Læknablaðið - 15.02.2007, Page 13
FRÆÐIGREINAR / SARKLÍKI
Sarklíki á íslandi 1981-2003
Sigríður Ólína
Haraldsdóttir1
SÉRFRÆÐINGUR í LYF- OG
LUNGNALÆKNINGUM
Kristín Bára
Jörundsdóttir1
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
Friðrik
Yngvason2
SÉRFRÆÐINGUR í LUNGNA-
LÆKNINGUM
Jóhannes
Björnsson3
SÉRFRÆÐINGUR f
LÍFFÆRAMEINAFRÆÐI
Þórarinn
Gíslason1
SÉRFRÆÐINGUR í LUNGNA-
LÆKNINGUM
‘Lungnadeild Landspítala,
2Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri, Vannsóknastofa
Háskólans í meinafræði.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Sigríður Ólína Haraldsdóttir,
lungnadeild Landspítala
Fossvogi, 108 Reykjavík.
Sími: 543 1000.
sigrohar@landspitali. is
Lvkilorð: sarklíki, faralds-
frœði, kynjatnunur, svipgerð.
Ágrip
Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna
tíðni sarklíkis á Islandi, birtingarform sjúkdómsins
og mögulega áhrifaþætti umhverfis.
Efniviður og aðferðir: Allar vefjagreiningar á ár-
unum 1981-2003 á hnúðabólgu á rannsóknastofum
í ineinafræði voru kannaðar og sarklíkitilfelli
vinsuð frá. Utskriftargreiningar á Landspítala og
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri voru kannaðar
með tilliti til sarklíkis og athugað hvort vefjagrein-
ing lægi fyrir. Peir sem greindust með sarklíki sam-
kvæmt vefjasýni mynda rannsóknarhópinn.
Niðurstöður: AIls fundust 235 sjúklingar með
sarklíki og var nýgengið 3,84/100 þús/ári. Á fyrri
hluta rannsóknartímabilsins var nýgengið 2,8/100
þús/ári, en hlutfallslega hærra, 5/100 þús/ári, á
seinni helmingi tímabilsins. Nýgengi sarklíkis var
lægra en annars staðar á Norðurlöndunum. Konur
voru 122 (52%) og karlar 113 (48%). Meðalaldur
kvenna við greiningu var 50,8 ár, en meðalaldur
karla 47,5 ár. Meðalaldur var hærri við greiningu
hér á landi en víðast annars staðar. Algengust
voru einkenni frá öndunarfærum. Augneinkenni
og hnútarós var sjaldgæft í þessum hópi og lífs-
hættuleg einkenni frá hjarta eða taugakerfi voru
afar sjaldgæf meðal íslenskra sarklíkissjúklinga.
Ályktun: Lægra nýgengi má líklega rekja til
strangari inntökuskilyrða í þessari rannsókn en í
öðrum faraldsfræðilegum rannsóknum. Skýring
á hærri meðalaldri við greiningu liggur ekki ljós
fyrir. Skráning mögulegra áhrifaþátta sarklíkis og
uppvinnsla sjúklinga þyrfti að vera markvissari.
Inngangur
Árið 1877 lýsti breskur læknir, Jonathan
Hutchinson (1828-1913), sjúklingi með útbrot á
húð, bólgu í fingurlið og nýrnabilun. Talið er að
þetta sé eitt fyrsta sarklíkistilfelli sem lýst hefur
verið (1). Norðmaðurinn Caesar Boeck lýsti fyrst-
ur manna vefjafræði sarklíkis og nefndi „sarcoid"
þar eð hann taldi smásætt útlit líkjast mjúkvefja-
æxli (sarcoma) (1). Nú á dögum er greining sark-
líkis byggð á sjúkdómsmynd og myndgreiningu að
viðbættri vefjagreiningu sem bendir til sarklíkis,
það er að segja hnúðabólga (granuloma) án yst-
ingsdreps (2) og hafa þá aðrar orsakir hnúðabólgu
verið útilokaðar.
Sarklíki er bólgusjúkdómur af óþekktum or-
sökum. Oþekktur mótefnavaki ræsir ónæmissvar
og hnúðabólga myndast. Hnúðabólgur geta komið
fram í öllum líffærum mannsins. Á röntgenmynd-
um sjást eitlastækkanir í miðmæti hjá allt að 90%
sjúklinga, sarklíki finnst í augum hjá 20-30% og í
húð hjá fjórðungi tilfella. Liðeinkenni eru hjá 25-
ENGLISH SUMMARY
Haraldsdóttir SÓ, Jörundsdóttir KB, Yngvason F, Björnsson J, Gíslason Þ
Sarcoidosis in lceland 1981-2003
Læknablaöiö 2007; 93: 103-7
Objective: To investigate the incidence of sarcoidosis
in lceland, its clinical manifestations and pontential
environmental influences.
Materials and methods: All histopathological diagnoses
of non-necrotizing granulomas generated in lceland
during the period 1981-2003 were reviewed with respect
to a diagnosis of sarcoidosis. Further, patients were
identified by searching hospital discharge diagnoses at
the University Hospital in Reykjavik and the Regional
Hospital in Northern lceland. Only histologically verified
cases were included.
Results: A total of 235 patients were found with
histopathologically proven sarcoidosis. Limited to
patients verified by tissue diagnosis, the annual incidence
of sarcoidosis is 3,84/100.000/year. The incidence was
found to be 2,8/100 000/year during the first half of
the investigation period and 5,0/100 000/year during
the second. This rate is lower than in other Nordic
countries. There were 122 women and 113 men. The
mean age at diagnosis was 50,8 years for women and
47,5 for men. The mean age at diagnosis was higher in
lceland than elsewhere. Clinically, respiratory symptoms
predominated. Ocular symptoms and erythema nodosum
are rare, and life-threatening cardiovascular and
neurological manifestations are distinctly unusual.
Conclusion: The low incidence is undoubtedly due to
the strict inclusion criteria in the present study, i.e. only
those with a tissue diagnosis were included. We have no
explanation as to the higher age at diagnosis in lceland
than elsewhere. Registration of possible environmental
factors and clinical evaluation may be improved.
Key words: sarcoidosis, epidemiology, gender differences,
phenotype.
Correspondence: Sigríður Ó. Haraldsdóttir,
sigrohar@iandspitati.is
Læknablaðið 2007/93 105