Læknablaðið - 15.01.2010, Síða 12
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Tafla I. Flokkun eftir tilefni mergsýnatöku og tíðni járnleysis í merg i hverjum fiokki. PV =
sjálfvakið rauðkornabiæði (polycythemia vera), ET = sjálfvakið blóðflagnablæði (essential
thrombocythemia).
Fjöldi % með járnskort
Grunur um eða eftirlit með illkynja sjúkdómi í merg 32 6
Orsakagreining blóðleysis 20 15
Grunur um járnskort 24 38
Grunur um PV eða ET 4 25
Grunur um mergrangvaxtarheilkenni (myelodysplastic syndrome) 7 0
Önnur ástæða eða illa skilgreind ástæða 2 0
járnskort hjá sjúklingum með bólgusvörun.4-5 Fleiri
rannsóknir hafa komið til álita í sama tilgangi, til
dæmis sTfR-ferritín-vísir, sem er reiknaður út
frá sTfR og ferritíni, CHr (meðalblóðrauðamagn
í netfrumum, einnig nefnt RET-He) og aðferð C.
Thomas og L. Thomas. Síðastnefnda aðferðin,
sem hér er vísað til sem Tómasartöflu, skiptir
sjúklingum í fjóra flokka eftir sTfR-ferritín-
vísi og CHr og tekur líka mið af CRP til þess
að vega upp á móti áhrifum bólgusvörunar á
ferritín eins og sést á mynd 1. Tómasartaflan
hefur þann kost að geta greint á milli starfræns
járnskorts, það er ófullnægjandi framboðs á járni
til rauðkornskímfrumna þó að járnbirgðir séu
nægar, og raunverulegs járnskorts og hún getur
komið að gagni við val á meðferð við blóðleysi og
við mat á árangri af þeirri meðferð.M CHr lækkar
við járnskort eins og MCV en mun hraðar og
eykst aftur í eðlilegt gildi á örfáum dögum þegar
rauðkomskímfrumurnar fá aftur nægt járn.9 sTfR-
ferritín-vísir hefur verið talinn betri mælikvarði á
járnhag en sTfR.3 4
Sú könnun sem hér er greint frá var gerð til
þess að meta gildi sTfR við greiningu járnskorts
samanborið við gildi annarra blóðrannsókna.
Notaðar voru niðurstöður úr mergskoðxmum
sem voru gerðar af öðru tilefni hjá óvöldum hópi
sjúklinga með margvíslega sjúkdóma. Jámskortur
var talinn til staðar ef ekkert járn sást í mergnum.
Mat á járnbirgðum í merg með smásjárskoðun
CHr pg s 1 Nægar járnbirgölr og eðlilegt járnflnöl tll rauökornsklmfruma 2 Þrotnarjárnbirgölr en eölilegt járnflæði til rauökornsklmfruma
4 Nægar járnbirgðir en skert Járnflæöltll rauðkornsklmfruma 3 Þrotnar járnbirgöir og skert járnflæöl tll rauökornsklmfruma
11 ef CRP > Gmg/L
J— 15 ef CRP < 6 mg/L
3 E sTfR-ferritín-visir
Mynd 1. Tónmsnrtafla. Flokkun C. Thomas og L. Thomas
á járnhag eftir niðurstöðum úr mælingum á CHr, sTfR-
ferritín-vísi og CRP.
hefur almennt verið talinn góður mælikvarði á
járnhag og hefur áður verið notað sem viðmið í
hliðstæðum könnunum.3'10-18
Efniviður og aðferðir
Þýði: Allir sjúklingar sem fljótandi mergsýni var
tekið úr á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
(FSA) á tímabilinu frá nóvember 1999 til október
2003, voru hlutgengir í könnunina, óháð tilefni
til mergsýnitökunnar. Könnunin var skýrð fyrir
þátttakendum sem staðfestu þátttöku sína með
undirskrift. Alls tóku 113 þátt í könnuninni en við
úrvinnslu voru 24 ekki teknir með af eftirtöldum
ástæðum: Fjórtán vegna þess að mergsýni var
ófullnægjandi til mats á járnbirgðum, sjö vegna
þess að niðurstöður úr mælingu á sTfR vantaði
og þrír vegna þess að upplýst samþykki sjúklings
vantaði. A tímabilinu sem könnunin stóð yfir
voru tekin 170 fljótandi mergsýni á FSA þannig
að 66% af mögulegum þátttakendum tóku þátt.
Orsök þess að ekki tóku fleiri þátt var oftast sú
að viðkomandi lækni yfirsást að bjóða þátttöku.
I fáeinum tilvikum var þátttaka ekki boðin vegna
þess að sami sjúklingur hafði skömmu áður verið
þátttakandi eða vegna þess að ekki reyndist unnt
að fá fastandi blóðsýni innan þriggja sólarhringa
frá töku mergsýnis. Engirtn sjúklingur hafnaði
þátttöku. Gildir þátttakendur voru 89, 56 konur
og 33 karlar. Meðalaldur þátttakenda var 67,4 ár
og aldursbil 20-95 ára. Tilefni mergsýnitöku og
tíðni járnskorts í hverjum flokki koma fram í töflu
I. Aldur, kyn og niðurstöður mergskoðunar og
blóðrannsókna hvers þátttakanda voru skráðar
en skráning sjúkdómsgreininga og lyfjameðferðar
var ekki stöðluð.
Blóðrannsóknir: Blóðsýni voru dregin klukkan
08-10 eftir næturföstu innan þriggja sólarhringa
fyrir eða eftir töku mergsýnis. Sermi í mælingu á
sTfR var geymt við -70°C þar til að mælingin var
framkvæmd. Aðrar rannsóknir voru að jafnaði
framkvæmdar innan sólarhrings. Talning rauðra
blóðkorna (RBK) og netfrumna og mælingar á
blóðrauða (Hb), meðalstærð rauðra blóðkorna
(MCV), stærðardreifingu rauðra blóðkorna (RDW,
Red cell Distribution Width) og meðalblóðrauða-
magni í netfrumum (CHr) voru gerðar með H1
eða H-3 blóðkornateljurum (Bayer Diagnostics,
Danmörk) samkvæmt forskrift framleiðanda.
CRP (C reactive protein) var mælt með RA-
XT efnamæli (Bayer Diagnostics, Danmörk) frá
upphafi til nóvember 2000 en síðan með Hitachi 912
efnamæli (Roche Diagnostics, Þýskaland). Prófefni
og stýrilausnir frá viðkomandi framleiðendum
voru notaðar. Báðar aðferðirnar voru staðlaðar
gagnvart sama alþjóðlega staðli og jafngildar.
12 LÆKNAblaðið 2010/96