Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2010, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.01.2010, Qupperneq 25
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN eru nokkuð sértæk fyrir þann aldurshóp eins og sjónuhimnukímfrumnaæxli, taugakímfrumnaæxli og mænukímfrumnaæxli. Athyglisvert er að um helmingur barna undir 15 ára sem greinist með krabbamein greinist fyrir 5 ára aldur16-17 og var það einnig raunin í okkar rannsókn. Mögulega endurspeglar það aukna virkni og fjölgun óþroskaðra forstigsfrumna á þessu aldursskeiði. Algengustu krabbameinstegundirnar hjá ung- lingum reyndust vera eitilfrumukrabbamein, illkynja beinæxli, þekjufrumuæxli og ýmis kím- frumuæxli. Á unglingsaldri verður vöxtur beina og kynkirtla mikill og er aukning á krabbameinum í þeim vefjum í samræmi við aukna umsetningu frumna á þessu tímabili ævinnar. Þekjufrumuæxli eins og æxli í skjaldkirtli og þekjufrumuæxli í hálsi og koki verða einnig algengari á unglingsaldri en nýgengi þekjufrumuæxla almennt eykst eftir því sem líða tekur á fullorðinsárin, til dæmis lungna-, ristil- og brjóstakrabbamein.7 Áhugavert var að kanna nýgengi eftir búsetu við greiningu. Eins og áður segir hafa sprottið upp í gegnum tíðina umræður um tengsl búsetu við nýgengi krabbameins. Þekkt eru tilvik þar sem börn af sama kyni og aldri búsett í fámennri byggð hafi greinst með sjaldgæf krabbamein með stuttu millibili. Ekki hefur tekist að sýna fram á beint orsakasamband en líklegast er að um tilviljun sé að ræða. Vegna smæðar þýðis reyndist einungis hægt að bera saman nýgengi milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar og var ekki marktækur munur þar á milli. Þar sem krabbamein hjá börnum eru sjaldgæf og af ólíkum uppruna hefur reynst erfitt að finna sterk tengsl við ákveðna umhverfisþætti. Hins vegar eru þekkt tengsl við ákveðna erfðasjúkdóma og meðfædd heilkenni og sér í lagi eru tengslin sterk ef einstaklingur hefur áður greinst með krabbamein og fengið krabbameinsmeðferð.18 Tíu börn sem greindust á rannsóknartímabilinu voru með þekkta meðfædda áhættuþætti, taugatrefjaæxlager, Downs-heilkenni og stúlkur með XY litningagerð. Börn með taugatrefjaæxlager eru í aukinni hættu á að fá sjóntaugaæxli og önnur góðkynja æxli í heilavef en hluti af þeim fær stjarnfrumnaæxli sem oftast eru af lágri gráðu.19 í Downs-heilkenni er 10-20-föld hætta bæði á bráðaeitilfrumuhvítblæði og bráðamergfrumu- hvítblæði20 og hjá stúlkum með XY litningagerð sem greinast með pure gonadal dysgenesis er oftast mælt með brottnámi eggjastokka vegna hættunnar á illkynja meinum í eggjastokkum.21 Mikilvægt er því að vera vakandi fyrir krabbameinum hjá þeim sem hafa þekkta meðfædda áhættuþætti. Eftirfylgd þeirra sem fengið hafa krabba- meinsmeðferð í æsku er mjög mikilvæg. Ýmsir síðkomnir fylgikvillar geta komið fram jafnvel mörgum árum eftir að meðferð lýkur. Talið er að um 10% hópsins fái síðar krabbamein sem rekja má til meðferðarinnar í æsku.9- 22 Níu greindust með meðferðartengd krabba- mein á rannsóknartímabilinu, þar af einn með tvö meðferðartengd tilvik. Helstu orsakir meðferðartengdra krabbameina eru fyrri geisla- meðferð og krabbameinslyf af flokki alkýlerandi lyfja og tópóísómerasa hemja. Að auki er hluti þessara einstaklinga líklega með aukna erfðafræðilega hættu á krabbameinsmyndun. Hér á landi er börnum sem gengið hafa í gegn- um krabbameinsmeðferð fylgt eftir af barna- læknum Barnaspítala Hringsins reglulega fram á fullorðinsár. Með reglulegu sérhæfðu eftirliti er hægt að minnka líkur á alvarlegum síðkomnum fylgikvillum og bæta lífsgæði. Rannsókn okkar varpar ljósi á nýgengi krabbameina hjá börnum á íslandi og auðveldar samanburð við erlendar rannsóknir. Að auki ætti hún að koma að gagni við áætlanir og skipulag þjónustu fyrir þessa einstaklinga. Þakkir Lárus Guðmundsson kerfisfræðingur og Krist- leifur Kristjánsson læknir hjá íslenskri erfða- greiningu fá þakkir fyrir aðstoð við hönnun gagnagrunnsins, Elínborg Ólafsdóttir verk- fræðingur hjá Krabbameinsskrá íslands fyrir tölfræðiaðstoð. Rannsóknin hlaut styrk úr Kristínarsjóði árið 2008. Heimildir 1. Jemal A, Siegel R, Ward E, et.al. Cancer statistics, 2006. CA Cancer j Clin 2006; 56:106-30. 2. Ries LAG, Eisner MP, Kosary CL, et.al. Cancer Statistics Review, 1975-2002, SEER National Cancer Institute. http:// seercancergov / csr /1975_2002. 2005. 3. ACCIS. National estimates of incidence rates standardized to world standard population age 0-14 and 0-19. Automated Childhood Cancer Information System. 2003. 4. G. Gustafsson MH, Á. Vernby. Childhood Cancer Incidence and Survival in Sweden 1984-2005. Report 2007 from the Swedish Childhood Cancer Registry. 2007. 5. Li J, Thompson TD, Miller JW, Pollack LA, Stewart SL. Cancer incidence among children and adolescents in the United States, 2001-2003. Pediatrics 2008; 121:1470-7. 6. NOPHO. Childhood cancer in the Nordic Countries. 2008. 7. Jónasson JG, Tryggvadóttir Le. Krabbamein á íslandi - Upplýsingar úr Krabbameinsskrá fyrir tímabilið 1957-2006. Krabbameinsfélagið. 2008. 8. Lanzkowsky P. Manual of Pediatric Hematology and Oncology. 4 útg. 2005. 9. Inskip PD, Curtis RE. New malignancies following child- hood cancer in the United States, 1973-2002. Int J Cancer 2007; 121: 2233-40. 10. Olsen JH, Moller T, Anderson H, et al. Lifelong Cancer Incidence in 47 697 Patients Treated for Childhood Cancer in the Nordic Countries. J Natl Cancer Inst 2009; 101: 806-13. 11. Hólm H, Jónsson ÓG, Þórsson ÁV, et al. Greining, árangur meðferðar og síðkomnar aukaverkanir æxla í miðtaugakerfi í æsku. Læknablaðið 2002; 88: 21-7. LÆKNAblaðið 2010/96 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.