Læknablaðið - 15.07.2006, Page 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐTAL VIÐ HEILBRIGIÐSRÁÐHERRA
þetta eru mál sem nefndin er vinnur að framgangi
málsins er með til skoðunar.”
En er þó ekki umhugsunarefni að þessi gagnrýni
frá lœknum, þeim sem eiga að starfa við hið vœnt-
anlega sjúkrahús?
„Eg hef ekki orðið vör við annað en mjög
almennan stuðning starfsmanna spítalans við
þetta verkefni, lækna ekki síður en annarra. Ég
hef heimsótt margar deildir spítalans síðan ég tók
við embætti og ekki fundið annað en almennan og
sterkan stuðning við verkefnið. Starfsmannaráð
spítalans ályktaði sérstaklega um þetta efni og
það er alveg ljóst að með nýjum spítala mun að-
staða sjúklinga, starfsmanna og nemenda batna
stórlega.”
Hvernig verður framkvœmdaáœtlun háttað?
„Það verður byrjað á bráðamóttökunni og talað
er um að fyrsti áfangi fari í framkvæmdir árið
2008 en það þarf að vanda mjög til undirbúnings
og gera má ráð fyrir að nýja byggingin muni
skila hagræðingu uppá um 10-15% á ári svo
þetta verkefni mun borga sig á innan við tveimur
áratugum.”
Hversu vel heppnuð telurðu að sameining
sjúkrahúsanna í Reykjavík hafi verið á sínum tíma
og allar götur síðan?
„Ég tel hana mjög vel heppnaða. Þegar lagt var
upp með hana var ekki lögð áhersla á sparnað en
sameiningin hefur skilað því að útgjaldaaukning
hefur verið hamin verulega.
Sameiningin hefur tekist afar vel og skilað
meiri hagræðingu í rekstri en upphaflega var gert
ráð fyrir. Skýrsla ríkisendurskoðunar um rekstur
Landspítala staðfestir hversu vel hefur tekist til.”
Lœknar hafa gagnrýnt að stjórnun spítalans sé
úr þeirra höndum og komin í hendur þeirra sem
þekki lítið til lœkninga.
Ég tel að stjórnun Landspítala sé öflug og
góð. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem stjóma
spítalanum og tel þau afar fim í sínum störfum.
Það er auðvitað mikið mál að stjórna 4500 manna
vinnustað sem er að þjóna mjög viðkvæmum hópi
sjúklinga. En þetta tekst auðvitað líka af því að
starfsfólkið er einnig öflugt og lipurt.”
Er Landspítali ekki of stór í okkar íslenska
samhengi?
„Nei, alls ekki. Þetta er sérgreinasjúkrahús
sem þarf að geta sinnt öllum þeim fjölmörgu
tilfellum sjúklinga með flókna og erfiða sjúkdóma.
Drifkrafturinn á bakvið sameininguna var einmitt
að sameina hinar mörgu sérgreinar í eitt öflugt
háskólasjúkrahús.”
Engu að síður eru nokkuð áberandi óánœgju-
raddir meðal lækna með stjórn og rekstur
Landspítala.
„Læknar eru auðvitað mjög mikilvægur hópur
og þeirra hlutverk er að sinna sjúklingum og þeir
gera það með slíkum ágætum að eftir er tekið um
víða veröld. Dæmi um það er hversu frábærlega
vel hefur tekist til með fæðingarlækningar og að
við búum við lægstu tölur um ungbarnadauða í
heiminum. En auðvitað verður að vera stjórnun
á þessum vinnustað eins og öðrum og til þess eru
stjórnendur. Það geta ekki allir verið stjórnendur
og ég held að þessum málum sé ágætlega fyrir
komið á Landspítala.”
Hjartalœknar fóru af samningi við Trygginga-
stofnun í febrúar og þess í stað var tekið upp tilvís-
anakerft sem þeir voru alls ekki sáttir við. Stendur
til að leysa þennan ágreining?
„Hjartalæknar gengu sjálfir útaf samningi við
sérgreinalækna sem var í gildi og var gerður fyrir
ári síðan og er í gildi til 2008. Það var þeirra val
að fara af samningi og mér þótti það leitt, en með
þessu upphefst endurgreiðsluréttur sjúklinga og til
að tryggja hann áfram settum við á beiðnakerfi.
Þannig að ef sjúklingar vilja nýta endurgreiðslu-
rétt sinn gagnvart Tryggingastofnun verða þeir að
fara með beiðni frá heimilislækni til hjartalæknis.
Það bar of mikið á milli svo hjartalæknarnir ákváðu
að segja upp samningi.”
Er verið að vinna að lausn þessa máls?
„Nei, það eru ekki neinar beinar viðræður í
gangi við hjartalækna núna enda sagði ég við þá
þegar ég ræddi við þá um þessa stöðu að ef ekki
næðist saman þá kæmi til beiðnakerfi og það
myndi ekki vara í örskamman tíma því það er
heilmikil aðgerð að koma því í gang. Það er fram-
kvæmd sem ekki er sett á til skamms tíma. En ég
útiloka ekki að þeir komi inn á samning síðar. Við
búum við slíkt kerfi að það er ekki eðlilegt að
þegnarnir greiði fyrir meira en þá þjónustu sem
nauðsynlegt er að veita. Sérgreinasamningar eru
byggðir upp eins og nokkurs konar kvótakerfi og
ef farið er yfir þann kvóta, þurfa sérgreina'.æknar
að veita afslátt og læknar hafa samþykkt það með
gildandi samningi. En hjartalæknar kusu sem sagt
að ganga af samningnum og það bar einfaldlega
allt of mikið á milli til að hægt væri að mæta kröf-
um þeirra.”
Mannaflaspá í fjórum heilbrigðisstéttum sem
Hagfrœðistofnun HÍ hefur unnið fyrir ráðuneytið
hefur verið talsvert til umræðu að Undanförnu. Par
vekur fyrst og fremst athygli dökkar horfur í stétt-
um hjúkrunarfrœðinga og sjúkraliða. Talað hefur
verið um að atika inntöku nýnema í hjúkrunar-
frceðum en þar hafa ríkt fjöldatakmarkanir. Þó eru
í landinu um 500 menntaðir hjúkrunarfrœðingar
sem vinna við annað en hjúkrun. Er fjölgun hjúkr-
unarfræðinema lausnin á vandanum?
„Lausnin á þessum vanda er margháttaður en
ein lausnin er að fjölga nemunum. Mannaflaspáin
550 Læknablaðið 2006/92