Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2007, Page 78

Læknablaðið - 15.02.2007, Page 78
MINNISBLAÐIÐ Frágangur fræðilegra greina Ráðstefnur og fundir Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Lækna- blaðsins, Hlíðasmára 8,201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti lil blaðsins. Handriti skal skilað með tvö- földu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og niyndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti.Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: www.laeknabladid.is/bladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. 2.-3. apríl London. Institute of Psychiatry , King’s College í Lond- on heldur þing: Depression: Brain causes - Body consequences. Skrán- ing til 14. febrúar. Sjá nánar: www.iop.kcl.ac.uk/depression 11-13 maí Nyborg á Fjóni. Árlegt þing Scandinavian Society for the study of Diabetes verður haldið í Danmörku að þessu sinni, sjá nánar: www.ouh.dk/sssd2007 30. maí - 1. júní Grand Hótel, Reykjavík. 5. norræna ráðstefnan um rannsóknir á einhverfu. Upplýsingar og skráning: www.yourhost.is/nocra2007 13.-16. júní Reykjavík. 15. þing norrænna heimilislækna, undir heit- inu: „The human face of medicine in a hi-tech world“. Sjá nánar: www.meetingiceland.com/gp2007 27.-30. júní Reykjavík. 46. ársfundur International Spinal Cord Society (ISCoS) og samhliða því er 10. þing Nordic Spinal Cord Society (NoSCoS). Allar upplýsingar: www.sci-reykjavik2007.org 21.-23. september Vín, Austurríki. 5. heimsþingið um heilsu karlmanna: world congress on men’s health & gender. Sjá nánar www.wcmh.info Svar við tilfelli mánaðarins (febrúar 2007) Hér er um að ræða nieöfæddan lungnahluta (pulmonary sequestration) í neðri hluta brjóst- hols vinstra megin. Greiningin fæst á mynd 2, en þar sést slagæðagrein sem liggur til neð- anverðs vinstra lunga. Upptök æðarinnar eru frá ósæð í kviðarholi (í stað lungnaslagæðar), rétt ofan við vinstri nýrnaslagæð. Meðfæddur lungnahluti er sjaldgæfur meðfæddur galli þar sem hluti lungna er án tengsla við lungnaberkjur og lungnablóðrás. Lungnahlutinn tekur þvf ekki þátt í loftskiptum. Oftar en ekki veldur lungnahlutinn einkennum, oftast lungnasýkingum, en sjúklingarnir geta verið einkennalausir og greinast stundum fyrir tilviljun. Oft vaknar grunur á tölvusneiðmynd en greininguna er hægt að staðfesta með annaðhvort segulómun eða slagæðamyndatöku. Skurðaðgerð, þar sem lungnahlutinn er fjarlægður í heild sinni, er yfirleitt sú meðferð sem mælt er með. Slíkt var gert í þessu tilfelli með góðum árangri. ítarefni 1. Gudbjartsson T, Gyllstedt E, Jonsson P. Aðskilinn lungnahluti (pulmonary sequestration) - sjúkratilfelli. Læknablaðið 2003; 89:949-52. 2. Pikwer A, Gyllstedt E, Lillo-Gil R, Jonsson P, Gudbjartsson T. Pulmonary sequestration-a review of 8 cases treated with lobectomy. Scand J Surg 2006; 95:190-4. Andreas Pikwer, stud. med. læknadeild háskólans í Lundi Tómas Guðbjartsson, læknir hjarta- og lungnaskurðdeild, Landspítala tomasgud@landspitali. is 170 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.