Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2008, Side 63

Læknablaðið - 15.05.2008, Side 63
U M R Æ Ð U R F J 0 G FRÉTTIR ALLAFERÐIR Félagar í FÍFL og jöklarannsóknarfélagi Landlæknisembxttisins á tindi Eyjafjallajökuls. Frá vinstri eru Pétur Ftannesson röntgenlæknir, Engilbert Sigurösson geðlæknir, Áslaug Gunnarsdóttir heim- ilislæknir, Hjalti Gylfason, Ingvar Rögnvaldsson, Hallgrímur Guðjónsson meltingarlæknir, Hallgrímur Jónasson, jónas Þór Jónasson og Tómas Guðbjartsson brjósthols- skurðlæknir. Mynd Dagný Heiðdal. FIFL á fullri ferð Laugardaginn 25. apríl stóð FÍFL fyrir árlegri göngu á Eyjafjallajökul. Reyndar stóð upphaflega til að ganga á jökulinn á sumardaginn fyrsta en vegna veðurs var göngunni frestað um tvo daga. Aðeins 7 af þeim 20 sem upphaflega höfðu skráð sig gátu tekið þátt. Veður var frábært, sól og gott útsýni en færð í þyngra lagi vegna nýsnævis og sólbráðar. Gengin var Seljavallaleið með smá útúrdúr á bakaleiðinni. Alls tók gangan 10 klst. og náðu allir tindinum eftir rúmlega 6 tíma göngu. Á leiðinni urðu sprungur á leið leiðangursmanna. Á tindinum rákust FÍFLarar á annað göngufélag, Leifar af jöklarannsóknafélagi Landlæknisembættisins, en í þeim merka félagsskap eru allnokkrir læknar. Reyndar voru landlæknir og margir kollega hans fjarri góðu gamni en Hallgrímur Guðjónsson meltingarfæralæknir hélt uppi heiðri félagsins. FÍFL er með ýmislegt á prjónunum og er stefnt að fjallaskíðaferð á Heklu 4. maí ef veður leyfir og síðar í sumar gönguferð á Herðubreið og jafnvel Snæfell. Þessar ferðir verðar auglýstar nánar síðar. Þeir sem hafa áhuga á fjallskíðaferð á Heklu vinsamlega hafið samband við engilbs@landspitali.is eða tomagud@landspitali.is LANDSPÍTALI hAskúlasjúkrahCis Læknar í starfsnámi Læknar í starfsnámi óskast á geðsvið frá september eða október 2008 í 4-12 mánuði. Starfshlutfall er 80-100%. Starfið getur nýst sem hluti af sérnámi í öðrum sérgreinum en geðlæknisfræði og einnig hentað heimilislæknum sem vilja auka þekkingu sína á greiningu og meðferð geðsjúkdóma. Handleiðsla, fræðsla og vandamálamiðuð hópvinna eru hluti af náminu á geðsviði auk þjálfunar í hvatningarviðtölum og hugrænni atferlismeðferð. Reynsla af hópmeðferð og þátttaka í rannsóknum stendur áhugasömum umsækjendum einnig til boða. Upplýsingar um stöðurnar veita Páll Matthíasson, geðlæknir sem hefur umsjón með framhaldsmenntun unglækna á geðsviði, pallmatt@landspitali.is og Engilbert Sigurðsson yfirlæknir, engilbs@landspitali.is. Umsóknargögn berist fyrir 3. júní 2008 til Páls Matthíassonar, deild 32A við Hringbraut. Hægt er að nálgast umsókn um lækningaleyfi eða læknisstöðu á heimasíðu LSH. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og sjúkrahúslækna og 80-100% starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. yfirlýsingu LSH vegna kjarasamnings við sjúkrahúslækna dags. 02.05.2002, sbr. breytingu 5. mars 2006. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali er reyklaus vinnustaður. LÆKNAblaðið 2008/94 415

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.