Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2010, Page 31

Læknablaðið - 15.01.2010, Page 31
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN birtar þar með öðrum hagtölum á heimasíðu Hagstofunnar.13 Rannsóknargögn voru unnin með Excel töflureikni. Niðurstöður Rannsókmrnefnd sjóslysa Til rannsóknamefndar sjóslysa voru tilkynnt samtals 17 banaslys á sjó umhverfis ísland á árunum 2001-2005 eða að meðaltali 3,4 á ári. Tíðni banaslysa á tímabilinu var því 64 á hverja 100.000 starfandi sjómenn á ári (tafla I). í tengslum við fiskveiðar létust 13 (76,5%), einn lést við þangskurð en þrír voru ekki starfandi sjómenn. Ef einungis eru tekin starfstengd banaslys, sem voru 14, var tíðni banaslysa að meðaltali 54 af hverjum 100.000 starfandi sjómönnum á ári. Banaslysin 17 urðu á 12 skipum en 11 drukknuðu þegar sex skipanna fórust, tveir féllu útbyrðis og tveir drukknuðu í höfn. Tveir létust af áverkum eftir slys um borð. Engin banaslys urðu á kaupskipum á tímabilinu. Tryggingastofnun ríkisins Árin 2001-2005 voru 1787 slys á sjómönnum tilkynnt til Tryggingastofnunar ríkisins (TR) eða að meðaltali 357 á ári. Hlutfall slasaðra af starfandi sjómönnum reyndist vera svipað öll árin eða um 7% (tafla I). Alls voru 223 sjómenn metnir til örorku eftir vinnuslys, þar af 46 með 1- 9% örorku, 173 með 10-49% örorku og fjórir með 50-70% örorku. Meðaltal örorkumats var 14,7% og miðgildi var 12%. Slysa og bráðadeild Landspítala A slysa- og bráðadeild Landspítala voru skráðar 826 komur vegna slysa á sjó (tafla I) á tímabilinu eða að meðaltali 165 sjómenn á ári og um 3,2% starfandi sjómanna. Af þessum 826 voru 84 erlendir ríkisborgarar (10%). Meðalaldur var 37 ár (8-80 ár). Eftir komu á slysa- og bráðadeild voru 52 sjómenn lagðir inn á Landspítala eða 6,2% af þeim sem þangað leituðu. Legutími á sjúkrahúsi var að meðaltali 2,7 dagar (1-21 dagur). Þrír innlagðra sjúklinga voru ekki með áverka sem hægt var að meta með áverkaskori (tvær ofkælingar, ein eitrun). Áverkaskor 49 innlagðra var að meðaltali 5,5 stig (1-16 stig) og miðgildið var fjórir. Samkvæmt áverkaskori var áverki lítill eða í meðallagi hjá 34 (70%), mikill hjá 14 (29%) og eirtn var með alvarlega áverka. Enginn var metinn með lífshættulega áverka og enginn af þeim sem komust á sjúkrahúsið lést á tímabilinu. Tæplega 70% slasaðra sjómanna reyndust hafa meira en fimm ára starfsreynslu en stærsti einstaki aldurshópurinn hafði þó starfsreynslu undir firnm árum (mynd 1). Tafla II. Störf sem unnin eru þegar slys verða um borð i skipum. Banaslys eru ekki talin með. Aigengast er að s/ys verði við meðhöndlun veiðarfæra. Slys um borð í fiskiskipum Slys um borð í öðrum skipum Allar komur vegna slysa á sjó Starf Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Taka inn veiðarfæri 183 27,6 5 5,6 188 22,8 Viðhaldsvinna 77 11,6 26 28,9 103 12,5 Vinnsla á afla um borð 89 13,4 1 1,1 90 10,9 Ganga frá fiski í lest 64 9,7 1 1,1 65 7,9 Slaka veiðarfærum 58 8,8 0,0 58 7,0 Losun og lestun 38 5,7 13 14,4 51 6,2 Vinna í eldhúsi og þrif 36 5,4 7 7,8 43 5,2 Viðhald veiðarfæra 41 6,2 0,0 41 5,0 Frívakt 27 4,1 8 8,9 35 4,2 Hífingar 25 3,8 5 5,6 30 3,6 Landfestar 13 2,0 6 6,7 19 2,3 Varðstaða 6 0,9 10 11,1 16 1,9 Ferðir milli skipa 5 0,8 8 8,9 13 1,6 Samtals 662 90 752 100,0 Tegund skipa, tegund veiða og slysstaður um borð Alls reyndust 717 (87%) þeirra sem leituðu til slysa- og bráðadeildar hafa slasast um borð í fiskiskipum og leiddu 48 slysanna til innlagnar eða 7%. Af flutningaskipum komu 52 (6,3%), farþegaskipum 14 (1,7%), varðskipum 11 (1,3%), þjónustuskipum 19 (2,3%) og af öðrum skipum 13 (1,6%). Vegna slysa um borð í skipum öðrum en fiskiskipum komu því 109 og voru fjórir þeirra lagðir inn eða 3,6%. Af þessum fjórum komu tveir vegna slysa á farþegaskipum, einn af hraðbáti og einn af seglskútu. Af slysum um borð í fiskiskipum urðu 366 (51%) við togveiðar, 102 (14%) línuveiðar, 93 (13%) netaveiðar, 33 (5%) dragnótaveiðar, 20 (3%) nótaveiðar, 18 (3%) rækjuveiðar en 11% við annars konar veiðar en hér eru taldar. Tafla II sýnir að langflest slys verða þegar veiðarfæri eru dregin inn (28%) en algengar orsakir eru einnig viðhaldsvinna og frágangur á afla um borð. í öðrum skipum en fiskiskipum verða slys oftast við viðhaldsvinnu (29%). Tafla III sýnir að flest slys verða á þilfari skips eða 395 (46% af komum, en 53% ef fiskiskip eru tekin sérstaklega) en slys virðast einnig vera tíð í vinnslurými (11,5%) og lest (11%). Veðurlag, sjólag og ytri aðstæður í flestum tilfellum (95%) var skráð veðurlag þegar slysið átti sér stað, eins og vindhraði, sjólag, úrkoma og skyggni. Þegar slysið varð var vindhraði <5 m/s í 501 tilfelli (63%), 5-10 m/s í 124 tilfellum (15,6%), 11-15 m/s í 99 tilfellum (12,5%), LÆKNAblaðið 2010/96 31

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.