Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2007, Side 54

Læknablaðið - 15.03.2007, Side 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL Ársrit Útivistar 1993 en annars hafði hvergi verið minnst á þennan atburð opinberlega fyrr. Sögur af þessu einstaka afreki höfðu þó gengið fjallamanna á milli og síðar skrifaði Óttar Sveinsson nánari lýsingu á þessum atburði í eina af Utkallsbókum sínum. Er stuðst við frásögn Leifs frá úr Ársriti Útivistar 1993 þegar þetta er rifjað upp hér. „Þegar við lögðum af stað frá skálanum var hvasst af suðaustri, þoka og skafrenningur. Skyggni var þannig farið að við sáum ekki tærnar á eigin skíðum. Ég gekk fyrstur og eftir 5 mín- útna áttavitagöngu stóð ég skyndilega í lausu lofti og vissi á samri stundu að ég hafði gengið fyrir björg og væri á hraðri leið niður í Grímsvötn. Suðaustanáttin gerði að skafrenning kæfði norður af fjallinu og var öll tilveran þarna grá í gráu og því engin viðmiðun við umhverfið. Ég fann ekki að ég væri á niðurleið, aðeins að ég sveif. Ekki fann ég heldur hvað sneri upp og niður á sjálfum mér, var sem í þyngdarleysi. Nokkrum augnablikum eftir að ég hóf flugið fékk ég bylmingshögg á bakið um herðar og sveif eftir það að mér fannst endalaust. Á því flugi minnist ég aðeins einnar hugsunar.„Hvað kemur næst“. Skyndilega kom snjógusa í andlit mér og varð brátt ljóst að ég var lentur og það með þeirri mýkt að ég hafði ekki orðið þess var. Einnig varð mér ljóst að ég flaut ofan á snjóskriðu sem var á hraðferð niður í vötnin. Höfuðið sneri undan brekkunni og lá ég á bakinu. Ég tók ósjálfrátt nokkur baksundstök til að halda höfðinu ofan á snjónum. Skyndilega nam ég staðar og mér gafst tími til hugsa. Allt var kyrrt, hljótt og hvítt. Ég fann hvergi til og datt eitt augnablik í hug að þetta hlyti að vera himnaríki.” Menn hafa fyrir satt að Leifur hafi fljótt sann- færst um að hann væri ekki kominn til himnaríkis, bæði fann hann fyrir kulda í andliti og eymslum í brjóstkassa enda trúlegast nokkur rifbein brotin en þarna á þessum stað og þessari stundu var annað mikilvægara. Merkilegt var þó að eftir þetta ríflega 200 metra frjálsa fall fyrir björg var hann með skíðin óbrotin á fótunum og gleraugun á nefinu en kjálkar sleðans sem hann hafði dregið á eftir sér voru mölbrotnir og einna líklegast að hann hafi komið í bak Leifi og valdið högginu. Örstuttu síðar varð Leifur var við hreyfingu ofan við sig og sér þá að þar er Magnús félagi hans kominn og hafði hann hrapað sömu leið þegar snjóhengjan sem Leifur gekk fram af brast undir fótum hans. Var Magnús einnig alheill og fóru þeir nú að velta fyrir sér hvernig best væri að komast til baka. Bundu þeir vonir við að Hallgrímur sonur Magnúsar sem var með í för myndi síga niður í böndum og fikruðu sig því upp að hamrastálinu, „en lentum brátt í sjálfheldu í miklum hamrakór er gnæfði yfir okkur. Á samri stundu heyrðum við skræki mikla ofan úr klettunum um það bil 20 metrum ofan við okkur var þar kominn Hallgrímur. Má nærri geta 226 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.