Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2008, Side 27

Læknablaðið - 15.05.2008, Side 27
FRÆÐIGREINAR NÝRNAFRUMUKRABBAMEIN lungnaaðgerð þar sem meinvörpin voru fjarlægð. Upplýsingar um aðgerðirnar og sjúklinga fengust úr sjúkraskrám, krabbameinsskrá KÍ, greining- ar- og aðgerðarskrám Landspítala auk gagna- grunns rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði. Könnuð voru afdrif sjúklinganna, þar með taldar lífshorfur (hráar tölur) og miðuðust útreikningar við 1. mars 2007. Einnig voru skráðir fylgikvillar í og eftir skurðaðgerð, vefjafræði æxlanna var yfirfarin og nýmaæxlin stiguð samkvæmt TNM kerfi. Gefin em upp meðaltöl fyrir normaldreifðar stærðir og miðgildi fyrir legutíma. Leyfi til rannsóknarinnar fengust frá Vísinda- og siðanefnd Landspítala og Persónuvemd. Niðurstöður Alls gengust 14 sjúklingar undir lungnaaðgerð vegna meinvarpa nýrnafrumukrabbameins á þeim 23 árum sem rannsóknin náði til. Yfirlit yfir sjúklingana er sýnt í töflu I. Um var að ræða 10 karla og 4 konur og var meðalaldur við greiningu meinvarpa 59 ár (bil 45-78 ár). Allir sjúklingarn- ir höfðu áður gengist undir nýrnabrottnám, að meðaltali 39 mánuðum áður (bil 1-132 mánuðir). TNM stigun upprunalegu nýrnaæxlanna er einnig að finna í töflu I. Allir sjúklingar greindust með nýrnafrumukrabbamein (adenocarcinoma renis) og nánari vefjarartnsókn leiddi í ljós að um var að ræða tærfrumugerð (clear cell carcinoma) í öllum tilfellum. Sjö sjúklingar vom án eitilmeinvarpa (N0) en sjö greindust með eitlameinvörp í N2 eitlum. Til samanburðar greindust á sama tímabili 827 sjúklingar með nýrnafrumukrabbamein. I þeim hópi voru 114 sjúklingar greindir með lungnameinvörp innan við þremur mánuðum frá greiningu nýrnafrumukrabbameins. Af þeim 14 sjúklingum gekkst aðeins einn undir brott- nám á lungnameinvörpum, eða 0,9% þeirra. Lungnameinvörp voru því aðeins þekkt hjá einum sjúklingi við greiningu en greindust síðar hjá 13 sjúklingum. Lungnameinvörp voru þekkt við greiningu hjá einum sjúklingi (7,1%) en greindust síðar (>3 mánuðum frá nýrnabrottnámi) hjá 13 sjúklingum. Flestir þessara sjúklinga (n=8 ) voru með stakt meinvarp og var meðalstærð þeirra 27 mm (bil 8-50). Nánari upplýsingar um stærð meinvarpa er að finna í töflu II. Helmingur sjúklinganna gekkst undir brott- nám á lungnalappa (n=7), þrír fóru í fleygskurð (wedge resection) og aðrir þrír í lungnabrottnám. Eirtn sjúklingur gekkst bæði undir fleygskurð og brottnám á lungnalappa (sjá töflu I). Hjá átta sjúk- lingum voru meinvörp eingöngu í hægra lunga en Tafla II. Fjöldi og stærö lungnameinvarpa hjá sjúklingum sem gengust undir brottnám lungnameinvarpa á íslandi 1984-2006. Fjöldi lungnameinvarpa Fjöldi sjúklinga (%) Stærö* í mm, (bil) 1 8(58) 29 (8-50) 2 4 (29) 19(10-35) 3 1 30 4 1 50 *meóaltal Tafla III. Yfirlit yfir helstu rannsóknir á 5-ára lífshorfum (overall survivai) eftir brottnám lungnameinvarpa nýrnafrumukrabbameins.* Rannsókn Fjöldi sjúklinga 5-ára lífshorfur (%) Cerfolio og fél. (1994) 96 35,9 * Fourquier og fél. (1997) 45 44 * Friedel og fél. (1999) 77 39 * Pfannschmidt og fél. (2002) 191 36,9 Murthy og fél. (2005) 92 45 Flofman og fél. (2005) 64 33,4 Assouad og fél. (2007) 65 37,2 * * Fullkomið brottnám (radical metastasectomy) var framkvæmt í öllum tilfellum hjá þremur vinstra megin. Samtals fóru þrír sjúk- lingar í fleiri en eina aðgerð og einn sjúklingur fór í aðgerð á báðum lungum. Fylgikvillar eftir aðgerð reyndust fátíðir en einn sjúklingur fékk gáttaflökt og annar vökvasöfnun í fleiðru. í einu tilfelli varð alvarleg blæðing í aðgerð vegna gats sem kom á gollurshús. Allir sjúklingar lifðu af aðgerðina og útskrifuðust heim. Aðgerðirnar tóku að meðaltali 123 mínútur og miðgildi legutíma var 10 dagar (bil 5-23). í dag eru fjórir af 14 sjúklingum á lífi, en eftirfylgni var að meðaltali 82 mánuðir. Tveimur árum frá greiningu meinvarpa í lungum voru 64% sjúklinganna á lífi og 29% eftir fimm ár. Umræða í þessari rannsókn var tæplega þriðjungur (29%) sjúklinga á lífi fimm árum frá brottnámi lungna- meinvarpa nýrnafrumukrabbameins. Þetta er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna þar sem fimm ára lífshorfur eru á bilinu 30-45% (tafla III) (7-13). Þetta eru einnig umtalsvert betri lífshorfur en fyrir sjúklinga sem greindust með meinvörp og fóru ekki í aðgerð, en í þessum hópi hérlendis voru fimm ára sjúkdóma-sértækar lífs- horfur 9,8% (heildarlífshorfur 6%). Svipuðum lífshorfum hefur verið lýst erlendis (14). í þessu sambandi er þó mikilvægt að hafa í huga að um valinn efnivið er að ræða. Sjúklingar sem fóru í aðgerð voru oft yngri (fjórum árum að meðaltali). Einnig ber að hafa í huga að almennt heilsufar sumra sjúklinga gerir að verkum að þeim er ekki treyst í aðgerð. Þar af leiðandi gæti hópurinn sem fór í aðgerð hafa verið í grunninn betur á sig LÆKNAblaðið 2008/94 379

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.