Læknablaðið - 15.07.2006, Page 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐTAL VIÐ HEILBRIGIÐSRÁÐHERRA
Sif Friðleifsdóttir heil-
brígðis- og tryggingaráð-
herra.
einkarekstur í heilbrigðisþjónustu. Sérfræðilæknar
eru með heilmikinn einkarekstur á stofum
út í bæ. Þar er ríkið engu að síður að borga
verulegar upphæðir með komu hvers sjúklings.
Ég er fylgjandi því að við nýturn alla möguleika á
frumkvæði einstaklinga en það verður að vera með
þeim hætti að almenningur hafi aðgang að góðri
þjónustu og verði ekki til þess að hinir efnaminni
geti ekki nýtt sér þá þjónustu. Það er hins vegar
mjög mikill munur á einkarekstri f þessum
skilningi og einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.”
Heimilislœknar hafa sótt það nokkuð fast að fá
leyfi til starfrœkja einkastofur utan heilsugœslunnar.
Forveri þinn í embœtti, Jón Kristjánsson, gaf
út viljayfirlýsingu þessa efnis í nóvember 2002
þar sem segir m.a.: Jafnframt mun heilbrigðis-
og tryggingaráðherra þá beita sér fyrir því að
sérfrœðingar í heimilislœkningum geti annaðhvort
starfað á heilsugœslustöðvum eða á læknastofum
utan heilsugæslustöðva." Hyggstu fylgja þessari
yfirlýsingu eftir með tilheyrandi breytingum?
„Við höfum viljað veita þessa þjónustu
innan heilsugæslunnar og heimilislæknar vinna
langflestir innan hennar í dag. Við höfum hins
vegar verið að taka skref í þá átt að bjóða út
rekstur heilsugæslustöðva eins og til dæmis
heilsugæslustöðin í Salahverfi. Það er ekkert
útilokað að meira verði gert af slíku í framtíðinni.
Þegar hægt er að sýna fram á að hópur
heilsugæslulækna geti rekið heilsugæslustöð með
hagkvæmum hætti þá er það kostur sem vert er
að skoða.”
Spurningin snýst þó um hvort einstökum
heimilislœknum verði gert kleift að starfa á
einkastofum utan heilsugœslunnar?
Við höfum viljað halda þessu innan heilsugæslu-
fyrirkomulagsins og það er að mínu mati mjög
mikilvægt að byggja upp öfluga heilsugæslu og þar
er búið að vinna marga og stóra sigra. Heilsugæsla
er afgerandi grunnþáttur í heilbrigðiskerfi okkar.”
Fyrirhuguð bygging hátœknisjúkrahúss við
Hringbraut hefur sætt nokkurri gagnrýni, sér-
staklega úr röðum lækna. Meðal annars er gagn-
rýnt að byggingin verði oflágreist og fyrir vikið of
stór að flatarmáli. Einnig að staðsetning hennar á
Landspítalalóðinni sé ekki sú hagkvœmasta með
tilliti til aðgengis og tenginga við aðrar deildir. Er
þetta gagnrýni sem tekið verður tillit til?
„Ég tel að þetta sé að miklu leyti ótímabær
gagnrýni. Sumir hafa talið að myndin sem sýnd
var af byggingunni þegar samkeppninni lauk
sé hin endanlega mynd af byggingunni. Það er
alls ekki þannig. Hönnunarvinnan er öll eftir og
því eru allar yfirlýsingar um hæðir og flatarmál
algjörlega ótímabærar. Ég hef heyrt gagnrýni um
að byggingin sé of löng og þyrfti að vera hærri og
Læknablaðið 2006/92