Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 82

Læknablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 82
HUGLEIÐING HOFUNDAR Vigdís Grímsdóttir Vigdís Grímsdóttir fæddist í Reykjavík 1953. Hún lauk kennaraprófi 1973 og BA-prófi í íslensku frá HÍ 1978. Vigdís starfaði sem grunnskóla- og framhaldsskólakennari í Reykjavík og Hafnarfiröi til 1990 en hefur síðan nær eingöngu fengist við ritstörf. Hún hefur skrifað Ijóðabækur, skáldsögur og barnabækur og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, árið 1994 Hin íslensku bókmenntaverðlaun fyrir Grandaveg 7. Leikgerðir við tvær skáldsagna hennar hafa verið settar upp á íslandi og í Svíþjóð, og kvikmynd gerð eftir fyrstu skáldsögu hennar, Kaldaljósi. Sagan um Bíbí Ólafsdóttur (2007) er nýjasta bók Vigdísar og hefur fagnað miklum vinsældum. Um fegurðina, máttleysi orðanna og fáláta tóna nefsins Fegurðin er ólýsanleg; maður veit að hún er þama, finnur fyrir henni, verður hennar var, þyk- ist jafnvel sjá hana stundum, en orðin ná aldrei að lýsa henni til fulls. Þau ná ekki utan um veruleika hennar vegna þess að hún er einhvernveginn handan við hinn þrönga merkingarheim orða og tungumáls. Ég er í raun að segja að það sem mig langar til að skrifa um geti ég hvorki sagt né skrifað; en ég er iðin við kolann og ætla að reyna þótt mig gruni að það muni annaðhvort skila sér næstum því eða alls ekki. Ég er nefnilega bæði tak- mörkuð af tungumálinu og kerfisbundnum heimi hins heilbrigða manns sem hvorttveggja heftir mig og setur mér skorður. Fyrir langa löngu skrifaði ég bók sem byggði á lífi geðklofa konu; sagan lýsir heimi hennar og þeim óhugnaði og þeirri fegurð sem þar ríkti og stöðugt og eilíflega börðust um í sál hennar. Ég skildi þennan heim, ég fann honum stað í hjarta mínu og í tónlistinni sem konan dáði og taldi að væri einasta aflið sem gæti bæði fangað fegurð og ljótleika. Það var því vegna algleymis tónlistarinn- ar andspænis máttleysi orðanna sem hún hætti endanlega að tala bæði við mig og aðra enda allt sem hiin sagði dæmt til að farast. Það trúði henni aldrei nokkur maður og þess vegna var líf hennar hrynjandi borg og röddin gjallandi bjalla. Hiin þagnaði sem sé gjörsamlega en lifði sem aldrei fyrr ríkulegu innra lífi með og í tónlist sem færði henni bæði takmarkaleysi og frelsi samkvæmt hennar eigin geðklofna skilningi. Sá lærdómsríki heimur sem konan opnaði mér var bæði barnslegur og fallegur en ekki síður ljótur og illur; en orðin sem ég vel til að lýsa honum - bamslegur, fallegur, ljótur, illur - ná alls ekki að draga upp rétta mynd af dínamísku eðli hans. I áðumefndri bók talar konan við bamabarn sitt um tónlistina sem hún elskar. Allt er auðvitað fært í blessaðan stílinn. í raunveruleikanum, aftur á móti, áttum við tvær þetta samtal sem birtist hér sannleikanum samkvæmt og er á mörkum hins heilbrigða. -Það er tónlistin sem er lífið, sagði hún. -Það getur ekki verið, sagði ég. -Jú, hún er það víst; hún er í litlu tánni á nýfæddu barni, í laufinu á haustin, í malbikinu á götunni, í rúsínunni í pakkanum, kartöflunum í pottinum, í slitnum streng fiðlunnar, yfirgefinni flautunni, brotnum bassanum, kulnuðum eldinum, skýjum himinsins og lágværu dilli konu sem karlmaður riðlast á; tónlistin er alls staðar og þú skalt finna hana þótt þú getir aldrei lýst henni. -Og hvernig á ég að finna hana? -Byrjaðu á líkamanum, hver líkamspartur hefur sitt eigið tónsvið, sagði hún. -Og nefið líka? spurði ég. -Það eru fálátir tónar í nefinu en þeir eru öruggir og ákveðnir. -En hvað um hnén? -Tónar hnjánna eru holir og tómir og sýna annaðhvort leiða eða ljúfar kenndir. -Hvað um rófubeinið? -Tónar þess eru ísmeygilegir og lúmskir. -Hvað um hökutónana? -Þeir eru auðmjúkir og undirgefnir. -Hvernig veistu þetta? hlaut ég að spyrja. -Ég heyri þetta þegar ég leyfi tónlistinni að tala til mín og læt orðin ekki eyðileggja fyrir mér einsog þú ert alltaf að gera. Orðin eyðileggja fyrir öllum; þau hefta nautnina. -Ég þarf að læra þetta, sagði ég. -Veldu þér tóna og ég skal kenna þér að hlusta. Það er skemmst frá því að segja að ég valdi mér neftónana; ég fór í bað, samkvæmt harðri skipun, færði mig á kaf og hreinsaði nefið því það var auðvitað nauðsynleg forsenda þess að finna hina leyndu tóna. Og þegar ég hafði gert þetta hvað eftir annað, þangað til að ég var næstum drukknuð, heyrði ég hina fálátu og öruggu tóna nefsins hljóma. -Þetta var ansi skemmtilegt, sagði ég. -Þetta var fegurðin sjálf, sagði hún og setti Svanavatnið á fóninn og svo sönglaði hún með þessari yndislegu tónlist sem engin orð ná að lýsa en hver og einn finnur sem gefur sig henni á vald; hann finnur heim án takmarka, heim frelsis, fegurðar, fullnægju og unaðar. Og enda þótt orðin um allt þetta nái aldrei að lýsa því þá gerir tónlistin það; þetta mikla alheimsafl sem allir menn skynja hvort sem þeir teljast klofnir eða heilir. Fegurðin er ólýsanleg og í hvert skipti sem ég reyni að koma henni í orð opnast mér nýjar víddir og hugmyndir. En bíðum við, þessi orð - nýjar víddir og hugmyndir - lýsa alls ekki því sem ég finn, skil, skynja og langar til að segja vegna þess að ég á einfaldlega ekki til orðin yfir fegurðina frekar en annað það sem knýr áfram þetta dæmalausa líf. Samt sem áður er ég sífellt talandi og skrifandi enda telst ég heilbrigð og gjörólík konunni sem kenndi mér á fáláta tóna nefsins og valdi að þegja af því að máttlaus orðin sviptu hana frelsi og nautn. Það er náttúrlega ekki alltaf alveg í lagi með skilgreiningamar. 434 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.