Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐ UTAN Hver er X-factor læknastéttarinnar? Kamran Abbasi, ritstjóri Journal of the Royal Society of Medicine, skrifaði beinskeyttan leið- ara í upphafi ársins um það hvert læknar stefna sem fagstétt. Hann dregur líkingu af sjónvarps- þættinum X-factor (ísl. óþekkta stærðin) þar sem sigur snýst um að hafa þetta „eitthvað” umfram hina keppendurna, hvort heldur það er kunnátta, útgeislun eða eitthvað annað sem vekur athygli á einum umfram hina. Algengir frasar dómara X-factor-keppninnar eru á þessa leið: „Miklir hæfi- leikar vinur, en þig vantar sannfæringuna um hvert þú stefnir.” „Breytt ímynd myndi hafa frábær áhrif”, og „Þú hljómar ágætlega á þínu afmarkaða sviði en geturðu eitthvað þar fyrir utan?” Og Abbasi spyr í framhaldinu hvernig túlka eigi sívaxandi óánægju læknastéttarinnar með stöðu sína innan breska heilbrigðiskerfisins - takið eftir að hér er alls ekki verið að tala um íslenska heil- brigðiskerfið og kannski á ekkert af þessu við íslenska læknastétt. „Rómantíkin er löngu horfin og ungir Iæknar eru svartsýnir og síkvartandi. Þetta hefur reyndar alltaf verið svo. Læknar hafa tamið sér hugarfar umsátursástands til að ráða við vinnuálag sem þeir hafa alls ekki verið und- irbúnir fyrir og það veldur álagi við skipulagningu og ákvarðanatöku. Þó virðist meinið ná dýpra á sjúkradeildum vorum. Læknum finnst þeir van- metnir og ofstjórnað. Lítill X-factor fólginn í því,” segir Abbasi. Og hann heldur áfram: „Rómantíkin - í sínum víðasta skilningi - sem Kildare sjónvarpslæknir naut í ríkum mæli, er á hröðu undanhaldi úr lækn- isstarfinu. Óánægja er af hinu góða og vissulega mikilvæg þegar hún snýst um eitthvað sem skiptir máli, eins og til dæmis hugmyndafræði heilbrigð- isþjónustu. En þegar læknar kvarta undan launa- kjörum sínum þá hljómar það eins og þingmenn sem heimta milljón á mánuði í lágmarkslaun. X-factorinn sem heillaði ungmenni að starfsgrein sem var sveipuð dýrðarljóma, naut virðingar og bauð upp á að bjarga mannslífum að auki (ekki endilega í þessari röð) er hins vegar erfiðara að koma auga á.” Abbasi spyr hvort læknar vilji verða vélmenni, tæknimenn eða upplýsingamiðlarar. „Heilbrigð- isþjónustan yrði örugglega hagkvæmari í rekstri ef vélmenni kærnu í stað lækna sem eru í stöð- ugri baráttu fyrir klínísku frelsi. Kannski ekki vélmenni, en hvað um tæknimenn? Verðurn við áfram alvitrir leiðtogar klínískra teyma eða verð- um við tæknimenn sem gera sitt og hverfa svo af vettvangi? Tveir hjartaskurðlæknar nefndu þetta við mig á dögunum. Framtíð hjáveituaðgerða, að þeirra sögn, er að skurðlæknirinn rétt lætur sjá sig til að framkvæma tengingarnar og lætur hina meðlimi hjartaaðgerðateymisins sjá um allt hitt. Einhverjum kann að finnast þetta helgispjöll en kannski er þetta betra fyrir sjúklinginn og hag- kvæmara fyrir heilbrigðisþjónustuna.” Og Abbasi heldur ótrauður áfrarn að leita X- factornum og spyr hvernig læknum eigi að takasl að finna þann X-factor sem nær til og laðar ungt fólk að starfinu. „Það verður kannski ekki töfra- meðalið sem læknar þekktu svo vel áður; VALD. Satt að segja eru mjög góðar ástæðar fyrir því að þannig eigi þetta ekki að vera. Miðaldurskrísa læknastéttarinnar er kannski einkenni um barátt- una samfara því að breytast úr karlstýrðri stétt yfir í stétt beggja kynja sem hefur rými fyrir ákvarð- anatöku. Læknar nýja tímans verða safnarar upp- lýsinga sem koma sjúklingum til góða - hinn end- anlegi upplýsingamiðlari - í stað veiðimannsins sem reiðir sig á fáfræði sjúklingsins til að viðhalda völdum sínunt og stöðu. Aðdráttarafl þekking- armiðlarans verður sterkt í hinum nýja heimi sem þjáist af offlæði upplýsinga. Þekking eins og við vitum er vald, en miðlun hennar er verðmætari en varsla hennar. Gæti þetta verið X-factorinn sern stétt okkar leitar eftir?” Hávar Sigurjónsson Heimasíða blaðsins Journal ofthe Royal Society of Medicine, www.jrsm.org Læknablaðið 2007/93 139
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.