Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 26
FRÆÐIGREINAR / RISTRUFLANIR Mynd 1: 'I'íðni ristruflana hjá íslenskum karmönnum á aldrinum 45-75 ára. Stigafjöldinn skiptist á eftirfarandi hétt: Ristruflun Stig Mikil 1-7 Miðlungs 8-11 Væg til miðlungs 12-16 Vasg 17-21 Engin 22-25 miölungs alaldri þjóða. Tíðni ristruflana í ýmsum löndum hefur mælst frá 2% hjá körlum yngri en 40 ára til 80% hjá áttræðum og eldri (2). Erfitt er að bera saman niðurstöður um tíðni ristruflana á milli landa og rannsókna þar sem tíðnitölur byggjast á ólíkri aðferðafræði, skilgreiningum eða skilningi meðal þjóða á ristruflun. Einnig þarf að skoða tíðni með tilliti til annarra samhliða sjúkdóma og aldurs. Ein þekktasta rannsóknin sem gerð hefur verið á þessu sviði er svonefnd „Massachusetts Male Aging Study“. Hún sýndi að ríflega helming- ur, eða 52% karlmanna á aldrinum 40-70 ára, fann fyrir ristruflun af einhverju tagi (3). Rannsóknin gaf til kynna mjög sterka fylgni milli ristruflana og aldurs, auk þess sem jákvæð fylgni kom fram við reykingar þátttakenda og samhliða sjúkdómum eins og hjartasjúkdómum, háþrýsting, hækkaða blóðfitu, sykursýki og þunglyndi. Fleiri rannsóknir hafa sýnt fram á sömu niðurstöður (4, 5). Til er íslensk rannsókn á ristruflunum meðal 226 syk- ursjúkra karlmanna og sýndi hún sambærilega tíðni og í öðrum löndum. Ristruflun reyndist há: 40% hjá körlum með sykursýki af tegund 1 (með- alaldur 51,9 ár) og 56% hjá körlum með sykursýki af tegund 2 (meðalaldur 62,5 ár) (6). Hingað til höfum við litið til annarra rannsókna og borið okkur saman við erlendar niðurstöður en ekki hafa legið fyrir upplýsingar um tíðni ristrufl- ana almennt á meðal íslenskra karlmanna. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni og orsakir risvandamála sem og kynhegðun meðal íslenskra karlmanna. Aðferðir í úrtakinu voru 4000 karlmenn á aldrinum 45-75 ára og voru þátttakendur valdir með slembivali úr þjóðskrá. Þeir fengu sendan lista með 27 spurn- ingum sem þeir voru beðnir að svara (sjá spurn- ingalista í viðauka). Til að meta stig ristruflana var notaður alþjóðlegur kvarði með fimm spurningum (International Index of Erectile Function, (IIEF- 5) (7) sem hafði verið þýddur á íslensku og forprófaður. Þetta eru spurningar 3-7 í spurningalistanum. Fyrir hverja spurningu er hægt að fá núll til fimm stig. Stuðull fyrir ristruflun er fundinn með því að leggja saman útkomu úr þessum fimm spurningum. Einstaklingur sem er ekki með neina ristruflun fær 22-25 stig, væga ristruflun 17-21 stig, væga til miðlungs 12-16 stig, miðlungs 8-11 stig og mikla ristruflun 1-7 stig (mynd 1). Þeir karlmenn sem höfðu ekki reynt að hafa samfarir eða fengið kynferðislega örvun Tafla 1. Aðhvarfsgreining. - Áhrif aldurs, sykursýki, reykinga, hækkaðs kólesteróls og kvíða/þunglyndis á ristruflanir. Óháðar breytur og gildi sem þær taka Hallatala (b) Marktekt (p) Aldur (45-75) -0,274 <=0,001 Sykursýki (0,1) -1,642 <=0,001 Reykja daglega (1) vs. hafa aldrei reykt (0) -1,037 <=0,05 Reykja sjaldnar en daglega (1) vs. hafa aldrei reykt (0) -0,388 e.m. Hættu fýrir minna en ári (1) vs. hafa aldrei reykt (0) -0,558 e.m. Hættu fyrir meira en ári (1) vs. hafa aldrei reykt (0) -0,579 e.m. Hækkað kólesteról (0,1) -0,071 <=0,05 Kvíði-þunglyndi (0,1) -0,043 <=0,05 Fjöldi svarenda=1406 Skýrð dreifing R2=0,2; p<=0,001; e.m. = ekki marktæk 534 Læknablaðið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.