Læknablaðið - 15.05.2008, Page 15
FRÆÐIGREINAR
RISTILBÓLGA
um orsök og meingerð smásærrar ristilbólgu en
engin þeirra er að öllu leyti fullnægjandi. Líklegt
er að hér sé á ferð samspil margvíslegra þátta,
bæði erfða og umhverfis. Þar má hugsa sér að
ákveðnir ytri þættir komi sjúkdómsferli í gang
hjá viðkvæmum einstaklingum, ekki síst þeim
sem hafa erfanlega tilhneigingu til sjálfsofnæm-
issjúkdóma.
Klínísk einkenni
Einkenni CC og LC eru afar lík og því ómögulegt
að aðgreina sjúkdómana á klínískum grunni.
Megineinkenni beggja sjúkdómanna er óblóðugur
vatnskenndur niðurgangur. Nokkur breytileiki
getur verið í magni niðurgangsins. Hann getur
verið allt að tveir lítrar hægða á dag (61). Klínískur
sjúkdómsgangur er gjarnan lotubundinn en stund-
um samfelldur. Algengt er að tíðni niðurgangsins
sé á milli 4-10 sinnum á dag. I aftursærri rann-
sókn frá árinu 1996 á 163 CC sjúklingum kom í
ljós að 58% sjúklinga höfðu hæggenga byrjun en
42% bráða (61). Meirihluti sjúklinga hafði hægðir
4-9 sinnum á dag (66%) en um 22% oftar en 10
sinnum á dag. Aðeins 27% höfðu niðurgang að
nóttu til. Önnur einkenni voru: þyngdartap (42%),
kviðverkir (41%) og þreyta (24%) (61).
Auk niðurgangs er gjarnan um önnur einkenni
að ræða frá meltingarvegi. Þau geta verið vægir
kviðverkir, ógleði, bráð hægðaþörf og hægðaleki.
Einnig þekkjast vel einkenni utan meltingarvegar,
svo sem liðverkir, liðbólgur eða æðahjúpsbólga
(uveitis). Þó hér sé ekki um sjúkdóm sem styttir
líf að ræða geta lífsgæði sjúklinga verið töluvert
skert (2).
Tafla I. Helstu lyf notuð við smásærri ristilbólgu.
Lyf Skammtur
Lóperamtð 2-16 mg á dag
Kólestýramtn 2-4 g/ 3-4 á dag
Bismút 2-3 töflur/ 2-3 á dag
Sulfasalasín 2-4 g á dag
Mesalaztn 2,4-4,8 g á dag
Búdesóníð 3-9 mg á dag
Azatíóprtn 2-2,5 mg/kg á dag
tilfella (67-68). Þessu til stuðnings getur dreifing
smásærrar ristilbólgu í ristlinum verið gloppótt,
það er með eðlilegri slímhúð inn á milli og helst
er það á svæði bugðuristilsins. Því er fullkomin
ristilspeglun með töku margra sýna æskileg til að
greina smásæja ristilbólgu með vissu og ekki síður
til að útiloka aðra sjúkdóma í ristli.
Meðferð
Til að byrja með er mikilvægt að upplýsa sjúkling-
inn um að þó að sjúkdómurinn geti verið lang-
vinnur og afar hvimleiður er ekkert sem bendi til
þess að hann stytti lífslíkur. Gera þarf sjúklingnum
grein fyrir því að gjarnan komi góð tímabil á víxl
við slæm og niðurgangurinn geti verið daglegur
sem og lotubundinn. Vegna ofannefndra tengsla
við bólgueyðandi gigtarlyf er mælt með því að
stöðva inntöku þeirra (43-44, 69). Sjúklingar með
glúteinóþol þurfa að vera á glúteinsnauðu fæði.
Einnig er rétt að íhuga takmarkanir á neyslu
koffeins, áfengis og mjólkurvöru sem geta gert
sjúkdómseinkennin verri (2).
Vefjasýni við ristilspeglun
Eins og fyrr segir og nafnið reyndar gefur til
kynna fæst greining með vefjasýni og yfirleitt er
um að ræða eðlilega slímhúð við ristilspeglun. Þó
getur sést vægur roði, bjúgur og auðsæranleiki
(friability). Útbreiðsla og svæsni breytinganna
hefur tilhneigingu til að minnka þegar neðar
dregur í ristlinum. Því eru sýni frá hægri hluta
ristils talin æskileg. Þetta er þó nokkuð umdeilt
meðal meltingarlækna og ber rannsóknum ekki
alveg saman. Sumar rannsóknir benda til þess
að það dugi að taka sýni við bugaristilsspeglun
(sigmoidoscopy) (65) en aðrar rannsóknir mæla
gegn því (13). í aftursærri rannsókn kom í ljós að
sjúkdómamir fundust í 83% tilfella í þverristli,
70% í hægri ristli en 66% í bugðuristli (66). í ann-
arri rannsókn var munurinn enn meiri milli svæða
ristilsins. Þar var sýnt fram á að stök sýnataka frá
bugðuristli hefði misst af greiningu í allt að 40%
Lyf
Aður en einstakir lyfjahópar eru ræddir er mikil-
vægt að koma því á framfæri að ekki er við stórar
slembirannsóknir að styðjast. Um er að ræða rann-
sóknir á fáum sjúklingum eða álit sérfræðinga. I
töflu I má sjá yfirlit yfir helstu lyf og skammta-
stærðir sem notuð eru gegn MC.
Hægðastoppandi lyf
Ýmsir höfundar hafa mælt með lóperamíði
(Imodium) sem fyrsta lyfi við vægum sjúkdómi
(70). Ekki eru til neinar rannsóknir á hægðastopp-
andi lyfjum en klínísk reynsla þeirra er ágæt.
Lyfin hafa líklega lítil sem engin áhrif á sjúkdóms-
ganginn sem slíkan heldur er eingöngu um ein-
kennastillandi meðferð að ræða. Hægt er að nota
hægðastoppandi lyf ein og sér í vægum sjúkdómi
en einnig ásamt öðrum lyfjum.
LÆKNAblaðið 2008/94 367