Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2010, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.01.2010, Qupperneq 32
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla III. Slysstaður um borð ískipum. Hér eru ekki tekin með banasiys. Flest slys verða á þilfari skipa. Staðsetning Fjöldi slysa I fiskiskipum Fjöldi slysa í öðrum skipum Alls Hlutfall (%) Pilfar 356 39 395 45,8 Vinnslurými 89 2 91 11,5 Lest 84 7 91 10,8 Vélarúm 25 7 32 3,2 Aðgerðarrými 23 1 24 3,0 Eldhús og búr 19 4 23 2,4 Gangur 16 9 25 2,1 íbúðir / Káetur 16 4 20 2,1 Þilfarshús 15 15 1,9 Stigar 11 4 15 1,4 Stjórnpallur 9 9 18 1,2 Utan skips 7 8 15 0,9 Geymslur 6 1 7 0,8 Kranar 2 2 0,3 Tankarými 1 2 3 0,1 Möstur 1 1 0,1 Ekki skráð 49 5,9 Samtals 680 97 826 16-20 m/s í 60 tilfellum (7,5%) og > 20 m/s í 11 tilfellum (1,4%). Meirihluti slysa (78%) varð í lítilli eða engri úrkomu og um 60% slysa urðu í dagsbirtu. Eins og sést á mynd 2 varð meirihluti slysa í fremur lygnum sjó. í 86% tilfella var skráð hvort um ytri orsakir hafi verið að ræða, en 75% slasaðra töldu engar ytri orsakir hafa átt þátt í slysinu og aðeins 19% tilgreindu sjólag sem ytri orsök. í 92% tilfella var tíma- og dagsetning skráð. Flest slys urðu að degi til milli kl. 10 og 18 og náði slysatíðni hámarki milli kl. 14 og 16. Slysatíðni var hæst í febrúar og mars en lægst í sumarmánuðum og í desember. Tegundir áverka Eins og kemur fram í töflu IV verður meirihluti áverka vegna höggs (53%), annaðhvort við árekstur eða fall, en klemma eða kramning er einnig algeng orsök. Alls voru skráðir 906 áverkar eftir 817 slys. í 89 tilfellum voru áverkar á fleiri en einu svæði. Níu þeirra sem komu voru ekki með áverka sem hægt var að flokka á þennan hátt (rafsuðublinda, eitranir, svimi, ofkæling). Áverkar á útlimum voru 71% allra áverka, áverkar á höfuð og háls 5%, brjóstholsáverkar 9%, hryggjaráverkar 7,6%, áverkar á andliti eða augum 6,8%, kviðarholsáverkar 1% og mjaðmagrindaráverkar 0,2%. Áverkar á hendur neðan úlnliðs voru algengastir eða í 34% tilfella. Áverkar á höndum reyndust algengari um borð í fiskiskipum (37%) en öðrum skipum (20%) en skipting áverka eftir líkamssvæðum var svipuð að öðru leyti milli fiskiskipa og annarra skipa. í samanburði við heildarhópinn reyndist hópurinn sem þurfti innlögn á Landspítala ekki frábrugðinn hvað varðar áverkamynstur, tegund veiða, veðurlag, sjólag eða aðra ytri þætti. Umræða Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar eru bornar saman við eldri rannsóknir sést að banaslysum á sjó hefur fækkað mjög síðustu áratugi. Flest banaslys verða þegar skip farast og þau voru 89 á hverja 100.000 starfandi sjómenn árin 1966-19867 en reynast nú vera 54 á hverja 100.000 starfandi sjómenn að meðaltali á ári. Tíðni banaslysa lækkaði úr 15 í 2,4 á ári tímabilið 1980 til 2005.8 Umtalsverður árangur virðist því hafa náðst í slysavörnum sjómanna undanfarna fjóra áratugi. Ætla má að menntun skipstjórnarmanna og þjálfun sjómanna í Slysavarnaskóla sjómanna hafi skilað góðum árangri, en ýmsir aðrir þættir gætu skipt hér máli, eins og bætt þyrlubjörgunarþjónusta, framfarir í veðurfræði og veðurspám, framfarir í siglingatækni og almennt betri skip. Hjá Siglingastofnun hefur undanfarin ár verið unnið markvisst að því að mæla stöðugleika skipa og lagfæra ef eitthvað hefur fundist athugavert og telja menn að það hafi skilað árangri.14 Tíðni banaslysa á sjó er þó enn há í samanburði við vinnutengd banaslys í landi. Starfstengd banaslys hjá 5220 sjómönnum eru 14 á sama tímabili og tilkynnt eru 12 dauðsföll vegna vinnuslysa meðal allra starfsgreina í landi.15,16 I samanburði við niðurstöður erlendra rannsókna virðast starfstengd banaslys á sjó vera álíka tíð hér á landi og þau eru í Ástralíu (56/100.000)6 og Noregi (68/100.000).9 Tíðni annarra slysa en banaslysa er einnig há eins og sést á því að tilkynningar til TR vegna slysa á sjómönnum ná 7% af heildarfjölda starfandi sjómanna árlega og um 45 sjómenn eru metnir til örorku á ári eftir slys. Samkvæmt uppgjöri TR á árunum 2001-2005 voru sjómenn 21% af öllum þeim sem metnir voru með 10-49% örorku eftir slys.17 Öll slys hjá sjómönnum á að tilkynna til TR með sérstöku eyðublaði en tryggingarbótaleg staða sjómanna er sú sama og annarra launþega. Utgerðarfélög greiða sjómönnum áfram laun en fá síðan endurgreitt frá TR ólíkt því sem á við hjá öðrum starfsstéttum. Þrátt fyrir háa tíðni slysa og fjölda innlagna á sjúkrahús virðist ekki vera algengt að sjómenn slasist lífshættulega samkvæmt áverkaskori og enginn þeirra sem lögðust inn á Landspítala lést af völdum áverkanna á rannsóknartímabilinu. Svo virðist sem verkefni manna um borð 32 LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.