with erectile dysfunction have received some treatment. Conclusion: This first population based study among lcelandic men shows a high prevalence of erectile dysfunction and is in accordance with similar studies in other counties. Significant riskfactors are the same as are well known for cardiovascular diseases. Thus preventive measures should be the same for both conditions. Keywords: erectile dysfunction, epidemioiogy, prevaience, risk factors. Correspondence: Guðmundur Geirsson, gug@landspitali.is Læknablaðið 2006/92 533
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.