Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2010, Síða 11

Læknablaðið - 15.01.2010, Síða 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Mat á járnbúskap með mælingu á transferrínviðtökum Vigfús Þorsteinsson1 sérfræöingur í blóðmeinafræði og meinefnafræði Friðrik E. Yngvason2 sérfræðingur í lyf- og lungnalækningum Lykilorð: járnskortur, transferrínviðtakar, sTfR, blóðrauðamagn í netfrumum. Ágrip Inngangur: Tilgangur þessarar könnunar var að bera saman gildi mælinga á transferrínviðtökum í sermi (sTfR) og nokkurra annarra blóðrannsókna við greiningu jámskorts. Efniviður og aðferðir: Könnunin var framskyggn og öllum sjúklingum sem fljótandi mergsýni var tekið úr á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á tímabilinu 1999 til 2003 var heimil þátttaka. Fullgildir þátttakendur vom 89. Næmi, sértæki, skilvirkni og mælikvarði Youdens við greiningu jámskorts var reiknað fyrir ferritín, MCV, CHr, sTfR, sTfR-ferritín-vísi, jámmettun transferríns og Tómasartöflu. Jámskortur var skilgreindur sem ekkert sjáanlegt járn við smásjárskoðrm á merg. Niðurstöður: Samkvæmt mælikvarða Youdens reyndist Tómasartafla best við greiningu járn- skorts. Hjá þátttakendum sem höfðu CRP <6 mg/L og virtust þannig ekki hafa bólgusvörun reyndist hún mjög sértæk en mjög næm hjá þeim sem höfðu CRP &6 mg/L. sTfR-ferritín-vísir reyndist næstbest af samsettum mælikvörðum og af einstökum blóðrannsóknum reyndist sTfR best til að greina jámskort samkvæmt mælikvarða Youdens. Ályktanir: í þessari könnun reyndust Tómasartafla og sTfR-ferritín-vísir best við greiningu járnskorts. Notkun þessara mælikvarða getur dregið úr þörf á því að taka mergsýni hl að greina jámskort. Inngangur Blóðleysi er algengt sjúkdómseinkenni og jámskortur er tiltölulega algeng orsök blóðleysis. Greining jámskorts er oft auðveld með hjálp blóðrannsókna og dæmigerðar niðurstöður em þá til dæmis smá rauð blóðkom, lækkun á ferritíni og jámi en hækkun á transferríni (eða jámbindigetu) í sermi. Greining jámskorts með þessum rannsóknum getur þó verið erfið þegar bólgusvömn er til staðar. Bólgusvörunin getur sjálf valdið blóðleysi með smáum, rauðum blóðkomum, þó að járnbirgðir séu nægar, og bólguboðefni líkamans valda gjaman lækkun á jámi og transferríni en hækkun á ferritíni í sermi. Þegar saman fara bólgusvörun og jámskortur ráða áhrif bólgusvörunarinnar á ofangreinda mælikvarða þannig að dæmigerð áhrif járnskorts koma ekki fram í blóði. Þá þarf að nota aðrar aðferðir til að greina jámskort. Stundum er tekið mergsýni og gáð að járni í því með smásjárskoðun en æskilegra væri að eiga kost á blóðrannsókn sem sagt gæti til um járnskort óháð bólgusvörun. Ein af þeim rannsóknum sem koma til greina til þess er mæling á transferrínviðtökum í sermi. Transferrínviðtakar (TfR) eru prótínviðtakar sem binda transferrín og finnast á yfirborði flestra fmmna í líkamanum. Tvær gerðir af TfR eru þekktar, TfRl og TfR2. Erfðagalli á TfR2 getur valdið járnofgnótt1 og verður ekki frekar fjallað um TfR2 í þessari grein. TfRl hefur hins vegar þýðingu fyrir flutning jáms og nýtingu þess í líkamanum og verður hér eftir vísað til þess sem TfR. TfR bindur járnflutningsprótínið transferrín og færir það ásamt járninu inn í frumuna. Járnið skilst þar frá transferríninu og nýtist í frumunni en transferríni er skilað aftur út í blóðrásina og það endumýtt.2 Járnþörf frumunnar ræður fjölda af TfR sameindum á yfirborði hennar.3 Fjöldi TfR er mestur á yfirborði rauðkornskímfrumna (forstiga rauðra blóðkoma) í mergnum þar eð þær mynda blóðrauðann og þurfa mest af jámi af öllum frumum í líkamanum. Járnskortur eykur einnig fjölda TfR á yfirborði frumna. Fjöldi af TfR er þess vegna í hámarki á yfirborði rauðkornskímfrumna þegar þær búa við skort á jámi.4 TfR finnst líka fljótandi í blóði (sTfR) og magn af sTfR stendur í réttu hlutfalli við heildarfjölda TfR á yfirborði frumna í líkamanum.5 sTfR eykst þannig í blóði þegar aukning er á rauð- kornskímfrumum í mergnum, til dæmis við blóðrof eða blóðmissi, og aukningin verður enn meiri ef járnskortur ríkir. Fleira en fjöldi rauðkomskímfrumna og járnskortur getur haft áhrif á sTfR.4 sTfR eykst í seinni hluta meðgöngu vegna TfR í fylgju. Langvinnt eitilfrumuhvítblæði (CLL) og eitilfrumukrabbamein (lymphoma) geta valdið aukningu á sTfR í sermi, fleiri illkynja æxli og mergsjúkdómar geta haft áhrif til hækkunar eða lækkunar og epóetínmeðferð getur valdið hækkun. Bólgusvörun hefur ekki áhrif á sTfR og mælt hefur verið með mælingu á því til að greina LÆKNAbiaðið 2010/96 1 1

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.