Læknablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FUNDAHÖLD
Hvenær rumskar
Tómas Helgason
tomashe@isholf.is
*
Höfundur er prófessor, dr.
med.
Aðalfundur Læknafélags íslands hefur verið aug-
lýstur. Það vekur undrun að ekki er á dagskrá um-
ræða sem lítillega hefur farið fram í Læknablaðinu
um skipulag og stjórn heilbrigðismála (1-3). Þó
er þagnarskyldan sem einnig hefur verið rædd á
síðum Læknablaðsins á árinu (4-8) á dagskrá. En
ekki verður séð að þar eigi að ræða um allsherjar
niðurbrot þagnarskyldunnar með rafrænni sjúkra-
skrá og heilbrigðisneti þar sem þúsundir heilbrigð-
isstarfsmanna munu fá aðgang að upplýsingum um
alla sem einhvern tíma hafa leitað læknis (9).
Hrós handa stjórn LÍ
Stjórn Læknafélags íslands á heiður skilið fyrir að
styðja við bakið áTómasi Zoéga í málaferlum hans
gegn Landspítalanum með því að ábyrgjast greiðslu
málskostnaðar. Enda er hér um mikið alvörumál
að ræða sem snertir atvinnufrelsi og atvinnuöryggi
lækna þegar aðeins er einn síminnkandi spítali
starfræktur í Reykjavík. Sem betur fer var spít-
alinn dæmdur til að greiða málskostnað enda talið
óheimilt að flytja Tómas úr stöðu yfirlæknis í stöðu
sérfræðings. Niðurstaða Hæstaréttar er að aðgerðir
stjórnar spítalans gegn Tómasi hafi verið ólögmæt-
ar (10). En nú reynir á að Læknafélagið láti ekki
spítalastjórnina komast upp með lögleysu og sjái
til þess að hann fái sitt fyrra starf.
Andvaraleysi
Andvaraleysi lækna að því er varðar skipulag
og rekstur heilbrigðisþjónustunnar virðist ótrúlegt.
Hámarki náði andvaraleysið þegar læknar létu
sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík ganga yfir
sig nánast þegjandi og hljóðalaust. Læknar lápu
jafnvel upp hagræðingarþruglið, í stað þess að
mótmæla kröftuglega þeirri einokun sem af sam-
einingunni mundi leiða. Einokun sem bitnar bæði
á sjúklingum og starfsfólki. Vonandi er að verða
breyting á með grein Friðbjörns Sigurðssonar for-
manns læknaráðs Landspítalans „Uppskorið eins
og til var sáð“ (11), þó að hann verði stöðu sinnar
vegna að játast undir hagræðingartrúna.
Misheppnuð sameining - fækkun sjúkrarúma
og starfsfólks - minni afköst
I úttekt Ríkisendurskoðunar frá því í desember
2005 kemur fram að raunkostnaður hins samein-
aða spítala er nánast óbreyttur frá því sem var
fyrir sameininguna (12). Áður hefur verið bent á
að afköst minnkuðu frá 1999-2004 (13). Friðbjörn
benti á að eftir sameiningu spítalanna í Reykjavík
hefði rúmum þar fækkað um 411, segi og skrifa
fjögur hundruð og ellefu. Jafnframt hefur starfs-
fólki fækkað verulega á sama tíma, eða um 285,
samkvæmt ársskýrslum Landspítala 2000-2005.
Eftir að hafa hrakið þessa starfsmenn burt vakna
stjórnendur spítalans allt í einu við vondan draum
sem er sjálfskaparvíti eins og Friðbjörn bendir á
og tala um skort á starfsfólki. Eins og oft áður er
talað um gangainnlagnir og kveinað yfir því að á
spítalanum séu 60-80 öldrunarsjúklingar sem bíði
eftir öðrum vistunarúrræðum (14) og taki upp
dýr rúm án þess að geta um að auðvitað kosta
þessir sjúklingar ekki svo neinu nemi meira á
Landspítalanum en á hjúkrunarheimilum. Á síð-
ustu sex árum hefur hjúkrunar- og dvalarrýmum
fyrir aldraða í Reykjavík og nágrenni ekki fjölgað
nema um tæplega 300, það er fjöldi rýma hefur að-
eins aukist úr 85 í 88 á hverja þúsund íbúa 67 ára
og eldri (15,16). Ekki er að undra þótt biðlistar séu
langir. Og þeir styttast ekki þó að heilbrigðisráð-
herra segi að Landspítali eigi að semja um frekari
forgang að rýmum á hjúkrunarheimilum.
Ógnarstjórn Landspítalans heldur áfram
í fréttum nýverið kom fram að formanni félags
unglækna hafi verið hótað uppsögn á Landspítala
vegna eðlilegra afskipta hans af deilu læknanema
við sjúkrahússtjórnina. Eins og oft vill verða stóð
orð gegn orði, lækningaforstjóri spítalans gaf aðra
skýringu á hótun um áminningu. Annars hefur
lítið borið á afskiptum spítalalækna af rekstri
spítalans á síðustu árum vegna þöggunarstefnu
spítalastjórnarinnar. Hennar er ekki getið í stefnu-
korti spítalans sem Helga Hansdóttir (17) gagn-
rýndi af varkárni í júníhefti Læknablaðsins. Þetta
„stefnukort" er fullt af sjálfsögðum hlutum sem
allir læknar hafa starfað eftir, en þó er ekki minnst
á jafnsjálfsagt hugtak og mannúð eins og Helga
bendir á. Nýútkomið stefnumótunarplagg spít-
alans (14) minnir helst á þegar fjöllin tóku jóðsótt
og fæddist mús. Þar er minnt á ýmislegt sem spít-
alastjórnin hefur ekki farið eftir að undanfömu, en
bætir vonandi úr snarlega.
I úttekt Ríkisendurskoðunar (12) er rætt um
stjórnunarvanda Landspítalans og óánægju lækna
sem hafi verið áberandi. Ríkisendurskoðun segir
564 Læknablaðið 2006/92