Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL Ársrit Útivistar 1993 en annars hafði hvergi verið minnst á þennan atburð opinberlega fyrr. Sögur af þessu einstaka afreki höfðu þó gengið fjallamanna á milli og síðar skrifaði Óttar Sveinsson nánari lýsingu á þessum atburði í eina af Utkallsbókum sínum. Er stuðst við frásögn Leifs frá úr Ársriti Útivistar 1993 þegar þetta er rifjað upp hér. „Þegar við lögðum af stað frá skálanum var hvasst af suðaustri, þoka og skafrenningur. Skyggni var þannig farið að við sáum ekki tærnar á eigin skíðum. Ég gekk fyrstur og eftir 5 mín- útna áttavitagöngu stóð ég skyndilega í lausu lofti og vissi á samri stundu að ég hafði gengið fyrir björg og væri á hraðri leið niður í Grímsvötn. Suðaustanáttin gerði að skafrenning kæfði norður af fjallinu og var öll tilveran þarna grá í gráu og því engin viðmiðun við umhverfið. Ég fann ekki að ég væri á niðurleið, aðeins að ég sveif. Ekki fann ég heldur hvað sneri upp og niður á sjálfum mér, var sem í þyngdarleysi. Nokkrum augnablikum eftir að ég hóf flugið fékk ég bylmingshögg á bakið um herðar og sveif eftir það að mér fannst endalaust. Á því flugi minnist ég aðeins einnar hugsunar.„Hvað kemur næst“. Skyndilega kom snjógusa í andlit mér og varð brátt ljóst að ég var lentur og það með þeirri mýkt að ég hafði ekki orðið þess var. Einnig varð mér ljóst að ég flaut ofan á snjóskriðu sem var á hraðferð niður í vötnin. Höfuðið sneri undan brekkunni og lá ég á bakinu. Ég tók ósjálfrátt nokkur baksundstök til að halda höfðinu ofan á snjónum. Skyndilega nam ég staðar og mér gafst tími til hugsa. Allt var kyrrt, hljótt og hvítt. Ég fann hvergi til og datt eitt augnablik í hug að þetta hlyti að vera himnaríki.” Menn hafa fyrir satt að Leifur hafi fljótt sann- færst um að hann væri ekki kominn til himnaríkis, bæði fann hann fyrir kulda í andliti og eymslum í brjóstkassa enda trúlegast nokkur rifbein brotin en þarna á þessum stað og þessari stundu var annað mikilvægara. Merkilegt var þó að eftir þetta ríflega 200 metra frjálsa fall fyrir björg var hann með skíðin óbrotin á fótunum og gleraugun á nefinu en kjálkar sleðans sem hann hafði dregið á eftir sér voru mölbrotnir og einna líklegast að hann hafi komið í bak Leifi og valdið högginu. Örstuttu síðar varð Leifur var við hreyfingu ofan við sig og sér þá að þar er Magnús félagi hans kominn og hafði hann hrapað sömu leið þegar snjóhengjan sem Leifur gekk fram af brast undir fótum hans. Var Magnús einnig alheill og fóru þeir nú að velta fyrir sér hvernig best væri að komast til baka. Bundu þeir vonir við að Hallgrímur sonur Magnúsar sem var með í för myndi síga niður í böndum og fikruðu sig því upp að hamrastálinu, „en lentum brátt í sjálfheldu í miklum hamrakór er gnæfði yfir okkur. Á samri stundu heyrðum við skræki mikla ofan úr klettunum um það bil 20 metrum ofan við okkur var þar kominn Hallgrímur. Má nærri geta 226 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.