Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2008, Page 26

Læknablaðið - 15.05.2008, Page 26
FRÆÐIGREINAR NÝRNAFRUMUKRABBAMEIN Tafla I. Yfirlit yfír sjúklinga sem gengust undir brottnám lungnameinvarpa frá nýrnafrumukrabbameini á íslandi 1984-2006. Nr./ (Grein.ár) * Aldur/Kyn Tími (mán.) frá greiningu frumæxlis** Fjöldi meinvarpa Hæ./vi lunga TNM stigun við greiningu krabbameins í nýrum. Aðgerð Lífshorfur (mán.) Á lífi (mars 2007) 1 (1984) 78/kk 63 i Hæ. T3bN2M0 Brottnám lungnalappa 19 t 2(1984 51/kk 14 1 Hæ. T3aN0M0 Brottnám lungnalappa 17 t 3 (1985) 62/kvk i 1 Hæ. T3bN2Ml Fleygskurður 60 t 4 (1985) 63/kvk ii i Vi. T3bN2M0 Fleygskurður 24 t 5 (1989) 45/kk 46 i Hæ. T2N0M0 Brottnám lungnalappa 94 t 6 (1992) 56/kk 6 3 Hæ.+ vi. T3aN0M0 Fleygskurður 10 t 7 (1993) 50/kvk 6 2 Vi. T1N0M0 Brottnám lungnalappa 38 t 8(1995) 61/kvk 49 2 Hæ.+vi. T3aN0M0 Brottnám lungnalappa + fleygskurður 50 t 9(1995) 57/kk 12 2 Hæ. T3aN2M0 Brottnám lungnalappa 141 Já 10 (1998) 62/kk 34 4 Hæ. T2N0M0 Brottnám lungnalappa 27 t 11(1999) 77/kk 132 i Hæ. T3bN2M0 Brottnám lungnalappa 97 Já 12 (2002) 63/kk 120 i Vi. T2N2M0 Lungnabrottnám 47 t 13 (2005) 51/kk 11 i Hæ. T3aN2M0 Lungnabrottnám 19 Já 14 (2006) 56/kk 48 2 Hæ. T2N0M0 Lungnabrottnám 11 Já * Greiningarár lungnameinvarps ** Tímalengd frá greiningu frumæxlis aö greiningu lungnameinvarps t Látinn í aðgerð (fimm ára sjúkdóma-sértækar lífshorfur 9,8%). Aðgerðirnar eru öruggar og fylgikvillar oftast minniháttar. Hafa verður þó í huga að hér um valinn efnivið að ræða og vel skilgreindur samanburðarhópur ekki til staðar. Ljóst er þessar aðgerðir eru tiltölulega fátíðar hér á landi en í því sambandi er rétt að benda á að rannsóknin nær rúma tvo áratugi aftur í tímann og vitneskja um gagnsemi þessara aðgerða er tiltölulega ný af nál- inni. Inngangur Nýgengi nýrnafrumukrabbameins á Islandi er með því hæsta sem gerist í heiminum. Um 30 ný tilfelli greinast á ári hverju og tæplega helmingur þessara sjúklinga deyr úr sjúkdómnum (1). Greining nýmafrumukrabbameins er oft erfið því einkenni geta leynt á sér. Þetta á sinn þátt í því að næstum þriðji hver sjúklingur er með útbreiddan sjúkdóm við greiningu (2). Algengustu einkenni nýmafmmukrabbameins em verkir í síðu/kvið og bersæ blóðmiga en ósértækari einkenni eins og þyngdartap og blóðleysi em einnig algeng (3, 4). Algengast er að nýrnafmmukrabbamein mein- verpist til lungna og hafa íslenskar rannsókn- ir leitt í ljós að tæplega 20% sjúklinga hafa lungnameinvörp við greiningu (5, 6). Lungna- meinvörp geta einnig greinst síðar, oft samtímis greiningu meinvarpa í öðrum líffærum, til dæmis í lifur eða beinum. Horfur sjúklinga með hvers konar meinvörp nýmafrumukrabbameins eru al- mennt lélegar, til dæmis voru aðeins 11% sjúklinga á lífi fimm árum frá greiningu í nýlegri íslenskri rannsókn (6). Á síðasta áratug hafa birst rannsóknir þar sem sýnt hef ur verið fram á umtalsvert bættar lífshorfur sjúklinga sem gengist hafa undir brottnám á lungnameinvörpum nýrnafrumukrabbameins. I flestum þessara rannsókna eru fimm ára lífshorfur (sjúkdóma-sértækar) í kringum 30% (7-12) en allt að 49% í nýlegri þýskri rartnsókn (14). Ekki liggur fyrir hversu algengar þessar aðgerðir eru hér á landi né heldur hver árangur þeirra er. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna umfang þessara aðgerða hér á landi á rúmlega tveggja áratuga tímabili og kanna afdrif sjúkling- anna. Efniviður og aðferðir Þessi rannsókn er hluti af stærri rannsókn á nýrna- frumukrabbameini á Islandi og byggist á gagna- grunni yfir alla sjúklinga sem greinst hafa með sjúkdóminn hér á landi frá 1971 til 2006. Ur grunn- inum fengust upplýsingar um alla þá sjúklinga sem greindust á lífi með nýmafrumukrabbamein á íslandi, hversu margir þeirra vom greindir með meinvörp í lungum og lífshorfur þeirra. I þessari rannsókn sem er afturskyggn var fyrst og fremst litið á þá sjúklinga sem greinst höfðu með meinvörp í lungum frá nýmafrumukrabbamein á tímablinu frá 1. janúar 1984 til 31. desemb- er 2006 og sem jafnframt höfðu gengist undir 378 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.