Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2007, Page 51

Læknablaðið - 15.03.2007, Page 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL Um fjöll og firnindi í fimmtíu ár „Talaðu við Leif Jónsson. Hann er reyndaslur fjallamanna í hópi lækna,” sagði einn læknir við mig á dögunum þegar ég var að leita mér að viðmælanda um ferðalög og útivist. Ég hringdi í Leif og falaðist eftir samlali. Hann féllst á það en kvaðst þó ekki viss um að hann hefði frá neinu að segja. Þegar við hittumst dró hann upp úr pússi sínu blað sem leit út eins og verkefni í landafræði. „Eftir að þú hringdir þá tók ég saman hvað ég hef komið til margra landa um ævina. Þau eru orðin 68 í öllum heimsálfum. Ekki þó Suðurskautslandið, þangað hef ég aldrei komið.” Leifur er einn af þessum mönnum sem kallar á mannlýsingu í anda íslendingasagnanna. Mikill á velli, skeggið grátt, augun snör, herðabreiður og snöggur til svars og skefur ekki utan af skoðunum sínum. Hann hefur farið akandi eða gangandi á tveimur jafnfljótum um hálendi Islands þvert og endilangt í rúm 50 ár, þekkir það eins og lófann á sér og hefur lent í einni mestu þrekraun sem sögur fara af á síðari tímum og það án þess að næði þjóð- arathygli. Lónið í uppáhaldi „Fyrsta ferðin sem ég fór ásamt félögum mínum var á páskum 1955 yfir Fimmvörðuháls og í Þórsmörk. Við vorum nokkrir læknanemar og Magnús Hallgrímsson verkfræðinemi sem hefur Leifur Jónsson lœknir. verið minn dyggasti ferðafélagi í öll þessi ár. 1956 gengum við á skíðum frá Gullfossi og norður yfir Hofsjökul og ofan í Eyjafjörð. Ferðin tók rúma viku og við bárum allan búnað á bakinu. Þetta hefði nú ekki þótt merkilegur búnaður í dag en við keyptum hlífðarfatnað og annað í Sölunefnd setuliðseigna, þetta var úr segldúk og striga og ef rigndi þá blotnaði allt sem blotnað gat. En við / Tilbúnir til átaka. Á leið upp Blágnípujökul í ' Hofsjökli 1956. , Ljósm. Magnús Hallgrímsson. Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2007/93 2 2 3

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.