Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2010, Side 34

Læknablaðið - 15.01.2010, Side 34
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN fimm ára starfsreynslu. Þar sem flest slysin verða við töku á veiðarfærum má ætla að reyndari sjó- menn séu frekar hafðir við þau störf en þeir sem óreyndari eru. Ekki er hægt að útiloka að með tím- anum verði menn kærulausir eða gleymi að gæta að sér. Athygli þeirra reyndari, sem oftar hafa lent í erfiðum aðstæðum, slaknar ef til vill þegar vel viðrar og aðstæður eru góðar. Störf við meðferð veiðarfæra valda flestum slysum og samrýmist það niðurstöðum rannsókna frá Frakklandi3 og Danmörku.19 Togveiðar virðast vera hættulegustu fiskveiðarnar þar sem 51% slysa verða við slíkar veiðar en einungis 4% slysa sem koma til með- ferðar á Landspítala verða á nótaveiðum. Skipting slysa eftir orsökum í þessari rannsókn er nánast eins og í niðurstöðum rannsóknar á orsökum 576 slysa á fiskimönnum sem komu til meðferðar á slysadeild í Esbjerg í Danmörku 1990- 1997 2° Staðsetning áverka á líkamann er mjög svipuð í þessari rannsókn og í franskri rannsókn tímabilið 1996-20013 og norskri rannsókn tímabilið 1991-1996.21 Algengast er að áverkar séu á út- limum og þar af eru áverkar á höndum algeng- astir. í þessari rannsókn var leitað eftir upplýsing- um úr þremur mismunandi skrám sem fært er í eftir mismunandi skilyrðum. Verður það að teljast helsti veikleiki rannsóknarinnar. Nokkuð öruggt er að öll banaslys eru tilkynnt til rannsókn- arnefndar. Samkvæmt lögum ber skipstjóra, út- gerðarmanni, Tilkynningarskyldu íslenskra skipa, Landhelgisgæslu, lögregluyfirvöldum eða öðrum sem fregna af banaslysi á sjó skylda til að tilkynna og ganga úr skugga um án undandráttar að rann- sóknarnefnd sjóslysa fái vitneskju um slysið.22 Slys önnur en banaslys eru einnig tilkynningaskyld til nefndarinnar en það sýnir sig að aðeins 24% þeirra slysa sem tilkynnt voru til TR á tímabilinu sem rannsóknin fjallar um voru jafnframt tilkynnt rannsóknarnefnd sjóslysa.23 Brýnt er að bæta upp- lýsingaflæði til nefndarinnar. Tilkynningar um slys berast TR af öllu landinu og má því ætla að sú skráning gefi besta mynd af tíðni slysa hjá sjómönnum. Tilkynning til TR er háð þeim skilyrðum að slysið sé bótaskylt og er það góður hvati til að skráning fari fram. Óljóst er hversu mörg minniháttar slys eru ekki tilkynnt og rannsóknin nær því ekki til allra slysa á sjó, en gera má ráð fyrir því að alvarleg slys séu ávallt tilkynnt. Á slysa- og bráðadeild Landspítala eru skráðar allar komur vegna slysa, bæði minni- og meiri- háttar áverkar. Ekki er vitað hversu margir sem lenda í slysum á sjó leita til annarra sjúkrahúsa eða heilbrigðisstofnana á íslandi, nema það sé tilkynnt til TR eða rannsóknarnefndar. Þannig er norræna slysaskráin ekki lýðgrunduð, en kosturinn við þessa skrá er að hún er framsýn og í henni felast miklar upplýsingar um aðstæður þegar slys verða. Starfsfólk slysa- og bráðadeildar skráir staðlaðar upplýsingar frá sjúklingnum við komu en gæði skráningar verða alltaf háð svarhlutfalli, ná- kvæmni skrásetjara og þeim sem veitir upplýs- ingarnar. í þessari rannsókn hafa þessar þrjár skrár verið teknar saman til að fá heildræna mynd af slysa- tíðni hjá sjómönnum en í því felst ákveðin óvissa. Auðveldara væri að gera sér grein fyrir umfangi vandamálsins ef til væri ein slysaskrá á íslandi með vel skilgreindum inntökuskilyrðum, breyt- um og góðu eftirliti með að tilkynningarskyldu væri sinnt. Slysaskrá íslands gefur möguleika á slíkri skráningu en þá þurfa sjúkrahús og heilsu- gæslustöðvar að senda inn tilkynningu um sjóslys úr Sögu, sjúkraskrárkerfi viðkomandi stofnunar. Upplýsingar um sóknardaga, úthald skipa á sjó og fjölda sjómanna um borð þyrfti að tengja við skrán- inguna. Hafin er gerð samræmds gagnagrunns um slys á sjó að tilstuðlan Siglingastofnunar Islands í samvinnu við Rannsóknarnefnd sjó- slysa. Þar sem flest slys hjá sjómönnum verða við góðar ytri aðstæður og hjá mönnum með fremur langa starfsreynslu er frekari rannsókna þörf á virtnuaðferðum og öryggisráðstöfunum um borð. Sérstaklega á þetta við um borð í fiskiskipum þar sem starfið virðist vera mjög áhættusamt. Nauðsynlegt er að reyna að bæta vinnuaðferðir og fækka þannig slysum í þessari starfsstétt. Ályktun Eins og hjá öðrum þjóðum er tíðni vinnuslysa hjá íslenskum sjómönnum há, bæði banaslysa og annarra slysa. Slysin verða oftast við góðar ytri aðstæður og má oftast rekja þau til vinnuaðferða. Bæta þarf skráningu þessara slysa á landsvísu með samræmingu skráningaraðferða og með því að allar sjúkra- og heilbrigðisstofnanir innleiði NOMESCO slysaskráningakerfi. Þá þarf einnig að rannsaka nánar vinnulag sjómanna svo finna megi orsakir hinna tíðu slysa og beita forvömum markvisst. Þakkir Hinar bestu þakkir fá Gísli Viggósson og Jón Bernódusson hjá Siglingastofnun Islands fyrir hvatningu til verksins og stuðning. Ingibjörg Richter á upplýsinga- og tæknisviði Landspítala fær miklar þakkir fyrir aðstoð við öflun gagna. 34 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.