Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2007, Side 45

Læknablaðið - 15.02.2007, Side 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR leggur sig. Og eins og vænta mátti konta þeir næst á eftir rannsóknarlögreglumanninum snjalla sem nauðsynleg driffjöður í endalausum sjónvarps- þáttum um hverskyns mannamein. Já, læknar eru fyrirferðarmiklir hvert sem litið er. á þeirn standa mörg spjót forvitni og að- dáunar. Það er sem sagt draumur að vera læknir og auðvitað draumur líka að verða læknir. Ég segi fyrir mina parta: læknar eru yfirleilt ákaflega geðþekkt fólk, ég held ég hafi ekki kynnst nema skínandi skemmtilegum mönnum, körlum og konum, sem bera starfsheitið læknir. Þeir „finna hvað á spýtunni hangir“ eins og móðir mín komst stundum að orði. Þeir vita að „í maga vorum býr mestur dugur/mannvit í görnum líka“ eins og segir í Islandsklukkunni. Ég hefi alltaf kunnað vel við það að meðal þeirra hefur verið vel virk sterkari húmanísk hefð og breytni en við ættum kannski von á - og þar með tek ég fúslega undir túlkun og skilning leikhúsmanna eins og Ibsens og Tsjekhovs á læknum. Enda hlýtur það h'ka að vera okkur óskhyggja að vísindi og mannhyggja nái sem best saman. An húmanisma geta menn ekki verið - án hans og þeirra mannlegu samstöðu og yfirsýnar sem hann gefur er hætta á því, að þótt tæki batni og stórmerkileg lyf finnist - þá verði allur árangur ntjög í skötulíki ef gróði einn og valdshyggja ræður ferð. Eins og ég sagði í byrjun þessa máls þá fylgdi ég því ráði að lala bæði um hitt og þetta - og nú er að spyrja: er nokkur leið til þess að draga megi saman þræðina í þessu spjalli sem svo mjög hefur farið bæði út og suður? Hvað hefi ég eiginlega verið að tala um? Ég sagði áðan að það eru gerðar rnargar kröfur á lækna. Það standa á þeim rnörg spjót. Þeim er lyft hátt á stall. Það eru gerðar til þeirra ótal kröfur sem kannski reka sig hver á annarar horn. Þeir eiga að vera svo ótal margt í senn. Þeir eiga að vera öflugir sérfræðingar - en uni leið eiga þeir að sjá langt út fyrir sérfræðina og hafa heildarsýn í betra lagi en aðrir menn. Þeir verða að gæta sín á hroka vísindanna og vita að háskaleg getur sú valdastaða verið sem fylgir óttanum við dauðann og oftrú alþýðu á möguleik- um þeirra. Þeir verða líka stundum að glínta við vantrú á starfi og möguleikum lækna, það er að sjálfsögðu líka til.Allt getur snúist upp í stórvanda þegar að tilveru og starfi lækna kernur. Og þá eins gott að glata hvorki jarðsambandi, ábyrgðartil- finningu, né heldur þeirri sjálfsgagnrýni sem bæði læknar og skjólstæðingar þeirra þurfa að sinna bæði í gamni og alvöru. Sumar kannanir virðast benda til þess að í löndum sé algeng þrískipting mannfólksins eftir afstöðu manna til lækna. Einn þriðjungur getur aldrei látið lækna í friði með sínu kvabbi. Annar þriðjungur vill svo aldrei við lækna tala og sem minnst af þeim vita og mér er sagt að meðal þeirra séu ansi ntargir karlmenn. Sá þriðjungur sem þá er eftir - það eru þeir sem hafa vit á að leita í hæfi- legum mæli til lækna. Við skulum vona, allra okkar vegna, að sú miðja stækki jafnt og þétt á koslnað jaðarhópanna. Vilmundur Jónsson landlæknir varaði ein- hverntíma við því að læknar lifðu og hrærðust í sjúkdómum - helst vildi hann að þeir væru eins- konar varðliðar heilbrigðisins. Kannski færi best á því að læknar eigi sé það markmið sem á að vera tilgangur allra slökkviðliðsmanna - að það sé engin þörf fyrir þá, þeir verði óþarfir. En þeir séu samt á sínurn stað. Þetta er að vísu óframkvæmanlegt eins og hver maður getur séð - því menn eru ekki hús, það er ekki veruleg eldhætta nerna í sumum húsunt en við mannsskrokkar erum öll brothætt. En það sakar þó ekki að setja sér flott markmið og skemmtileg á nýju ári og á nýbyrjuðu árþúsundi. Til hamingju með tilveruna, læknar. (P.S. Læknar á Læknadögum bentu rnér á að komið er íslenskt orð fyrir i-podið = tónhlaða. Skyldi það festast?) Læknablaðið 2007/93 137

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.